Síða 1 af 1
Bottleneck
Sent: Fim 07. Apr 2011 20:31
af krizzikagl
Sælir Félagar.
Ég var um helgina að versla mér
Móðurborð,
Vinnsluminni og
Örgjörva.
En pointið er, ég var að horfa á myndband um "bottlenecks " á Youtube og varð þá örlítið smeikur um þetta fyrirbæri að gerast hjá mér, þar sem ég nú bara með
Sparkle GTS 250.
Og spurning mín er sú, ætli þetta verði vandamál hjá mér ? (en bara svona uppá grínið, þá er ég að fara uppfæra skjákortið næstu eða þarnæstu mánaðarmót

)
Re: Bottleneck
Sent: Fim 07. Apr 2011 22:19
af dori
Í hvað ertu að nota tölvuna?
Re: Bottleneck
Sent: Fim 07. Apr 2011 23:07
af MatroX
æji þetta er eitthvað svo óþarfa þráður.
þú þarft engar áhyggjur að hafa.
Re: Bottleneck
Sent: Fim 07. Apr 2011 23:11
af Eiiki
Þetta er mjög flott setup

Eina er kannski að betrumbæta skjákortið ef þú ert í eitthvað hardcore gaming. Svo þarftu stærra vinnsluminni ef þú ert í mikilli mynd- eða hljóðvinnslu en þetta setup er mjög flott og þarft engar áhyggjur að hafa myndi ég halda.

Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 00:33
af Bioeight
Ég sló inn "bottlenecks" á youtube.com og fékk
The Bottlenecks. Það er rétt hjá þér að hafa áhyggjur, ég fékk hroll meira að segja.
Mjög flott móðurborð og örgjörvi hinsvegar

Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 04:15
af KristinnK
Ja, í leikjaspilun er skjákortið nær alltaf hinn takmarkandi þáttur, sérstaklega með svona flottann örgjörva. En GTS 250 er ekki beinlínis lélegt skjákort, þótt það sé ekki lengur það nýjasta. Nema þú viljir spila nýjustu leikina með grafíkina bókstaflega í botni þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af einhverju bottle-neck.
Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 06:28
af Krisseh
Varstu búinn að pæla eitthvað á milli ASUS P8P67-M PRO MATX og ASUS P8P67 ATX?
Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 07:27
af krizzikagl
neeeiiii, hver er munurinn ?

Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 10:42
af Krisseh
krizzikagl skrifaði:neeeiiii, hver er munurinn ?

ASUS P8P67-M PRO MATX
http://www.asus.com/product.aspx?P_ID=iT2FJPCMOGBHClu4Líklega fleiri tengimöguleikar
ASUS P8P67 ATX
http://www.asus.com/product.aspx?P_ID=Qx3PdnZI9Pq9BcIUMiklu meiri "Overclocking Features"
Ég hefði valið annað hvort ASUS Sabertooth P67 / ASUS P8P67 Pro/Deluxe eða Gigabyte P67A-UD4[<--- love it]
þar sem það kostar bara 5.000 Kr - 10.000 Kr meir sem er mun hentugara fyrir 2500K sem þú valdir, Overclock features through the roof..
Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 12:32
af krizzikagl
veit ekki alveeeg sko, kominn vika síðan ég pantaði frá buy.is og er búin að borga, en fæ þetta allt í næstu viku. Er eitthvað agalegt vesen með MATX borðið ?

Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 14:25
af SolidFeather
Það er ekkert að því.
Re: Bottleneck
Sent: Fös 08. Apr 2011 14:34
af JohnnyX
MatroX skrifaði:æji þetta er eitthvað svo óþarfa þráður.
þú þarft engar áhyggjur að hafa.
Engan veginn óþarfur ef hann er ekki fróður á þessu sviði.
Annars myndi ég uppfæra skjákortið ef að þú ert í einhverjum harðkjarna leikjum.