Síða 1 af 1

Hiti á i7 950

Sent: Þri 08. Mar 2011 18:21
af Ulli
Ég er með 950 Örgjörva og er að keyra hann á Default með stock Viftu.

Hann er Idle sirka 57°c og að fara upp í allt að 80°c í smá keyrslu(leikjaspilun)
Er búin að taka kælinguna af og setja aftur á en það hafði eingin áhrif.
Veit að stock kælingin er rusl en 80° við smá áreynslu?
í Turninum eru 3 180mm viftur sem bása inn og 2 120mm sem blása út þannig að loftflæðið verður ekki mikið betra.

Er þetta normal?
Á ég á hættu að steykja Dýrið?

Re: Hiti á i7 950

Sent: Þri 08. Mar 2011 18:28
af vesley
Skiptiru um kælikrem þegar þú tókst kælinguna af ?

Re: Hiti á i7 950

Sent: Þri 08. Mar 2011 21:36
af Ulli
Nei ég nota ekkert svoleiðis.
Þetta helvíti skémmir bara MB :P

Jújú auðvitað skyfti ég um Kælikrem.

Re: Hiti á i7 950

Sent: Þri 08. Mar 2011 21:41
af GuðjónR
80°c er hátt já....mjög hátt fyrir cpu þó hann eigi alveg að þola það þá finnst mér þetta ekki eðlilegur hiti.

Re: Hiti á i7 950

Sent: Þri 08. Mar 2011 21:45
af KrissiK
kannski mikill stofuhiti inni?

Re: Hiti á i7 950

Sent: Þri 08. Mar 2011 22:00
af MatroX
Vá! mæli með að fá þér aðra kælingu, örrin hja mer fer ekki yfir 45-50°c í leikjaspilun með örran í 4.2ghz

Re: Hiti á i7 950

Sent: Þri 08. Mar 2011 22:47
af Sucre
Ulli skrifaði:Ég er með 950 Örgjörva og er að keyra hann á Default með stock Viftu.

Hann er Idle sirka 57°c og að fara upp í allt að 80°c í smá keyrslu(leikjaspilun)
Er búin að taka kælinguna af og setja aftur á en það hafði eingin áhrif.
Veit að stock kælingin er rusl en 80° við smá áreynslu?
í Turninum eru 3 180mm viftur sem bása inn og 2 120mm sem blása út þannig að loftflæðið verður ekki mikið betra.

Er þetta normal?
Á ég á hættu að steykja Dýrið?


Var með svona örgjörva og hann var ekki nema sirka 60 gráður eftir crysis 2 með allar stillingar í botni í nokkra tíma þannig kælingin er ekki að standa sig.
var btw með stock coolerinn