Síða 1 af 1
Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 13:14
af sunna22
Góðan daginn ég er að fara gefa skjá í fermingjagöf. Og er búin að skoða mikið. Lýst vel á þennan hjá ejs (
http://www.ejs.is/fermingar/index.html). En þeir eru svoltið dýrari en annars staðar en Dell vörurnar eru mjög góðir. Svo er ég búin að skoða marga hér á síðuni (
http://www.vaktin.is/index.php?action=p ... lay&cid=12). Hvað myndu þið mæla með. Hann er mikið tölvuleikja-kall. Hann er með einn HLÚNK ELDGAMLAN TÚBUSKJÁ. Þannig að ég held að hann sé opin fyrir öllu.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 13:22
af Klaufi
Daginn,
Ég held að flestir hérna séu sammála mér að þessi sé málið:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1901Veit um allavega fjóra hérna, ég meðtalin, sem eigum svona og allir erum við fáránlega ánægðir með þá.
Það sem heillaði mig við þennan skjá er að það er ótrúlega flott mynd á honum, stór plús fannst mér að það er gler yfir honum sem gerir þrif mjög einföld.
Einnig er þriggja ára ábyrgð og hún gildir líka yfir dauða pixla.
Mæli með því að fara upp í Tölvutækni og skoða hann, ég hef ekki ennþá fundið neikvæt atriði, en þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvað skjárinn má kosta.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 13:57
af sunna22
Hann má helst ekki kosta meira en þessi sem þú bentir á. Ég hef þennan í huga. En eru fleiri sem koma til greina. Öll ráð vel þeigin.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:03
af Benzmann
ég er sammála klaufa í þessu með þennan samsung skjá.
mjög góður endingatími í Samsung skjáunum finnst mér.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:04
af tdog
benzmann skrifaði:ég er sammála klaufa í þessu með þennan samsung skjá.
mjög góður endingatími í Samsung skjáunum finnst mér.
Hef sömu sögu af segja um Samsung, góð ending og gæði fyrir peninginn.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:15
af Eiiki
Ef drengurinn er að spila CS þá er ekki að ástæðulausu að hann sé með stórann túbuhlunk, þeir eru bestir fyrir þann leik nema þú ættlir að kaupa þér Benq skjá á 70 þúsund. Það er einfaldlega vegna þess að túburnar ná 100Hz

Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:22
af Baldurmar
Eiiki skrifaði:Ef drengurinn er að spila CS þá er ekki að ástæðulausu að hann sé með stórann túbuhlunk, þeir eru bestir fyrir þann leik nema þú ættlir að kaupa þér Benq skjá á 70 þúsund. Það er einfaldlega vegna þess að túburnar ná 100Hz

Þá ætti hann nú að verða ennþá ánægðari með aukaskjáinn sinn

Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:31
af hsm
klaufi er með þetta 100%
Er sjálfur með 2 Samsung skjái og þar á meðal þennan sem hann bendir á. Fyrir utan það þá færð þú held ég ekki betri ábyrgð á skjám en hjá tölvutækni.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:42
af Glazier
Samsung er klárlega málið !

Og þessi sem klaufi bendir á hefur verið að reynast mönnum vel miðað við það sem maður les á netinu.. dauðlangar í þennan skjá
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:54
af sunna22
Ég þakka öll ráðin. Ég kannski slæ til og kaupi þennan Samsung skjá hjá tölvutækni. Úr því allir mæla með því. Verð nú samt að segia eitt findið. Ég sendi fyrirspurn annars staðar á netinu. Og þar bauðst mér að kaupa 2 ára 19"skjá samsung á 30 þús. Finnst hálf hallari að kaupa notaðan og þar af 2 ára efast um að það hafi verið mikið eftir af ábyrðini. Samt ansi finndið.

Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 14:56
af Glazier
sunna22 skrifaði:Ég þakka öll ráðin. Ég kannski slæ til og kaupi þennan Samsung skjá hjá tölvutækni. Úr því allir mæla með því. Verð nú samt að segia eitt findið. Ég sendi fyrirspurn annars staðar á netinu. Og þar bauðst mér að kaupa 2 ára 19"skjá samsung á 30 þús. Finnst hálf hallari að kaupa notaðan og þar af 2 ára efast um að það hafi verið mikið eftir af ábyrðini. Samt ansi finndið.

Líka allt of hátt verð..
Hægt að fá notaða full HD 22" skjái á 15-20 þús.
En svona tips til þín þá er það ekki vinsælt að fá notaðann skjá í fermingargjöf held ég
Annars tæki ég klárlega Samsung skjáinn sem klaufi bendir á

Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Þri 29. Mar 2011 16:20
af ingisnær
Eiiki skrifaði:Ef drengurinn er að spila CS þá er ekki að ástæðulausu að hann sé með stórann túbuhlunk, þeir eru bestir fyrir þann leik nema þú ættlir að kaupa þér Benq skjá á 70 þúsund. Það er einfaldlega vegna þess að túburnar ná 100Hz

x2
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 10:02
af sunna22
Góðan daginn jæja þá er komin niðurstaða í þessum skjákaupum. Ég þekki man sem þekkir man sem vinnur hjá ejs. Og gét feingið þennan skjá á 32þús.(
http://www.ejs.is/Pages/1006/itemno/ST2320L). Ég tel þetta góð kaup. (Fyrir maneskju sem er á bótum og hefur ekki mikið af norddöllum). Ég var að spjalla við föður dreingsins sem á að fermast og hann sagði. Hann myndi vera MJÖG SÁTTUR við þennan skjá. Sá gamli væri svo lélegur orðin að það vissar kúnstir til kveikja á honum.

Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 10:07
af Benzmann
sunna22 skrifaði:Góðan daginn jæja þá er komin niðurstaða í þessum skjákaupum. Ég þekki man sem þekkir man sem vinnur hjá ejs. Og gét feingið þennan skjá á 32þús.(
http://www.ejs.is/Pages/1006/itemno/ST2320L). Ég tel þetta góð kaup. (Fyrir maneskju sem er á bótum og hefur ekki mikið af norddöllum). Ég var að spjalla við föður dreingsins sem á að fermast og hann sagði. Hann myndi vera MJÖG SÁTTUR við þennan skjá. Sá gamli væri svo lélegur orðin að það vissar kúnstir til kveikja á honum.

þessir virkar fínt líka, víst þú færð hann eithvað ódýrara, + það er 3ja ára ábyrgð á honum hjá EJS
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 10:33
af DJOli
Ég tel það klárt mál að á sumum bæjum verði fermingarbörn ánægðari en annarsstaðar

Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 10:55
af Eiiki
sunna22 skrifaði:Góðan daginn jæja þá er komin niðurstaða í þessum skjákaupum. Ég þekki man sem þekkir man sem vinnur hjá ejs. Og gét feingið þennan skjá á 32þús.(
http://www.ejs.is/Pages/1006/itemno/ST2320L). Ég tel þetta góð kaup. (Fyrir maneskju sem er á bótum og hefur ekki mikið af norddöllum). Ég var að spjalla við föður dreingsins sem á að fermast og hann sagði. Hann myndi vera MJÖG SÁTTUR við þennan skjá. Sá gamli væri svo lélegur orðin að það vissar kúnstir til kveikja á honum.

Samsung skjárinn sem Klaufi benti þér á er þónokkuð betri ef þú skoðar viðbragðstíma sem eru 2ms á honum sem stendur fyrir 2 millísekúndur sem er það sem tölvuleikjastrákar óska eftir. Mikill munur er á 5ms og 2ms
Lægra er betraEinnig er birtan betri á samsung skjánum frá tölvutækni, DELL skjárinn er með 250CD/M á meðan samsung skjárinn er með 300CD/M.
Hærra er betraEn ég get ekki alveg svarað þessu með skerpuna á skjánum, ég ætla að gefa einhverjum góðvirkum vaktara að svar aþví fyrir mig.
Svo að þessi 15 þúsund kall sem þú ætlar að spara með DELL skjánum borgar sig ekki

Plús það að þú munt gera drenginn talsvert ánægðari!
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 11:29
af Lallistori
Eða jafnvel skella sér á
þennann hér víst þú ert komin í þennann verðflokk.
Er sjálfur með svona skjá og gæti ekki verið ánægðari með hann

Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 11:42
af flottur
Enn er ekki samt málið að hafa LED skjá?
Það var ekki búið að koma fram hvort drengurinn er mikið í leikjum eða eigum við bara að gefa okkur það að hann sé mikið í leikjum?
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 11:50
af lukkuláki
flottur skrifaði:Enn er ekki samt málið að hafa LED skjá?
Það var ekki búið að koma fram hvort drengurinn er mikið í leikjum eða eigum við bara að gefa okkur það að hann sé mikið í leikjum?
Það ætti nú að duga að lesa upphafsinnleggið !
"Hann er mikið tölvuleikja-kall."
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 11:55
af Klaufi
flottur skrifaði:Enn er ekki samt málið að hafa LED skjá?
Það var ekki búið að koma fram hvort drengurinn er mikið í leikjum eða eigum við bara að gefa okkur það að hann sé mikið í leikjum?
LED er stórlega ofmetið þegar skjáir notast bara við LED baklýsingu.
Ekki nema þú viljir spara aðeins á rafmagnsreikningnum..
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 13:11
af vesley
klaufi skrifaði:flottur skrifaði:Enn er ekki samt málið að hafa LED skjá?
Það var ekki búið að koma fram hvort drengurinn er mikið í leikjum eða eigum við bara að gefa okkur það að hann sé mikið í leikjum?
LED er stórlega ofmetið þegar skjáir notast bara við LED baklýsingu.
Ekki nema þú viljir spara aðeins á rafmagnsreikningnum..
Losnar hinsvegar við "backlight bleeding" og LED geta verið bjartari og með skarpari liti.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 13:24
af flottur
lukkuláki skrifaði:flottur skrifaði:Enn er ekki samt málið að hafa LED skjá?
Það var ekki búið að koma fram hvort drengurinn er mikið í leikjum eða eigum við bara að gefa okkur það að hann sé mikið í leikjum?
Það ætti nú að duga að lesa upphafsinnleggið !
"Hann er mikið tölvuleikja-kall."
Hahahahahaha það fór alveg fram hjá mér, en fyrst hann er mikið í leikjum þá liggur það kannski augum uppi að vera eltast við 2ms svartíma.
Eru þið þá að segja að led kemur sér vel að notum í að horfa á myndir en eru ekkert spes í leikjum?
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 14:53
af ViktorS
flottur skrifaði:Enn er ekki samt málið að hafa LED skjá?
Það var ekki búið að koma fram hvort drengurinn er mikið í leikjum eða eigum við bara að gefa okkur það að hann sé mikið í leikjum?
LED er aðallega gott í ef það þarf að spara rafmagn og er því langbest á fartölvuskjáum.
Re: Skjár í fermingjagjöf
Sent: Lau 02. Apr 2011 15:14
af bulldog
Ég er sammála !!! ég á einn svona æðislegur skjár.
klaufi skrifaði:Daginn,
Ég held að flestir hérna séu sammála mér að þessi sé málið:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1901Veit um allavega fjóra hérna, ég meðtalin, sem eigum svona og allir erum við fáránlega ánægðir með þá.
Það sem heillaði mig við þennan skjá er að það er ótrúlega flott mynd á honum, stór plús fannst mér að það er gler yfir honum sem gerir þrif mjög einföld.
Einnig er þriggja ára ábyrgð og hún gildir líka yfir dauða pixla.
Mæli með því að fara upp í Tölvutækni og skoða hann, ég hef ekki ennþá fundið neikvæt atriði, en þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvað skjárinn má kosta.