Síða 1 af 1
64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 14:53
af IL2
Var að finna hérna úti 64gb Kingston Now 100 V disk. Ég á eftir að skoða hann betur, en líklega er þetta fyrsta serian af þeim.
Ég er að velta fyrir mér að skella mér á hann,aðallega útaf verðinu sem er 5.000.
Ég geri mér fulla grein fyrir að hann er hvorki sá nýjasti eða hraðasta en þetta verð er (held ég) er brandari.
Þarf að fara aftur á morgun og sjá serial nr. á honum.
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 14:55
af SolidFeather
Ok
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 15:05
af GullMoli
Ég hélt fyrst að þú hefðir fundið diskinn úti á götunni einhversstaðar og ætlaðir að leita af eigandanum

endilega skella sér á þetta ef þetta er svona ódýrt haha.
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 15:29
af Pisc3s
Nenniru þá ekki að grípa einn fyrir mig?

Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 15:30
af Zethic
SolidFeather skrifaði:Ok
Ertu nokkuð Jónína Ben?
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 16:36
af Eiiki
SolidFeather skrifaði:Ok
x2
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 17:07
af IL2
Skal fara á morgun í Tukom og athuga með birgðastöðu og hvort verðið sé ekki rétt.
Spurning hvort það sé þessi?
http://openbenchmarking.org/reviews/10904
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 17:09
af Klaufi
Ég skal borga þér 5k og Stóran thule fyrir einn svona..
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mán 28. Mar 2011 17:35
af IL2
Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum EKKI að tala um nýjustu SSD kynslóðir. Ég veit ekki einu sinni hvort hann styður Trim eða ekki.
Verðið á nýjustu SSD diskunum hér (Asía) er einhverstaðar á milli USA og heima.
Það getur verið vandamál að koma með marga hluti með sér ef maður er stoppaður einhverstaðar á leiðinni.
p.s Annars átti þessi þráður að vera um hvernig þessi diskur væri en ekki söluþráður frá mér.
http://www.computeandmore.com/index.phpTælensk síða með verðum. Þessi diskur sem ég er að tala um er á 1.250
p.p.s Er að fara út á lífið og verð ekki á netinu fyrr en eftir 16.00 íslenskum tíma.
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mið 30. Mar 2011 15:09
af IL2
Fór aftur í mollið og þá nátúrulega búið að hækka allt og enginn kannaðist við neitt annað verð.
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mið 30. Mar 2011 15:11
af audiophile
Þetta eru ekki góðir diskar. Þeir eru með gamla jmicron controllernum.
Re: 64 gb SSD Diskur
Sent: Mið 30. Mar 2011 17:05
af Zpand3x
Ætli þetta hafi verið tilboð í tilefni af því að verið þeir voru að gefa út firmware update fyrir galla á disknum þennan dag
http://www.overclock3d.net/news/storage/kingston_v100_ssd_firmware_update/1