Síða 1 af 1

Pælingar varðandi kælingar.

Sent: Fim 07. Apr 2011 20:12
af hangikjet
Þegar maður er að íhuga skjákortakaup, hvað ætti maður að láta kælinguna á skjákortinu hafa mikil áhrif á valið?

Til dæmis eru til tvær mismunandi útgáfur af skjákorti sem ég er að gæla við að kaupa mér. Annað er með einhverjum kassa í kringum sig, en hitt er bert og með helling af viftum.

http://www.buy.is/product.php?id_product=9201029
http://www.buy.is/product.php?id_product=9207836

Re: Pælingar varðandi kælingar.

Sent: Fim 07. Apr 2011 20:23
af Zpand3x
Fyrra kortið er gamalt verð .. Seinna er með mjög góðri kælingu.

En fyrst þú ert til í að borga ca. 40K fyrir skjákortið þá myndi ég mæla með týpunni fyrir ofan, þ.e. ATI HD6950 á 40.990 kr.
Og svo geturðu reynt að flassa það í HD6970 sem er selt á 54 þús en er basicly sama kortið, allavega góðar líkur á því að það virki.

edit:
meira um unlockið á 6950 :P
http://www.youtube.com/watch?v=zvp5-SlV1Q0

Re: Pælingar varðandi kælingar.

Sent: Fim 07. Apr 2011 20:27
af GullMoli
Ég botna ekkert í þessum svakalega verðmuni á kortunum, þau eru nákvæmlega eins nema Gigabyte kortið er með örlítið hærra core clock og með, að virðist vera, mun betri kælingu.

Aftur á móti blæs Powercolor kortið mestum hitanum út um afturhliðina í staðin fyrir að dreifa honum bara um inní turninum. Þú þarft hinsvegar ekkert að hafa áhyggjur af því þar sem þú ert með góðan turn :P


Annars hitna þessi Ati kort ekkert það alvarlega að þú þurfir að hafa áhyggjur af kælingunni, sérstaklega ef þú ert að spara í kaupum þá skaltu bara taka það ódýrasta :)

Re: Pælingar varðandi kælingar.

Sent: Lau 23. Apr 2011 16:34
af vidirz
Ég myndi bara safna aðeins meiri pening og kaupa síðan Ati 6970 :happy það er bara svo mikið betra skjákort.
Er sjálfur að fara að gera það næst þegar ég á pening