Síða 1 af 1
Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 17:35
af Predator
Já er með tölvuna í undirskrift. Það virkaði allt fínt á fimmtudaginn með ATI 5870 korti sem ég var að nota, svo tók ég það úr á fimmtudagskvöldið og skipti því á móti ATI 6850 á föstudeginum. Þegar ég kom heim og skellti nýja kortinu í tölvuna vill hún ekki ræsa sig, gefur mér upp beep kóða um að eitthvað sé að skjákortinu og eftir það endurræsir hún sig endlaust.
Svo ég fór með kortið í Kísildal þar sem þeir prófuðu það á 2 mismunandi tölvum og þar virkaði allt eins og skildi. Svo ég hugsaði að ég hlyti bara að hafa klúðrað einhverju í gær svo ég fór heim og keypti annað svona kort af þeim vegna þess að ég ætlaði að fara í Crossfire. En núna eftir að hafa prófað bæði kortin í tölvunni gerist það sama og skiptir engu máli hvort kortið ég nota.
Ég er með 700W PSU sem var að keyra ATI 5870 og Geforce 8800 GTX SLI setup á undan því svo að það á ekki að vera vandamálið. Ég er búinn að prófa að reyna að ræsa með bara 1 RAM kubb í en það breytir engu, er líka búinn að taka alla HDD úr sambandi og reseta CMOS og það gengur ekkert.
Ef þið hafið lent í einhverju svipuðu eða dettur eitthvað í hug sem ég hef ekki prófað megiði endilega deila því með mér.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 19:27
af Bioeight
Þetta bendir allt til þess að þetta sé power problem en af því að þú varst með 5870 í vélinni áður þá er vandamálið varla PSU-ið. Ég myndi athuga allar power snúrurnar og þá sérstaklega 8 pinna tengið við cpu-ið. Ef þú fiktaðir ekkert í þeim þá er þetta ólíklegt en það er viðurkennd viðgerðaraðferð að taka þær úr sambandi og setja í samband aftur.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 20:36
af Predator
Já var ekkert búinn að fikta í þeim en prófaði samt að rífa 24-pin og 8-pin tengin úr sambandi og setja þau aftur í samband, varð því miður engin breyting :/ Einhvað annað sem þér dettur í hug?
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 21:15
af BjarniTS
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 21:28
af Predator
Nei ég tengdi allt rétt, 6-pin tengið var í kortinu og kortið virkar fínt í öðrum tölvum og fyrir utan það þá gerði ég þetta einu sinni að setja tölvu í gang sem ég gleymdi að tengja 6-pin tengið í skjákortið og henni varð nú ekki meint af. Það fer líka allt í gang hjá mér, allar viftur snúast og harðir diskar fara af stað.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 21:54
af Bioeight
Mátti reyna
En ef vélin POST-ar ekki og gefur error beeps þá eru líklegustu sökudólgarnir PSU og móðurborð. Hvaða beep error code kemur?
Ertu viss um að það hafi tekist að cleara CMOS? Ef þú ert ekki 100% þá hamast meira á því, taka tölvuna úr sambandi og tengja clear CMOS jumperinn í nokkrar sekúndur og stilla svo til baka, prófa síðan að taka batteríið úr.
Búinn að prófa að setja kortið í hina PCI-Express raufina?
Annars væri ég búinn að prófa að tengja annað PSU við setupið bara til að útiloka að það sé vandamálið algjörlega svo það væri ekki að þvælast fyrir. Ef það er ekki í boði þá er hægt að checka á hvort einhver tengi hafi gefið sig 6 pin eða 8 pin með því að próf þau öll. Líklega væri vandamálið sem BjarniTS er að benda á útilokað með því að setja annað skjákort í vélina sem er vitað að virkar. Þá er bara móðurborðið eftir og BIOS.
Ég hef lent í allskonar svona vandamálum, oftast hefur vandamálið verið ónýtt PSU eða bilað tengi á PSU, í öðru sæti er clear CMOS, í þriðja sæti er að flasha móðurborðs BIOS en þar sem þitt móðurborð er glænýtt þá er ekki til neinn nýrri sýnist mér og ólíklegt að það sé vandamálið.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 21:58
af Predator
Er búinn að cleara CMOS bæði með jumpernum og með því að taka batterýið úr. PSUið virkaði líka fínt daginn áður og var að keyra orkufrekara skjákort þá svo það er í lagi. Mér sýnist móðurborðið vera sökudólgurinn í þessu, hef verið að googla það og Gigabyte hafa víst lent í svona reboot loopu veseni með eldri móðurborð hjá sér ásamt því að einhverjir hafa verið að lenda í þessari loopu með akkúrat eins borð og ég er með, ætli ég verði ekki bara að fara með það upp í tölvutækni og fá nýtt.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 22:26
af Bioeight
Þegar vélar POSTa ekki þá er þetta oftast bara útilokunaraðferðin hægt og rólega prófuð áfram. Þetta reboot loop sem fólk er að lenda í hljómar eins og primary BIOS hafi failað og tölvan noti þá backup BIOS sem failar líka. Ef backup BIOS hefur verið gallaður þá er það líklega unrecoverable, en ég get ekki sagt til um það á þessu stigi hvort það sé málið þó það sé alveg mögulegt. Ég er kannski líka þrjóskari en flestir og eyði heilum dögum í að laga tölvur og það síðasta sem ég geri er að skila hlutnum eða kaupa nýjan.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Lau 26. Mar 2011 22:44
af SolidFeather
Búinn að prufa bæði DVI tengin og eða HDMI eða displayport eða hvað þetta heitir nú allt saman í dag?
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Sun 27. Mar 2011 02:10
af Predator
Er ekki með skjá sem styður HDMI né Display port og engin millistykki til að nota, en já búinn að prófa bæði DVI tengin.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Sun 27. Mar 2011 12:34
af Predator
Furðulegt.. núna postaði tölvan og ég fékk mynd upp á skjáinn í smá stund og svo dó allt aftur og hún restartaði..
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Sun 27. Mar 2011 12:57
af Moldvarpan
Móðurborðið gallað?
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Sun 27. Mar 2011 12:59
af Predator
Já er svona 98% viss um það.
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 18:56
af Predator
Jæja fékk loksins botn í þetta, það var aflgjafinn sem var dauður
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 19:08
af Plushy
Predator skrifaði:Já er svona 98% viss um það.
Predator skrifaði:Jæja fékk loksins botn í þetta, það var aflgjafinn sem var dauður
2% wins!
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 19:16
af Predator
Haha já því miður, skrítið samt að það hafi bara dáið svona á einni nóttu
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 20:58
af chaplin
Flott að þú fannst út úr þessu, hvernig aflgjafa á að fá sér í staðinn?

Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 21:16
af Predator
Skelli mér á þennan,
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7422 , ætti að ráða við crossfire setupið mitt og er klassa merki
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 22:01
af beatmaster
Ég er stoltur eigandi af svona 850W týpu og er mjög sáttur

Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 23:13
af HelgzeN
Smá Off topic : Enn afhverju eru V.I.P allt í einu komnir með bleika stafi ? ;S
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 23:14
af dori
HelgzeN skrifaði:Smá Off topic : Enn afhverju eru V.I.P allt í einu komnir með bleika stafi ? ;S
Stríða "thegirl"?
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 23:15
af Glazier
HelgzeN skrifaði:Smá Off topic : Enn afhverju eru V.I.P allt í einu komnir með bleika stafi ? ;S
Guðjón e'ð að fá sér bara

Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 23:15
af Klaufi
HelgzeN skrifaði:Smá Off topic : Enn afhverju eru V.I.P allt í einu komnir með bleika stafi ? ;S
thegirl skrifaði:Jaja einmitt;) en guðjón afhverju notaru transmission? Mer finnst það svo ljótt miðað við utorrent en samt finnst mér miklu fleiri mæla með transmission..
En strakar er hægt að gera thegirl notendanafnid bleikt a litinn

það væri svo flott

eruði ekki sammála?
Re: Tölva ræsir sig ekki eftir að hafa skipt um skjákort
Sent: Mán 28. Mar 2011 23:17
af ManiO
Glazier skrifaði:HelgzeN skrifaði:Smá Off topic : Enn afhverju eru V.I.P allt í einu komnir með bleika stafi ? ;S
Guðjón e'ð að fá sér bara

Þetta var ekki Guðjón
