Síða 1 af 1

Boot villa: Error sending End of Post message to Me

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:42
af Some0ne
Sælir,

Er að fá þessa villumeldingu á laptopinu mínu;

"Error sending End of Post message to ME"

Þegar að ég kveiki á vélinni, þá er hún í smástund bara eitthvað að gera _ekkert_ svo fer aðal exhaust fanið í botn, og skjárinn er ennþá svartur. Síðan kemur upp svona Asus logo til að maska POST screenið(sem að ég get btw ekki tekið af),
eftir alveg 20 sek á þessum skjá kemur svo loks uppí efra vinstra horninu villumeldingin.

Síðan bootar vélin sér bara as normal inní Windows.
Get ekki séð að þetta sé að hafa nein performance áhrif á tölvuna.. hinsvegar sýnist mér að láta Windows suspenda eða shut downa ekki skila sér í hardware shutdown. Viftan spinnar ennþá og allt í flippi.

Prófaði að flasha biosinn með nýjasta af asus síðunni, no dice.

Laptopið heitir Asus NF43j-f.

Vélin er 3 mánaða og buy.is er með eitthvað verkstæði sem er með þeim vafasömustu sem ég hef séð, svo að ég ákvað að athuga hvort að ég finni ekki eitthvað solution á þessu.

Svo .. MAYDAY!

Re: Boot villa: Error sending End of Post message to Me

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:52
af Some0ne
Eina hugsanlega útskýringin sem ég er kominn með eftir smá gúglun er að cmos batteríið sé laust.. eða cmos kubburinn sé e-ð ónýtur

Re: Boot villa: Error sending End of Post message to Me

Sent: Lau 19. Mar 2011 10:19
af GuðjónR
Some0ne skrifaði:Eina hugsanlega útskýringin sem ég er kominn með eftir smá gúglun er að cmos batteríið sé laust.. eða cmos kubburinn sé e-ð ónýtur

Prófaðu að taka batteríið úr og starta henni upp á 220V

Re: Boot villa: Error sending End of Post message to Me

Sent: Lau 19. Mar 2011 10:52
af Moldvarpan
Nokkuð viss um að þetta sé hardware galli.

http://answers.microsoft.com/en-us/wind ... e30b6055c5

Re: Boot villa: Error sending End of Post message to Me

Sent: Lau 19. Mar 2011 13:18
af Some0ne
GuðjónR skrifaði:
Some0ne skrifaði:Eina hugsanlega útskýringin sem ég er kominn með eftir smá gúglun er að cmos batteríið sé laust.. eða cmos kubburinn sé e-ð ónýtur

Prófaðu að taka batteríið úr og starta henni upp á 220V


Er búinn að prófa ða taka batteríið út , þ.a.s aðalbatterí vélarinnar og hafa það aftengt í smástund og boota svo upp í gegnum snúruna. Breytir engu :7

Re: Boot villa: Error sending End of Post message to Me

Sent: Lau 19. Mar 2011 13:46
af lukkuláki
Some0ne skrifaði:Vélin er 3 mánaða og buy.is er með eitthvað verkstæði sem er með þeim vafasömustu sem ég hef séð, svo að ég ákvað að athuga hvort að ég finni ekki eitthvað solution á þessu.

Svo .. MAYDAY!




Það kemur þér lítið við í sjálfu sér hvort verkstæðið er "vafasamt" ef vélin er í ábyrgð þá læturðu laga hana í ábyrgð þú átt rétt á því en ef þú átt við vélina sjálfur þá aftur á móti getur ábyrgðin fallið úr gildi svo, farðu með vélina í viðgerð.

Re: Boot villa: Error sending End of Post message to Me

Sent: Fim 31. Mar 2011 20:58
af Some0ne
lukkuláki skrifaði:
Some0ne skrifaði:Vélin er 3 mánaða og buy.is er með eitthvað verkstæði sem er með þeim vafasömustu sem ég hef séð, svo að ég ákvað að athuga hvort að ég finni ekki eitthvað solution á þessu.

Svo .. MAYDAY!




Það kemur þér lítið við í sjálfu sér hvort verkstæðið er "vafasamt" ef vélin er í ábyrgð þá læturðu laga hana í ábyrgð þú átt rétt á því en ef þú átt við vélina sjálfur þá aftur á móti getur ábyrgðin fallið úr gildi svo, farðu með vélina í viðgerð.


Ég var aldrei að fara fikta eitthvað í vélinni umfram það sem var hægt að gera frá software/bios side.

Hinsvegar var vélin dæmd fubar, bilað móðurborð.