Vandamál: Hökt í tölvuleikjum

Skjámynd

Höfundur
Sveppz
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Mið 08. Okt 2003 20:40
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vandamál: Hökt í tölvuleikjum

Pósturaf Sveppz » Fim 24. Feb 2011 16:47

Sælir,

Svo er mál með vexti að tölvan mín á til að hökta eða fá svona lagg kippi, þar sem allt hægist og hoppar síðan áfram. Samt ekkert þvílíkt lagg en nóg til að vera pirrandi.

Þetta gerist aðallega í CS 1.6 en ekki öðrum vinnsluþyngri leikjum (eða lendi sjaldan í því. Gerist stundum í WoW). Hef verið að reyna að finna orsökina á þessu dáldið lengi og ákvað að spurja hérna hvað fólki dettur í hug.

Hef grun um að þetta gæti verið CPU lag eða jafnvel að aflgjafinn ráði bara ekki við það sem er tengt í tölvunni.
Spekkar eru í undirskrift ásamt: 4 Sata HDD, tveir af þeim eru Raptor diskar & 550W Coolmax PSU (Held það sé 450W continous). Svo er ég með X-fi Fatality Pro hljóðkort og 4 Viftur.

Það má reyndar taka fram að ég get ekkert yfirklukkað því tölvan restartar sér bara.

Hvað dettur ykkur í hug?


- AMD Ryzen 9 7900X , ASRock X670E PG Ligtning , G.Skill 32GB DDR6 6000Mhz CL36 , NH-D15 , PowerColor RX 7900XTX Red Devil , Seasonic Prime TX 1600 -

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2658
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál: Hökt í tölvuleikjum

Pósturaf svanur08 » Fim 24. Feb 2011 18:01

fyrsta lagi er ekki sniðugt að vera með tvær tegundir af minni og keyra þá á 1066 með 4 stk er ástæðan að þú ert að lenda í vandræðum með overclocking móðurborðið ræður við 4x 800 en ekki 4x 1066 verður bara unstable en veit ekki með hökktið.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2658
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál: Hökt í tölvuleikjum

Pósturaf svanur08 » Fim 24. Feb 2011 18:05

sem sagt móðurborðið ræður við 4x 1.8v kubba en ekki 4x 2.1v, getur séð þetta á gigabyte síðunni


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
Sveppz
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Mið 08. Okt 2003 20:40
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál: Hökt í tölvuleikjum

Pósturaf Sveppz » Fim 24. Feb 2011 19:53

Enda eru þessi minni að keyra á 800 hjá mér. Er búinn að vera að segja sjálfum mér að þetta sé bara bráðabirgða í dáldinn tíma. Það hefur verið á planinu að fá sér stóra uppfærslu.

Og hvað overclocking varðar þá ætlaði ég mér aldrei að nota Tvær mismunandi tegundir af kubbum. sérstaklega þar sem þetta keyrir á mismunandi voltum. Náði að yfirklukka í 3.6ghz þegar ég hafði ekkert annað tengt en skjákort og einn harðan disk, þessvegna geri ég sterklega ráð fyrir því að þennan aflgjafa skorti hreinlega kraftinn til að keyra allt sem er tengt í tölvunni.


- AMD Ryzen 9 7900X , ASRock X670E PG Ligtning , G.Skill 32GB DDR6 6000Mhz CL36 , NH-D15 , PowerColor RX 7900XTX Red Devil , Seasonic Prime TX 1600 -