Síða 1 af 1

Hvaða sata stýrispjaldi mæla vaktarar með ?

Sent: Mið 20. Apr 2011 09:05
af fedora1
Mig vantar að bæta 4 sata diskum við í tölvuna mína. Stýrikerfið er linux (hugsanlega Free BSD) og notkun er zfs (raidz) heimilis tunna, aðalega mediacenter video skrár þannig að hraðinn er ekki priority.

Hafa menn einhverja skoðun á TEC 4xSATA á 4500 kr (kisildalur.is) . Google segir mér að menn séu með einhver issue með þetta kort í linux.
eða er Promise SATA2 á 14.950 (att.is) auka peningis virði.

Vitið þið um eitthvað annað kort sem ég ætti frekar að skoða ? Sá líka PCI1504SI kort á 4000 í tolvuvirkni.is


Lumar kanski einhver vaktari á 4 porta sata korti sem hann vill selja ?

Re: Hvaða sata stýrispjaldi mæla vaktarar með ?

Sent: Mið 20. Apr 2011 09:56
af andribolla
Ég hef notað þessi kort sem eru með 150MB/s og lenti í vandræðum þegar ég ætlaði að tengja fleirri en 2x1000gb diska í einu við þau.
en var með 2x 4x500gb diska stæður á tvem svona kortum og það var allt í lagi. annas mæli ég með 300MB/s kortunum frekar.

annas keipti ég mér svona kort af ebay http://www.supermicro.com/products/accessories/addon/AOC-USAS-L8i.cfm
var hingað komið á um 20.000 kr, 8x300MB/s

Re: Hvaða sata stýrispjaldi mæla vaktarar með ?

Sent: Mið 20. Apr 2011 10:10
af AntiTrust
Ég hef verið að nota þessi TEC 4xSATA kort með 4x.1.5TB diskum án vandræða, þó ekki með ZFS.

Re: Hvaða sata stýrispjaldi mæla vaktarar með ?

Sent: Mið 20. Apr 2011 10:17
af Benzmann
mæli með þeim stýrisspjöldum sem eru með "SiliconImage" kubbasettinu :P


tölvuvirkni voru að selja mjög góð þannig kort, á undir 5000kr

finnst það helvíti gott !

Re: Hvaða sata stýrispjaldi mæla vaktarar með ?

Sent: Mið 20. Apr 2011 10:18
af AntiTrust
benzmann skrifaði:mæli með þeim stýrisspjöldum sem eru með "SiliconImage" kubbasettinu :P


tölvuvirkni voru að selja mjög góð þannig kort, á undir 5000kr

finnst það helvíti gott !


Fyrrnefnd TEC kort eru akkúrat SiliconImage ;)

Re: Hvaða sata stýrispjaldi mæla vaktarar með ?

Sent: Mið 20. Apr 2011 16:46
af Televisionary
Ekki fjárfesta bara í einhverju finndu út nákvæmlega hvaða kubbasett um ræðir og finndu út hvort þú hafir stuðning við FreeBSD og Solaris fyrir ZFS. Ég hef verið að prófa mig áfram og hef komist að því að síðasti hluturinn sem þú vilt spara í er disk kontróller ef þú ætlar að smíða þér almennilegan netþjón. Einhverjar útgáfur virka og aðrar ekki.

Linux virðist hafa mun breiðari stuðning við hvaða kubbasett sem er til undir sólinni þannig að ef þú vilt spara þér pening þá geturðu farið í annað hvort það að nota hardware raid eða mdadm undir Linux en þú færð samt ekki gagnaöryggið sem þú færð undir ZFS. Sjá nánar hérna. (Þetta er tengill í blogg hjá Jeff Bonwick sem stjórnaði teyminu sem þróaði ZFS hjá Sun)

Ég prófaði að kaupa einhverja ódýra Silicon Image kontróllera og þeir gáfu misjafnar niðurstöður sumt var nothæft annað ekki.

Ég hef verið að nota 8 porta Supermicro með PCI-X stuðningi og virkaði hann eins og til var ætlast, síðan keypti ég það sem ég hélt að væri nákvæmlega sami hluturinn nema með 2 x SAS portum fyrir 8 diska og PCI express stuðningi en það var ekki þessi kontróller virkaði ekki á nokkurn máta undir FreeBSD eða Solaris (OpenIndiana). Þannig að ég nota hann bara undir Linux.

Síðan keypti ég um daginn 12 Porta 3ware kontróller og skipti út Silicon image dótinu út og virkar þetta 100% eins og til var ætlast ég sá að hann er listaður á einhverja 740 US$ á newegg.com en ég fékk minn hérna í gegnum spjallið á ásættanlegu verði.

En hér stendur allt um það hvaða vélbúnaður virkar með Linux og Solaris: http://blog.zorinaq.com/?e=10 (Snillingurinn Kristleifur Daðason benti á þetta á Maclantic spjallinu). Þessi síða er afar fróðleg og gæti sparað þér tíma og pening til lengri tíma þegar kemur að ákvarðanatökunni í svona kontróller málum.

AntiTrust skrifaði:
benzmann skrifaði:mæli með þeim stýrisspjöldum sem eru með "SiliconImage" kubbasettinu :P


tölvuvirkni voru að selja mjög góð þannig kort, á undir 5000kr

finnst það helvíti gott !


Fyrrnefnd TEC kort eru akkúrat SiliconImage ;)

Re: Hvaða sata stýrispjaldi mæla vaktarar með ?

Sent: Fim 21. Apr 2011 08:52
af fedora1
Takk Televisionary, mjög gagnlegur linkur. Skoða ebay :)