Síða 1 af 1
catalyst fikt.. hjálp.
Sent: Fös 04. Mar 2011 14:09
af Dormaster
ég var að prófa að vera með 2 skjái einn 19" og hinn 24" nema það passaði ekki vel á 19" skjáinn svo að ég var eitthvað að fikta í catalyst og allt í einu breyttist size á 24" skjánum niður og fer ekki út í alla enda, ég er með stillt í 1920x1080 og AUTO takkinn á skjánum virkar heldur ekki, það virkar heldur ekki að gera; Menu - display og fara niður í H.position og V.position kemst ekki í neina valmöguleika í Display.
ég er búinn að prófa að taka 19" skjáinn úr sambandi og hafa bara 24"skjáinn í gangi nema þetta er enþá svona.. ?
veit einhver hvað ég get gert ?
Re: catalyst fikt.. hjálp.
Sent: Fös 04. Mar 2011 14:31
af rapport
Varstu að clone-a 24" á 19" skjá?
Ég reyni að nota bara windows í þessar stillingar, hægrismelli á desktopið og vel properties/ "resolution" í Win7.
Tengdu helst báða skjáina aftur og hægrismelltu á desktopið, veldu "screen resolution"
Þar sem stendur "Multiple displays" velur þú "extend these displays"
Þá smellir þu á "identify" hnappinn ofarlega hægramegin og þa veistu hvaða skjár er hvar.
Smelltu á myndina af skjá 1 og breyttu "resolution" stillingunum fyrir hann í 1920x1080 ef hann er 24", annars í 1280x1024 og sama fyrir skjá tvö eftir að hafa smellt á hann.
Ef þu fukkaðir í catalystinum þannig að hann emulati 19" skjá á 24" skjánnum, þá er það liklega einhversstaðar undir "desktop size" og þar þarftu að breyta yfir í 1920x1080 aftur...
Tékkaðu á þessu...
Re: catalyst fikt.. hjálp.
Sent: Fös 04. Mar 2011 15:00
af Dormaster
ég var að prufa þetta nema þetta virkar ekki :/..
24" skjárinn segist vera 1920*1080 (1080p) nema vantar 1,5-2cm upp á alla kannta að hann nái í Fullscreen.
Re: catalyst fikt.. hjálp.
Sent: Fös 04. Mar 2011 15:38
af rapport
Dormaster skrifaði:ég var að prufa þetta nema þetta virkar ekki :/..
24" skjárinn segist vera 1920*1080 (1080p) nema vantar 1,5-2cm upp á alla kannta að hann nái í Fullscreen.
Var að koma heim...
Ef þú ferð í Catalyst Control Center og í "My VGA Displays" og þar í "Image Adjustments" þá færðu stillingarnar til að teygjaá myndinni o.s.frv.
Búinn að prófa það?
Re: catalyst fikt.. hjálp.
Sent: Fös 04. Mar 2011 15:45
af Plushy
Held ég hafi lent í þessu áður. Man ekki alveg hvað ég gerði, byrjaðu allaveganna á að restorea default settings í control center, en minnir að ég hafi gert þetta í gegnum skjáinn sjálfann. Notaðu takkana á BenQ skjánum og farðu í gegnum menuið og sjáðu hvort það hafi eitthvað breyst.
Re: catalyst fikt.. hjálp.
Sent: Fös 04. Mar 2011 15:51
af Dormaster
rapport skrifaði:Dormaster skrifaði:ég var að prufa þetta nema þetta virkar ekki :/..
24" skjárinn segist vera 1920*1080 (1080p) nema vantar 1,5-2cm upp á alla kannta að hann nái í Fullscreen.
Var að koma heim...
Ef þú ferð í Catalyst Control Center og í "My VGA Displays" og þar í "Image Adjustments" þá færðu stillingarnar til að teygjaá myndinni o.s.frv.
Búinn að prófa það?
mér sýnist að ég hafi náð að laga þetta en það var eitthvað í scaling options og lét bara í Overscan.
þakka alla hjálpina
