Ég er ekki búinn að fara yfir reglurnar hérna, en skilst að það sé bannað að pósta miklu hérna eða álíka en ég er í pínu dead line með því að kaupa tölvu, ég hef legið bæði hérna inná vaktinni.is og bland.is með notaða vél en er ekki alveg að hrífast, ég er að vísu dottinn úr þessar hröðu tækni tölva síðustu ár og er í miklum vafa hvað ég ætti að kaupa, tölvan verður notuð í mikla vinnslu og einhverja leiki,, ég tek upp dellur eins og með veffsíðugerð og graffík og tek svo túra í tölvuleiki, langar að þetta geti þjónað því og einnig verði nothæft næstum 2 árin, hérna fyrir neðan er ég með íhlutina sem ég held að séu ágætir og væri ég til að einhver af ykkur myndi segja skoðun.
Corsair 1333mhz 8gb XMS3
2TB Seagate Sata 3 64mb
Intel Core i5 2500 3.3 Ghz Quad Core
GIGABYTE GA-H67MA-UD2H-B3 SOCKET 1155/
Geforce Ti 550 1024 ddr5
Samsung S223C SATA svart = Dvd drif
Inter Tech - Energon Eps-750
Þetta er það helsta, vantar turn sem ég hef reynt að leitast eftir hérna en með engum árangri,(enda stutt síðan ég lagði auglýsinguna inn)
Þökk sé þessari síðu hef ég geta komist að því að það er hægt að stórspara með því að leita til mismunandi tölvubúða. keep it going

en endilega látið skoðun ykkar í ljós, þigg bæði neikvæðar og Jákvæðar.