Málin standa þannig að dag einn kom ég heim og tölvan var frosin í þeirri vinnslu sem hún var að vinna í. Restarta greyinu og strax
eftir að bios textinn hverfur þá kemur bara eitthvað stafa rugl á skjáinn og tölvan hættir vinnslu. Búinn að vera að prufa útiloka,
hitt og annað í leit að biluninni. Þar að segja, prófa skjákortið í annarri tölvu, ræsa tölvuna með einu vinnsluminni, taka öll aukakort út
og aftengja óþarfa snúrur. Alltaf það sama. Þar til að ég tók diskinn úr sambandi og þá kemst hún framhjá þröskuldnum og getur þessvegna
ræst stýrikerfi af cd-romminu. En ef hann er í þá bara flökkt á skjánum eftir bios textann. Trickkið er hinsvegar að diskurinn virkar í annarri tölvu
(ræsti reyndar ekki af honum) og að ef ég set annan disk í tölvuna þá kemst hún framhjá þröskuldnum. Það er eins og móðurborðið
og diskurinn hafa rifist og hætt að vera vinir. Dettur einhverjum eitthvað í hug. Er núna bara að afrita öll gögnin af leiðinlega disknum og
ætla að formatta hann og sjá hvort það hefur einhver áhrif.
Finnst bara skondið að þetta skuli gerast um leið og bios textinn hverfur, get ekki bootað heldur frá öðrum boot möguleikum ef diskurinn er í tölvunni.
kv. Bjartmar
Pínu spes tölvuvandamál!
Re: Pínu spes tölvuvandamál!
Búinn að athuga hvort hann sé í lagi (s.s harði diskurinn).
Það fyrsta sem ég geri alltaf þegar ég lendi í eitthverju skrítnu veseni með tölvur er að athuga hvort vinnsluminni og harði diskurinn sé í lagi.
Getur notað Hiren boot cd í það.
Það fyrsta sem ég geri alltaf þegar ég lendi í eitthverju skrítnu veseni með tölvur er að athuga hvort vinnsluminni og harði diskurinn sé í lagi.
Getur notað Hiren boot cd í það.