Síða 1 af 1

Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Lau 16. Apr 2011 22:53
af westernd
Ég er ekki búinn að fara yfir reglurnar hérna, en skilst að það sé bannað að pósta miklu hérna eða álíka en ég er í pínu dead line með því að kaupa tölvu, ég hef legið bæði hérna inná vaktinni.is og bland.is með notaða vél en er ekki alveg að hrífast, ég er að vísu dottinn úr þessar hröðu tækni tölva síðustu ár og er í miklum vafa hvað ég ætti að kaupa, tölvan verður notuð í mikla vinnslu og einhverja leiki,, ég tek upp dellur eins og með veffsíðugerð og graffík og tek svo túra í tölvuleiki, langar að þetta geti þjónað því og einnig verði nothæft næstum 2 árin, hérna fyrir neðan er ég með íhlutina sem ég held að séu ágætir og væri ég til að einhver af ykkur myndi segja skoðun.

Corsair 1333mhz 8gb XMS3
2TB Seagate Sata 3 64mb
Intel Core i5 2500 3.3 Ghz Quad Core
GIGABYTE GA-H67MA-UD2H-B3 SOCKET 1155/
Geforce Ti 550 1024 ddr5
Samsung S223C SATA svart = Dvd drif
Inter Tech - Energon Eps-750

Þetta er það helsta, vantar turn sem ég hef reynt að leitast eftir hérna en með engum árangri,(enda stutt síðan ég lagði auglýsinguna inn)
Þökk sé þessari síðu hef ég geta komist að því að það er hægt að stórspara með því að leita til mismunandi tölvubúða. keep it going ;)
en endilega látið skoðun ykkar í ljós, þigg bæði neikvæðar og Jákvæðar.

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Lau 16. Apr 2011 23:14
af Predator
Ef þú ert í eitthverri alvöru vinnslu þá tekuru P67 móðurborð eins og t.d. þetta hérna http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... SUS_SAB_67 en ekki H67 þar sem H67 móðurborðin bjóða ekki upp á neina yfirklukkunar möguleika. Myndi einnig mæla með því að fá þér 2500K þar sem ekki er heldur hægt að yfirklukka 2500 týpuna en K týpurnar eru með öllum möguleikum til þess, myndi einnig íhuga að fara skref upp á við og fá þér 2600K. Það að yfirklukka þessa 2 örgjörva sem ég nefndi í 4.0-4.2 GHz er algjör barnaleikur og þarf lítið annað en að breyta einni stillingu í BIOSnum til þess að ná því.

Þetta skjákort sem þú valdir þér er líka algjört rusl. Fyrir svipaðan pening færi ég í Geforce 460 GTX 1GB eða AMD Radeon HD 6850, mjög svipuð kort og ætti valið á þeim að ráðast af því hvort þú vilt AMD eða Nvidia.

Svo borgar sig alltaf að taka high quality power supply og er þá helst verið að mæla með merkjum eins og Corsair, Coolermaster eða Seasonic. Ættir einnig að skoða það að bæta við þig SSD hörðum disk.

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 09:55
af westernd
AMD eða intel?


http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... PhenX6_3,2


er þetta ekki fínn örgjörvi?

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 10:20
af Eiiki
westernd skrifaði:AMD eða intel?


http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... PhenX6_3,2


er þetta ekki fínn örgjörvi?

Jú þetta er að ég held einn besti örgjörvinn frá AMD. Færð miklu meira fyrir peninginn í rauninni ef þú ferð í AMD en ég persónulega mæli með Intel. Finnst það einhverra hluta vegna öruggari vara. Þú sérð ekki eftir því ef þú ferð í i7 2600k :) Mæli með að þú farir og verslir hann í tölvutækni þar sem þjónustan er örugg, þú færð hann á 45 þúsund þar.
Getur líka skelt þér á i5 2500K, hann er einnig mjög fínn og er u.þ.b. 15 þúsund krónum ódýrari. Keyptu þér bara fínt móðurborð og svo geturu seinna skipt út fyrir i7 2600K því þeir passa í sama socket í móðurborðinu og selt þá i5 örgjörvann :)

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 15:29
af westernd
Já ég átti einu sinni tvenna skó, eitt par af Adidas og eitt par af skóm frá hagkaup, tölvuverður verðmunur á milli en skórnir frá hagkaup fannst mér vera þægilegra. ég hef líka keypt sömu vöruna hjá hagkaup og í bónus, kostaði 89 í bónus en 283 í hagkaup. smá myndlíking, eftir mína eftirgrennslu á netinu þá held ég að skynsamlegast sé að kaupa AMD, og ekkert verra ;)

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 17:13
af ViktorS
Það er samt áhættusamt að taka noname aflgjafa, þeir eiga það til að fá skammhlaup og jafnvel eyðileggja aðra hluta tölvunnar með sér. Corsair, Cooler Master, Antec, Zalman og Fortron eru t.d. þekkt aflgjafamerki, Corsair HX serían hefur verið að gera það gott og ásamt hinum.

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 17:33
af westernd
Já, ég sé bara corsair aflgjafa hjá tölvulistanum, einhver með link á góðan aflgjafa helst ekki yfir 15.000kr (nema það séu engir góðir á 15)

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 17:47
af SolidFeather

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 17:51
af westernd
Snilld, Wow, gerði samaburð við AMD Phenom II X6 1090T og Intel Core i5 2500, hefði haldið að AMD örgjörvin væri betri en svo virðist ekki.

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 17:55
af westernd
Er einhver annar munur á þessum tveim skjákortum en kælingin (windforce)


http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 4ba013afc8

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23442

Re: Tölvukaupráð, Ráðlegging Óskast,

Sent: Sun 17. Apr 2011 18:35
af Predator
Já Gigabyte kortið kemur overclockað frá framleiðanda.