Síða 1 af 1

3 Skjáir á sama skjákorti

Sent: Mið 30. Mar 2011 02:33
af Carragher23
Kvöldið. Er í smá vandræðum með svolítið.

Er s.s. með Gigabyte HD5770 1GB skjákort og hef alltaf verið með tölvuskjáinn ( dvi úr tölvunni, hdmi á skjánum ) + 52" flatskjá ( hdmi í hdmi )

Var svo að bæta við 3 skjánum ( dvi í dvi ) og ég næ ekki að láta þá alla virka í einu. Bara 2. Er það kannski bara eina lausnin ?

2. er Benq, nýji skjárinn.
3. Er aðalskjárinn
1. Er Sjónvarpið

Mynd

Þetta eru valmöguleikarnir sem ég fæ.

Mynd

Ef ég fer í númer 1. og vel extend desktop to this display þá kemur "unable to save these display settings"

Re: 3 Skjáir á sama skjákorti

Sent: Mið 30. Mar 2011 02:46
af FuriousJoe
Ef mig minnir rétt þarftu að hafa 3'ja skjáinn tengdann við display port eða secondary skjákort.
Ertu með annaðhvort ?


Edit: Sá að þú tókst framm "Gigabyte HD5770 1GB"

S.s það er display port á því korti, þá ætti þessi græja að bjarga þér.

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=25059


Edit2: Það virkar bara að hafa 2 skjái á kortinu þar sem kortið hefur ekki nægilegt rafmagn til að powera 3'ja signalið minnir mig, þessvegna virkar það bara í gegnum active display port (sérð USB tengið, það powerar s.s signalið)
Hin leiðin er að fá auka skjákort.

Re: 3 Skjáir á sama skjákorti

Sent: Mið 30. Mar 2011 02:47
af halli7
Þarftu ekki að stilla þetta i Ati catalyst forritinu?

Re: 3 Skjáir á sama skjákorti

Sent: Mið 30. Mar 2011 08:14
af Predator
Getur bara tengt 2x DVI + Displayport eða 1x DVI 1x HDMI + Displayport, þriðji skjárinn þarf alltaf að vera tengdur í Displayport.

Re: 3 Skjáir á sama skjákorti

Sent: Mið 30. Mar 2011 11:01
af Steini B
Maini skrifaði:Ef mig minnir rétt þarftu að hafa 3'ja skjáinn tengdann við display port eða secondary skjákort.
Ertu með annaðhvort ?


Edit: Sá að þú tókst framm "Gigabyte HD5770 1GB"

S.s það er display port á því korti, þá ætti þessi græja að bjarga þér.

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=25059


Edit2: Það virkar bara að hafa 2 skjái á kortinu þar sem kortið hefur ekki nægilegt rafmagn til að powera 3'ja signalið minnir mig, þessvegna virkar það bara í gegnum active display port (sérð USB tengið, það powerar s.s signalið)
Hin leiðin er að fá auka skjákort.

Það er akkúrat þetta stykki sem þig vantar.

Er með 5770 og fékk mér svona frá tölvutek, virkar mjög vel :happy

Re: 3 Skjáir á sama skjákorti

Sent: Mið 30. Mar 2011 14:39
af Carragher23
Þakka kærlega fyrir hjálpina. Fer og versla svona displayport við tækifæri :)