Síða 1 af 1

1TB Samsung F3

Sent: Sun 24. Apr 2011 21:09
af Moldvarpan
Kvöldið vaktarar.

Ég ætla núna um mánaðarmótin að kaupa mér 2stk 1TB Samsung F3.

Pælingin mín var sú, er einhver munur á þessum diskum frá þessum verslunum?

http://tl.is/vara/19173 Mfr Part Number: HDS2 SA103SJ
http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_24_98&products_id=6114 Mjög fátæklegar upplýsingar
http://buy.is/product.php?id_product=181 Mfr Part Number: HD103SJ

Er einhver munur á þessum diskum, sem eru ekki með það sama mfr part number? Og hver er þá munurinn?

Re: 1TB Samsung F3

Sent: Sun 24. Apr 2011 21:59
af GuðjónR
Er ekki F3 bara F3 ?
F1 er gamla módelið ... F2 er 5400 snúninga...

Re: 1TB Samsung F3

Sent: Fös 29. Apr 2011 17:37
af Moldvarpan
Fór inn á síðuna hjá Samsung, það eru til nokkrar gerðir af þessum 1TB diskum.
Það eru að mér sýnist allar verslanir hérna að selja seinni gerðina af þessum diskum. Er ekki hægt að formatta HD103SJ sem eitt heilt volume??
MAX.500GB Formatted Capacity Per Disk, stendur á samsung síðunni.

HD103UJ og HD103SJ

Er ekki einhver sem er með svona disk?

Re: 1TB Samsung F3

Sent: Fös 29. Apr 2011 18:00
af chaplin
Það er hægt að formata diskana sem eitt volume, HD103SJ eru F3 diskar með 2 x 500GB platta, á meðan F1 (UJ held eg) voru með 3 platta.

F3 á að vera overall 15-30% hraðvirkari en F1.

Re: 1TB Samsung F3

Sent: Fös 29. Apr 2011 18:08
af Moldvarpan
Takk fyrir þetta Daníel :happy