Síða 1 af 1

Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Sun 27. Feb 2011 17:48
af Tiger
Sælir vaktrar og þá sérstaklega starfsmenn tölvuverslana hérna á klakanum, veit þeir eru nokkrir hérna inni.

Nú sé ég að Gigabyte eru byrjaðir að senda frá sér B3 útgáfuna af 67 móðurborðunum og langar mig því að vita hvernig verslanir hérna heima ætla að tækla þetta...

1. Munu þið taka gömlu borðin og senda þau út og fá ný og kúnnin verður móðurborðslaus í einhverjar vikur?
2. Munu þið panta nýju borðin og láta kúnnan fá nýtt borð strax í skiptum fyrir gamla borðið?
3. Munuð þið bjóða kúnnum uppá að fá endurgreitt eins og margar verslanir erlendis hafa boðið uppá? (sumar hafa gengið það langt að endurgreiða örrann líka, talandi um þjónustu).
4. Einhver önnur aðferð sem þið munuð fara í þessu?

Væri gaman að heyra frá ykkur og hvernig viðbrögð ykkar verslana munu verða í þessu máli?

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Sun 27. Feb 2011 17:53
af gardar

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Sun 27. Feb 2011 17:54
af Plushy
Verður gaman að sjá hvað gerist.

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Sun 27. Feb 2011 18:05
af Tiger
gardar skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=5&t=35949


Whá hvað þú ert klár. Og hverju svarar þessi þráður "þinn" eiginlega?....engu af því sem ég spyr um allavegana.

Þarna er tölvuvirkni einir að segja að það sé hægt að skipta borðunum (sem var alltaf vitað að þeir þyrftu að gera), ekkert hvernig það fer fram, eða hvenær. Nú er komið í ljós að Gigabyte er byrjað að senda nýju borðin þannig að verslanir ættu að geta farið að koma með tímasettningar. Fyrir utan að það vantar svör frá öllum hinum verslununum!

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Sun 27. Feb 2011 18:12
af gardar
Snuddi skrifaði:
gardar skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=5&t=35949


Whá hvað þú ert klár. Og hverju svarar þessi þráður "þinn" eiginlega?....engu af því sem ég spyr um allavegana.

Þarna er tölvuvirkni einir að segja að það sé hægt að skipta borðunum (sem var alltaf vitað að þeir þyrftu að gera), ekkert hvernig það fer fram, eða hvenær. Nú er komið í ljós að Gigabyte er byrjað að senda nýju borðin þannig að verslanir ættu að geta farið að koma með tímasettningar. Fyrir utan að það vantar svör frá öllum hinum verslununum!



Afsakaðu þetta innlegg, renndi örsnöggt yfir innleggið þitt og mundi eftir þessum pósti frá tölvuvirkni... Og hélt að hann gæti verið tengdur þínum spurningum, óþarfi að verða fúll :)

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Mán 28. Feb 2011 01:20
af Hvati
Mig langar til að vita hvernig Buy.is ætla að höndla þetta :happy

/poke Vesley :-"

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Mán 28. Feb 2011 15:45
af Tiger
Hvati skrifaði:Mig langar til að vita hvernig Buy.is ætla að höndla þetta :happy

/poke Vesley :-"


Já og hinar verslaninar líka........ætlar engin að koma fram og segja hvernig þær ætla að tækla þetta?

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Mán 28. Feb 2011 15:57
af chaplin
Ætla ekki að fullyrða neitt, en grunar að allar verslanir fari leið nr. 2, ss. skipti móðurborðum út á staðnum um leið og þau lenda.

Að endurgreiða móðurborðin eða taka þau uppí önnur borð (ss. ef kaupandi vill uppfæra) verður líklegast valkostur hjá e-h verslunum, en að endurgreiða örgjörvana finnst mér ólíklegt.

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Mán 28. Feb 2011 16:21
af Kobbmeister
daanielin skrifaði:Ætla ekki að fullyrða neitt, en grunar að allar verslanir fari leið nr. 2, ss. skipti móðurborðum út á staðnum um leið og þau lenda.

Að endurgreiða móðurborðin eða taka þau uppí önnur borð (ss. ef kaupandi vill uppfæra) verður líklegast valkostur hjá e-h verslunum, en að endurgreiða örgjörvana finnst mér ólíklegt.

Hvenar farið þið að fá borðin aftur?
Mig langar í svart móðurborð :twisted:

Re: Sandy Bridge gallinn og viðbrögð verslana hérna heima?

Sent: Þri 01. Mar 2011 12:47
af FreyrGauti
Hvernig er það, eru verslanir farnar að heyra eitthvað um hvenar þær eru líklegar til að fá nýju móðurborðin?