Síða 1 af 1

[HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fim 21. Apr 2011 23:41
af astro
Gæti einhver elskulegur smíðað þokkalega tölvu í leikjaspilun fyrir mig á verðbilinu 80-120 þúsund.
Ég á Dragon kassa Mynd
Og ætla mér að nota hann, svo er ég með OCZ Modstream 550/620 (PEAK) aflgjafa ef hann gengur með nýju tölvunni þá væri það ekkert nema gott (býst samt ekki við því)
Ooog svo er ég með Nvidia 7800GTX sem ég gæti kanski hugsanlega notað sem low end kort?
Svo á ég kassaviftur, hljóðkort og geisladrif. þannig að það er í rauninni móðurborð, skjákort, örgjörvi ++ kæling og innraminni!
Ég er rosarlega lítið inní vélbúnað í dag og er eiginlega allveg dottin úr því hvað er gott og hvað ekki! en ég hef alltaf átt Nvidia og AMD :)
TAKK!! :D:D:D

Re: [HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fös 22. Apr 2011 00:17
af zedro
Enjoy :twisted:

Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:

Re: [HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fös 22. Apr 2011 00:23
af KristinnK
Móðurborð: MSI P67A-GD65 - 29.860
Örgjörvi: Intel Core i7 2600K - 43.990
Kæling: Scythe Mugen 2 Revision B - 6.990
Skjákort: Geforce GTX 460 - 27.750
Vinnsluminni: 2x4 GB DDR3 1333MHz - 12.990

Samanlagt er þetta 121.580 krónur, rétt yfir hámarki þínu. Þú getur sparað rúmar 10 þúsund og farið í Intel Core i5 2500K í staðinn. En þetta er pottþétt uppfærsla, Sandy Bridge örgjörvarnir eru mun betri en nokkuð annað á markaðinum í dag.

Sérstaklega er Scythe Mugen 2 mjög góður fyrir verð sitt, sjá hér. Þó svo Noctua NH-14 sé aðeins betri er hann meir en tvisvar sinnum dýrari.

EDIT: Hér eru nokkur benchmark svo þú getir séð muninn á i5 2500K / i7 2600K og öðrum örgjörvum, meðal annars Phenom II X4 840.

EDIT 2: Þótt Sandy Bridge örgjörvarnir voru þeir öflugustu í þessu testi er þeir með þeim sem nota minnst afl. 2600K set-uppið fór ekki upp í nema 374W, svo aflgjafinn þinn dugar ágætlega áfram í Sandy Bridge tölvu.

Re: [HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fös 22. Apr 2011 00:34
af Halli13
KristinnK skrifaði:Móðurborð: MSI P67A-GD65 - 29.860
Örgjörvi: Intel Core i7 2600K - 43.990
Kæling: Scythe Mugen 2 Revision B - 6.990
Skjákort: Geforce GTX 460 - 27.750
Vinnsluminni: 2x4 GB DDR3 1333MHz - 12.990

Samanlagt er þetta 121.580 krónur, rétt yfir hámarki þínu. Þú getur sparað rúmar 10 þúsund og farið í Intel Core i5 2500K í staðinn. En þetta er pottþétt uppfærsla, Sandy Bridge örgjörvarnir eru mun betri en nokkuð annað á markaðinum í dag.

Sérstaklega er Scythe Mugen 2 mjög góður fyrir verð sitt, sjá hér. Þó svo Noctua NH-14 sé aðeins betri er hann meir en tvisvar sinnum dýrari.


Þar sem hann ætlar að nota tölvuna í leikjaspilun er frekar mikið overkill að fá sér 2600K og P67 ætti mikið frekar að fá sér AMD fyrir þennan pening og nota mismuninn í betra skjákort eitthvað svipað og pakkinn sem Zedro setti saman.

Re: [HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fös 22. Apr 2011 00:36
af mundivalur
Einn pakki en

http://buy.is/

GIGABYTE GA-P67A-UD3-B3 Socket 1155/ Intel P67/ CrossFireX/ SATA3&USB3.0/ A&GbE/ ATX Motherboard
GA-P67A-UD3-B3 Er til ISK 26.990 Eyða

Intel Core i5 Processor i5-2500K 3.3GHz 6MB LGA1155 CPU, Retail
BX80623I52500K Er til ISK 29.990 Eyða

G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB) 240-Pin DDR3 SDRAM DDR3 1600 (PC3 12800)
F3-12800CL9D-4GBRL Er til ISK 21.990 Eyða

Thermaltake CLP0564 FRIO CPU Cooler
CLP0564 Er til ISK 10.490 Eyða

EVGA nVidia GeForce GTX460 1GB DDR5 2DVI/Mini HDMI PCI-Express Video Card
1GB-P3-1371-TR Er til ISK 31.990 Eyða


1x GIGABYTE... ISK 26.990
1x Intel Co... ISK 29.990
1x G.SKILL ... ISK 21.990
1x Thermalt... ISK 10.490
1x EVGA nVi... ISK 31.990

Sendingarmáti ISK 0
Samtals ISK 121.450

Re: [HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fös 22. Apr 2011 00:40
af KristinnK
Halli13 skrifaði:Þar sem hann ætlar að nota tölvuna í leikjaspilun er frekar mikið overkill að fá sér 2600K og P67 ætti mikið frekar að fá sér AMD fyrir þennan pening og nota mismuninn í betra skjákort eitthvað svipað og pakkinn sem Zedro setti saman.


Ég get ekki verið sammála þessu. Sandy Brigde kerfi mun hann ekki þurfa að uppfæra mjög lengi. Nýtt AMD set-up mun hins vegar falla mjög hratt í notagildi og verði, sérstaklega þegar Bulldozer arkitektúrinn kemur út.

Re: [HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fös 22. Apr 2011 02:01
af Predator

Re: [HJÁLP] Val á vélbúnað

Sent: Fös 22. Apr 2011 15:38
af astro
Takk fyrir góðar hugmyndir drengir..
ykkur öllum er velkomið að koma með fleyrri pakka en ég mun skoða þetta og ákveða aður en páskarnir eru búnir og kaupi strax eftir páska ;)