Síða 1 af 1

Bluetooth í Dell XPS M1330

Sent: Mið 06. Apr 2011 22:15
af arnifridriks
Mig vantar smá upplýsingar frá einhverjum sem eitthvað veit um tölvuna mína. Hún er Dell XPS M1330 árg. 2008.
Ég hef reynt hvað eftir annað að "installa" bluetooth mús við tölvuna en ekkert gengið. Handbókin segir mér að ég þurfi að kveikja á bluetooth í tölvunni, en ég hef ekki enn fundið staðinn til að kveikja á því.
Veit einhver hvort bluetooth sé staðalbúnaður í þessum tölvum eða hvort maður þarf að kaupa það sérstaklega? Mér þætti mjög vænt um að fá svör frá einhverjum sem vita meira um þetta heldur en ég.

Kv. Árni

Re: Bluetooth í Dell XPS M1330

Sent: Mið 06. Apr 2011 22:35
af lukkuláki
Eitthvað nýtt ? Varstu að strauja eða hefurðu aldrei þurft að nota þetta áður ?

Það er bluetooth í þessum vélum held alveg örugglega öllum.

Kemur bluetooth ljós við hliðina á power takkanum ?
Mynd

Kemur bluetooth merkið í horninu niðri ?
Mynd
Ef iconið er þar þá þarftu að hægri klikka á það og add device eða find device

Ef það kemur ekki þá þarftu sennilega að setja upp drivera.

Í þessum vélum er það þannig að ef það er kveikt á wireless þá er kveikt á bluetooth og öfugt.

Takkarnir eru á hægri hlið vélarinnar
Mynd

Re: Bluetooth í Dell XPS M1330

Sent: Mið 06. Apr 2011 22:37
af Klaufi
Ertu með vista sem kom með vélinni ennþá?

Re: Bluetooth í Dell XPS M1330

Sent: Fim 07. Apr 2011 08:25
af arnifridriks
Það kemur ekkert ljós við hliðina á power takkanum og ekkert merki niðri í horninu hægra megin. Ég hef aldrei getað kveikt á bluetooth í tölvunni en þráðlausa netið hefur alltaf virkað eins og það á að gera.
Tölvan var tekin í gegn síðasta haust og stýrikerfinu (Vista) skipt út fyrir Windows 7.
Árni

Re: Bluetooth í Dell XPS M1330

Sent: Fim 07. Apr 2011 09:35
af Klaufi
arnifridriks skrifaði:Það kemur ekkert ljós við hliðina á power takkanum og ekkert merki niðri í horninu hægra megin. Ég hef aldrei getað kveikt á bluetooth í tölvunni en þráðlausa netið hefur alltaf virkað eins og það á að gera.
Tölvan var tekin í gegn síðasta haust og stýrikerfinu (Vista) skipt út fyrir Windows 7.
Árni


Ætla að skjóta á driver vesen..

Ég á svona vél og henti upp Win 7 og það komu allir driverar, þ.a.m. Bluetooth, sjálfkrafa eftir uppsetningu.

Systir mín hinsvegar lenti í því að þurfa að sækja bluetooth driverin sjálf útaf svipuðu vandamáli, ég fékk vélian og ég man ekki hvort ég leysti þetta eða hvort við slepptum þessu.

Rámar eitthvað í að ég hafi hent upp Vista 64bit driverunum á vélina og þetta hafi virkað þá. Það var aldrei gefin út win7 driver fyrir þetta.