Síða 1 af 1

Val á Motherbord

Sent: Sun 10. Apr 2011 22:06
af mundivalur
Sælir
Hvaða móðurborð er skemmtilegast fyrir Sandy B. 2600k overclocking
Hvað langar ykkur í ?
nú verður maður að uppfæra \:D/

Re: Val á Motherbord

Sent: Sun 10. Apr 2011 22:28
af Hvati
Ég mæli allaveganna með Asus p8p67 PRO :happy. Hef ekki lent í neinum vandamálum með það hingað til :). Ég borgaði þó bara 31 þús frá Buy.is, hefur hækkað nokkuð síðan þá. Hef reyndar líka heyrt góða hluti um þetta borð. Annars eru ódýrari borð að gera góða hluti líka.

Re: Val á Motherbord

Sent: Sun 10. Apr 2011 22:30
af MatroX

Re: Val á Motherbord

Sent: Mán 11. Apr 2011 20:41
af mundivalur
Já Sabertooth er helvíti flott, en útaf hverju þolir það ekki meira en 1866 mhz minni :woozy
hefur einhver prufað http://budin.is/vara/ram-ddr3-8gb-2000m ... t-cl/84486
Review http://www.techpowerup.com/reviews/Team ... 0_MHz_CL7/
:-"

Re: Val á Motherbord

Sent: Mán 11. Apr 2011 20:46
af Tiger
Gigabyte P67A-UD7 fengi/fékk mitt atkvæði, held það sé eina P67 móðurborðið í dag sem styður 2 x PCIe 2.0 x16 í dual t.d.

EVGA kemur reyndar með sitt P67 móðurborð á næstu 2 vikum og myndi ég virkilega pæla vel í að bíða smá og sjá það ef ég væri að fara að fjárfesta í P67 móðurborði í dag.

Re: Val á Motherbord

Sent: Sun 24. Apr 2011 00:05
af Kennarinn
Snuddi skrifaði:Gigabyte P67A-UD7 fengi/fékk mitt atkvæði, held það sé eina P67 móðurborðið í dag sem styður 2 x PCIe 2.0 x16 í dual t.d.

EVGA kemur reyndar með sitt P67 móðurborð á næstu 2 vikum og myndi ég virkilega pæla vel í að bíða smá og sjá það ef ég væri að fara að fjárfesta í P67 móðurborði í dag.


Hvað er að frétta af EVGA móðurborðinu, ég hef hugsað mér að kaupa Sabertooth á þriðjudaginn, ætti ég að bíða og sjá hvað EVGA borðið mun bjóða uppá umfram Sabertooth?

Re: Val á Motherbord

Sent: Sun 24. Apr 2011 00:24
af Tiger
Það eru komnar spekkur fyrir það hérna og þeir tala um að það komi strax í byrjun maí.

Veit ekki hversu þolinmóður þú ert, en ég prívat og persónulega myndi taka það umfram Sabertooth (reyndar tæki ég líka Gigabyte P67A-UD7 fram yfir það).

Bara sweet móðurborð
Mynd


Síðan er helvíti cool acessories sem fylgir með, hægt að yfirklukka í gegnum front panelinn sem fylgir með ofl.
Mynd

Hérna er smá um það sem Evga borðið hefur umfram Sabertooh borðið

Don't get me wrong the Sabertooth is a great mobo, but there a few things on the FTW that are just better, you have the code read out, the angled 24 power connector, the onboard compact flash connector, the ability to 3-way SLI, included USB 3.0 front panel and rear support, dual gigabyte lan connectors, oh AND a PCI-e molex connector to help with OCs. So far the list seems pretty nice, and the price is only $10 more than the sale sabertooth price.


Get ekki að því gert, en mér finnst þetta Sabertooh með því ljótara sem ég hef séð
Mynd

Re: Val á Motherbord

Sent: Sun 24. Apr 2011 00:26
af worghal
já sæll, þetta hlítur þá að vera aðeins dýrara en sabertooth, ég sjálfur var að spá í sabertooth, en ef þetta er littlu dýrara, þá skelli ég mér á eitt svona :o

Re: Val á Motherbord

Sent: Sun 24. Apr 2011 00:30
af Tiger
worghal skrifaði:já sæll, þetta hlítur þá að vera aðeins dýrara en sabertooth, ég sjálfur var að spá í sabertooth, en ef þetta er littlu dýrara, þá skelli ég mér á eitt svona :o


Sabertooh er á 219$ og EVGA FTW (ekki með öllum aukahlutapakkanum) er á 230$ hjá EVGA (Newegg eru alltaf ódýrara en þeir), þannig að verðið hérna heima ætti að vera svipað ef allt er eðlilegt (sem það er sjaldnast reyndar).

Re: Val á Motherbord

Sent: Sun 24. Apr 2011 00:32
af worghal
Snuddi skrifaði:Sabertooh er á 219$ og EVGA FTW (ekki með öllum aukahlutapakkanum) er á 230$ hjá EVGA (Newegg eru alltaf ódýrara en þeir), þannig að verðið hérna heima ætti að vera svipað ef allt er eðlilegt (sem það er sjaldnast reyndar).


það er þessi partur sem ég er alltaf hræddastur við á svona dóti :(
en ættla bara að vona það besta og vona að þetta verði komið rétt eftir mánaðarmót :happy