Síða 1 af 1

Skjákorts uppfærsla E8500 bottleneck?

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:42
af Lexinn
Góðan daginn!


Jæja, það er vél hérna á heimilinu sem væri gaman að henda nýju skjákorti í.

Hún er núna með GTX260 sem hefur jú, reynst mjög vel hingað til.

Mig langar svolítið að henda í hana einhverju flottu korti, en málið er það að örgjörvinn er jú bara tvíkjarna og orðinn svolítið gamall.

Þannig ég var að velta því fyrir mér hverju maður ætti að henda í hana? Líkar við GTX460, en bottleneck-ar örgjörvinn ekki kortið?

Annað kort sem þið mynduð mæla með? HD 6850? Gæti ég farið í HD6870 eða hærra NVIDIA kort án þess að bottleneck-a?

Örgjörvinn er @ stock, þar sem ég hef enga kunnáttu í að yfirklukka. Myndi ég geta hent í hann einhverju betra korti í ef örgjörvanum væri komið í, 3.6-4Ghz?
Einhver sem hefur áhuga á að yfirklukka fyrir smá aur?


Specs:

P5Q Pro móðurborð
4GB 2x2@800mhz
E8500 @ stock
GTX260 896MB


Bíð spenntur eftir svörum,
kveðja Lexinn!

Re: Skjákorts uppfærsla E8500 bottleneck?

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:44
af HelgzeN

Re: Skjákorts uppfærsla E8500 bottleneck?

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:54
af Lexinn


Þessi er rosalega djúsí, en E8500.. nýti ég kortið eitthvað?

Re: Skjákorts uppfærsla E8500 bottleneck?

Sent: Fim 07. Apr 2011 19:13
af bAZik
Örgjörvinn er flöskuháls með þetta kort, já.

http://www.youtube.com/watch?v=TGdo75gasaQ

Re: Skjákorts uppfærsla E8500 bottleneck?

Sent: Fim 07. Apr 2011 20:22
af MatroX
hentu honum bara í 4ghz þá ætti þetta ekki að vera vandarmál :sleezyjoe

Re: Skjákorts uppfærsla E8500 bottleneck?

Sent: Fim 07. Apr 2011 20:27
af Lexinn
MatroX skrifaði:hentu honum bara í 4ghz þá ætti þetta ekki að vera vandarmál :sleezyjoe


heoheo! Sagði bara svona, vakti allavega athygli þína og frítt bump :happy

Tölvan er með fínustu kælingu, sá sem setti hana saman fyrir mig lagði mikið upp úr að hafa gott loftflæði/kælingu svo það er mjög fín kæling.

Svo er tölvan í þessum fína kassa, Antec P182 og hefur allt runað íííííískallt!

Hvað er fólk að setja svona örgjörva í? Er bara kominn tími til að skipta út örgjörvanum (öllu saman þá) þar sem þetta er frekar old og kannski ekki hægt að bæta skjákortið?