Síða 1 af 1
Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 21:57
af radrag
Sælir.
Mig vantar aðstoð vegna vankunnáttu. Ég hef verið með Zalman 5.1 eða 7.1 heyrnatól í mörg ár, en nú er búið að skemma þau fyrir mér. Ég nota ekki hátalara við tölvuna og vantar góð heyrnatól sem geta skilað surround hljóði (5.1/7.1) .
En eftir að hafa skoðað það sem er til sölu sé ég einstaklega fá heyrnatól merkt sérstaklega 5.1/7.1 og hef ekki vit á þessu.
Geta t.d. Sennheiser HD 555 heyrnatólin skilað surround hljóði í eyru eða verða tólin að vera 5.1/7.1?
Fyrirfram þökk.
P.s. er ekki með sérstakt hljóðkort. Nýti móðurborðið (msi 770-C45) með Realtek HD Audio.
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 22:41
af SolidFeather
5.1 headset eru drasl.
Fáðu þér sennheiser 555
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 22:43
af radrag
Jamm, takk en gæti e-r góður frætt mig um þetta.
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 22:50
af dori
Surround heyrnartól eru bara ekkert rosalega góð hugmynd. Ef þú skoðar það sem þú hlustar á er líka mjög fátt af því sem er virkilega hannað fyrir surround og þ.a.l. ennþá minna sem þú "græðir" á þessu.
Fyrir utan það eru surround heyrnartól yfirleitt ekki jafn góð og stereo. Fáðu þér góð Sennheiser eða álíka (ég get ekki mælt með Bose btw.). Eitthvað merki sem er að framleiða "alvöru hljóðbúnað" og það mun verða það besta sem þú færð. Þú heyrir klárlega mun (á jákvæðan hátt) ef þú ferð úr þessu sem þú varst með yfir í HD 555.
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 22:54
af Klaufi
SolidFeather skrifaði:5.1 headset eru drasl.
Fáðu þér sennheiser 555
Ég er sammála þessum ræðumanni.
Þýðing= "x2"
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 23:00
af ViktorS
Er nýbúinn að kaupa Sennheiser HD555 og gæti ekki verið sáttari.
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 23:31
af radrag
Þakkir. En svo ég skýri nánar. Ég er ekki sérstaklega að nota heyrnatólin til að hlusta á tónlist eða kvikmyndir. Þetta er bara spurning um leiki. Mig vantar fróðleik um hvort ég geti náð surround effectum með t.d. Sennheiser (þar sem ég hef eingöngu notað þessi 5.1 tól mín) eða hvort þessir effectar koma eingöngu fram í 5.1 tólum.
Ég er mjög hrifin af surround hljóði í leikjum, mér finnst frábært að geta heyrt þegar e-r er að læðast fyrir aftan mig. Ég er meðvitaður um gæðamun á tólum en mig vantar að einhver góður geti útskýrt þetta fyrir mig.
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 23:43
af dori
radrag skrifaði:Þakkir. En svo ég skýri nánar. Ég er ekki sérstaklega að nota heyrnatólin til að hlusta á tónlist eða kvikmyndir. Þetta er bara spurning um leiki. Mig vantar fróðleik um hvort ég geti náð surround effectum með t.d. Sennheiser (þar sem ég hef eingöngu notað þessi 5.1 tól mín) eða hvort þessir effectar koma eingöngu fram í 5.1 tólum.
Ég er mjög hrifin af surround hljóði í leikjum, mér finnst frábært að geta heyrt þegar e-r er að læðast fyrir aftan mig. Ég er meðvitaður um gæðamun á tólum en mig vantar að einhver góður geti útskýrt þetta fyrir mig.
Það að heyra hvort einhver er að læðast aftan að þér er ekki algjörlega surround effect. Prufaðu virtual barbershop með "venjulegum" stereo heyrnartólum.
Re: Aðstoð með 5.1/7.1 heyrnatól
Sent: Mán 04. Apr 2011 23:54
af Godriel
Elska 3d sound
hér eru Geðveikt góð sem ég hef prufað og svo eru það
Þessi sem ég hef hefði ekkert á móti því að prufa og svo eru þessi
hérna að fá góða dóma

vona að þetta hjálpi