Síða 1 af 2

Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 00:57
af þorri69
Ég var að kaupa mér notaða 17", fartölvu með quad core, 1GB skjákort og 4GB DDR3. Ég voða ánægður, setti í hana 180GB OSZ vertex 2 SSD og keyrði windows rating þar sem ssd-inn kom verst út með 5.5 ,
eftir að ég fann driver fyrir hann fór hann í 7.7 :) og þar með var lægsta skor komið í 6.8.
ég voða glaður og fullur af þori fór ég í tölvulistann og verslaði mér Corsair 2x4GB DDR3 á 23,980kr. kem heim , opna bakhliðina á tölvunni, tek út gömlu minnin og ætla að setja nýju í, enn hvað !!!
mikið helvítis, andskotans, jóhanna og steingrímur, hvernig á maður að ná þessu djö... kubbum úr pakkningunni ????? ég blótaði því að ekki voru neinar leðbeiningar hvernig ætti að ná þessu helv.... og reyndi hvað ég gat að ná þessu með fingrunum ( þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég opna nýja pakkningu af vinnsluminnum!!!) og ég get sagt það, ég hef netta, sterka, stutta vel út lítandi iðnaðarmannahendur sem hafa unnið við SMD vélar og við viðgerðir á prentplötum. ég gat ekki náð þeim úr! ég var næstum farinn með skrúfjárnið í pakkninguna, þegar ég hugsaði aðeins og stoppaði mig og leit aðeins í kringum mig. aha... þarna var gítarnögl sem ég áhvað að nota, setti undir og spennti. þetta hellv.... drasl haggaðist ekki!!! pakkningin var farinn að beglast og krumpast af átökum, ég áhvað að taka aðeins betur á (hefði geta lyft ungabarni með þessu átaki á gítarnöglina) og popp.... loksins :) setti helv.... í tölvuna og byrjaði á næsta. það var sama helv... ands.... ríkisstjórnar vesen, enn að lokum tókst það með sömu aðferð. nema hvað ég fer að skoða það aðeins nánar og sé þá að einn lítill "dimms" er brotinn frá eftir átökinn. (mikið svekk :(((() skoða hinn líka, sama!!!!!!!!!!!!!!!!!!
þetta er auðvitað mín sök, og reikna ekki með að tölvulistinn taki þau til baka. þannig að í guðanabænum, ef þið ættlið að versla Corsair vinnsluminni hjá þeim, byðjið þá um að taka það úr pakkningunni fyrir ykkur :) ég ættla allavegana að gera það.

Ps. alltaf þegar ég hef verslað í tölvulistanum, þá hef ég verið spurður um kennitölu vegna ábyrgðar. núna var ég ekki beðinn um hana, þannig að ég spurði hvort að hann vildi ekki kennitöluna á nótuna vegna ábyrgðar, og fékk þau svör að geyma kvittuninna og að ef að þau væru gölluð kæmi það straks fram en ekki seinna....!!!???
er ekki sagt að að örgjörvinn sé það seinasta sem bilar, ég hef allavegana aldrei keypt örgjörva án kennitölu, þó svo að þeir séu með sömu ábyrgð.

jæja búinn að losa smá þrýsting :D

Góða helgi.
KV: Þorri

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 01:03
af þorri69
BTW. Til sölu ónýt 2xCorsair 4GB DDR3 1066MHz SODIMM.
:twisted:

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 01:11
af bAZik
Guð já, hvað þessar pakkningar eru óþolandi, keypti mér einu sinni micro sd kort og það var í svona (pakkningin var svona 10 sinnum stærri en kortið, þvílíkt waste) og var næstum því búinn að brjóta það.

Sá líka gott atriði í Curb Your Enthusiasm þegar Larry var að reyna að opna svona pakkningar, helvíti gott.

Atriðið: http://www.youtube.com/watch?v=6ZIfkDG7HNM - Lýsir þessu vel, haha.

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 01:17
af þorri69
bAZik skrifaði:Guð já, hvað þessar pakkningar eru óþolandi, keypti mér einu sinni micro sd kort og það var í svona (pakkningin var svona 10 sinnum stærri en kortið, þvílíkt waste) og var næstum því búinn að brjóta það.

Sá líka gott atriði í Curb Your Enthusiasm þegar Larry var að reyna að opna svona pakkningar, helvíti gott.

Atriðið: http://www.youtube.com/watch?v=6ZIfkDG7HNM - Lýsir þessu vel, haha.

hahaha :)

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 01:18
af SolidFeather
Verslar fólk almennt við Tölvulistann?

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 01:29
af Klemmi
Veit ekki hvernig pakkningarnar eru á þessum Corsair minnum en annars set ég bara dúkahnífinn á allar plastumbúðir/vacuum-umbúðir sem eru leiðinlegar :happy

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 01:34
af BjarniTS
Árinni kennir . . .

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 02:15
af þorri69
vandamálið var ekkki að opna pakkninguna, heldur að ná minninu úr, því að það er formað utanum minnið :mad

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 02:42
af Gúrú
Mynd

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 03:08
af kubbur
getur svosem prufað að fara með þau niðureftir og ath hvort þeir vilji taka við þessu, vegna verksmiðjugalla í pakkningu

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 05:23
af urban
árinni kennir illur ræðari einsog einhver byrjaði á

en annars eru þessar pakkningar ein albesta þjófavörn sem að til er.
ekki séns að ná draslinu úr umbúðunum og lauma því þannig út :)

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 05:37
af lukkuláki
Er ég að skilja þetta rétt?
Þú fórst og keyptir vinnsluminni fyrir 24.000 kr. og eyðilagðir þau vegna þess að þú gast ekki náð þeim úr pakkningunni ?!?! :wtf :wtf
Ef þetta er ræett skilið hjá mér þá er svarið JÁ ! Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta hefði verið lítið mál með dúkahníf eða skærum
og ef ég væri þú þá myndi ég ekki fara að gera mig að fífli við að reyna að skila einhverju sem þú eyðilagðir í einhverjum vanhugsuðum aumingjaskap.
Sorry ef ég hljóma dómharður en þú varst jú að henda 24.000 kalli í ruslið ! :mad

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 11:09
af djvietice
já, hann henda 24þ :sleezyjoe

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 11:21
af flottur
áður en ég sagði konuni upp þá lét ég hana alltaf opna umbúðir sem voru mér framandi, hún virtist hafa betra lag á því enn ég.

en eftir að hún fór þá hef ég ekki keypt einn einasata hlut sem er svona vel pakkaður inn

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 11:23
af beggi90
Haha svekkjandi.
Nota saamt alltaf skæri/dúkahníf á svona umbúðir.

Re: Er ég aumingi!

Sent: Sun 17. Apr 2011 17:05
af BjarniTS
flottur skrifaði:áður en ég sagði konuni upp þá lét ég hana alltaf opna umbúðir sem voru mér framandi, hún virtist hafa betra lag á því enn ég.

en eftir að hún fór þá hef ég ekki keypt einn einasata hlut sem er svona vel pakkaður inn

Leiðinlegt að heyra með ykkur hjón.
Vonandi finnur þú einhverja til að taka ramið úr pakkningunum fyrir þig.

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:31
af þorri69
ég vil nú bara segja TAKK :happy fyrir tölvulistanum, þeir létu mig hafa ný vinnsluminni án endurgjalds \:D/ =D>
það er til guð !!!

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:33
af tdog
þorri69 skrifaði:ég vil nú bara segja TAKK :happy fyrir tölvulistanum, þeir létu mig hafa ný vinnsluminni án endurgjalds \:D/ =D>
það er til guð !!!


Opnuðu þeir þau kannski fyrir þig ;) ?

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:40
af þorri69
tdog skrifaði:
þorri69 skrifaði:ég vil nú bara segja TAKK :happy fyrir tölvulistanum, þeir létu mig hafa ný vinnsluminni án endurgjalds \:D/ =D>
það er til guð !!!


Opnuðu þeir þau kannski fyrir þig ;) ?


hahaha. djö.... ég gleymdi alveg að byðja um það ég var bara svo glaður að fá ný.
en núna ættla ég nota flísatöng og nagla klippur við að ná þessu úr :megasmile

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:58
af westernd
LIKE á tölvulistann

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:59
af reyndeer
Keypti mér einu sinni headphones sem voru í loftþéttu, samansoðnu títaníum-plast umbúðum sem ég glímdi við að opna, endaði með þónokkur blóðug sár á höndunum :mad passa mig eftir það að kaupa ekki, eða forðast allavega að kaupa, dót í þannig umbúðum ](*,)

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 18:00
af beggi90
westernd skrifaði:LIKE á tölvulistann

Nákvæmlega, stóðu sig vel þarna.

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 19:17
af GuðjónR
þorri69 skrifaði:ég vil nú bara segja TAKK :happy fyrir tölvulistanum, þeir létu mig hafa ný vinnsluminni án endurgjalds \:D/ =D>
það er til guð !!!


Glæsilegt!!!

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 19:19
af worghal
mér hefur alltaf verið sagt að tölvulistinn sé með hræðilega þjónustu, en nú sé ég að þetta er svo kol rangt :D
vel gert tölvulistinn :happy :happy

Re: Er ég aumingi!

Sent: Mán 18. Apr 2011 19:27
af OverClocker
þorri69 skrifaði:ég vil nú bara segja TAKK :happy fyrir tölvulistanum, þeir létu mig hafa ný vinnsluminni án endurgjalds \:D/ =D>
það er til guð !!!

Flott þjónusta.. átti ekki von á þessu !!!