Sælir
Ég er með spurningu til ykkar hérna sem hafið meiri reynslu á þessum málum.
ég keipti mér skjá í tölvutek september 2010 og þar er dauður pixel á honum, þegar ég fer með hann á staðinn þá er mér sagt að þeir bæti það ekki upp nema það gerist innan við viku eða svo ( og þá sé það á gráu svæði ) svo segi ég við afgreiðslumanninn að það sé soldið fúlt að kaupa skjá á 50.000kr og nokkrum mánuðum sé hann eiginlega ónýtur( er mikið að nota skjáinn i grafík vinnslu og neon grænn pixel er bara killer að hafa þarna) þá segist hann fara með skjáinn á verkstæðið og láta kíkja á hann, sem hann svo gerir. þegar hann kemur til baka þá segir hann að verkstæðið hafi fundið eitthvað friction þar sem bletturinn er sem gefur það til kinna að eitthvað utanaðkomandi hafi ollið þessu og þeir ábyrgist það ekki.
Mín spurning er(u), er eitthvað sem ég get gert í þessu ?, er þetta bara eins langt og abyrgð mín nær á þessum málum ?, hefur einhver annar lent í þessu
Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
-
Nosegoblin
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 50
- Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 00:10
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
ef hann er neon grænn þá held eg að hann se ekki dauður heldur fastur pixell getur prófað að runna þetta http://www.youtube.com/watch?v=VaTTjJncONI
MSI GX640 / 15,4" 1680x1050 / Intel Quad I5 2,27GHz / ATI HD5850 1GB / DDR3 2x2GB / seagate 500GB / windows 7 ultimate
-
Pandemic
- Stjórnandi
- Póstar: 3774
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 135
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
Þetta er ekki álitin galli af verksmiðjunni/framleiðanda svo þú getur voðalega lítið gert í þessu. Enda ætti einn pixel ekki að bögga mann mikið í grafíkvinnslu, ég með dead pixel skjá og hef verið með hann lengi og vinn mikla grafíska vinnslu.
Það eru mín 2 cent.
Það eru mín 2 cent.
-
bulldog
- Besserwisser
- Póstar: 3439
- Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
- Reputation: 0
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
ég lenti í svipuðu með full hd sjónvarp að vísu keypt annarsstaðar.
-
hsm
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
Tölvutek er með 100% pixla ábyrgð í 14 daga frá kaupdegi "samkvæmt heimasíðu þeirra" og 2 ára ábyrgð
Tölvutækni er með pixla ábyrgð út ábyrgðartíman sem er 3 ár "allavegna á Samsung skjám"
Það er ekki spurning um hvar ég versla... Það er gott að versla í Kópavogi
það er að segja í Hamraborginni 
Tölvutækni er með pixla ábyrgð út ábyrgðartíman sem er 3 ár "allavegna á Samsung skjám"
Það er ekki spurning um hvar ég versla... Það er gott að versla í Kópavogi

**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
-
Klaufi
- Stjórnandi
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Reputation: 54
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
hsm skrifaði:Tölvutek er með 100% pixla ábyrgð í 14 daga frá kaupdegi "samkvæmt heimasíðu þeirra" og 2 ára ábyrgð
Tölvutækni er með pixla ábyrgð út ábyrgðartíman sem er 3 ár "allavegna á Samsung skjám"
Það er ekki spurning um hvar ég versla... Það er gott að versla í Kópavogiþað er að segja í Hamraborginni
Náði mér í tvo Samsung skjái þaðan í gær, ég held að ég versli seint annars staðar en í tölvutækni á næstu árum.
Það þarf allavega eitthvað mikið að koma upp á til þess að ég færi mig..
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
Þessir helv... grænu pixlar geta nefnilega verið glettilega vondir, sérstaklega þegar þú ert að vinna með dökka fleti. Augað dregst að honum/þeim eins og segull...og tala ég af reynslu 
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
Pandemic skrifaði:Þetta er ekki álitin galli af verksmiðjunni/framleiðanda svo þú getur voðalega lítið gert í þessu. Enda ætti einn pixel ekki að bögga mann mikið í grafíkvinnslu, ég með dead pixel skjá og hef verið með hann lengi og vinn mikla grafíska vinnslu.
Það eru mín 2 cent.
Annað hvort er varan gölluð eða ekki. Sama þó að verksmiðjan vilji ekki viðurkenna þetta sem vandamál kemur það neytandanum ekkert við, hann kaupir vöru sem eftir ákveðinn tíma gerir ekki það sem hún á að gera og uppfyllir þar með ekki þær kröfur sem gerðar eru til hennar.
Ef hann færi með þetta mál fyrir dómstóla er ég nokkuð viss um að hann myndi vinna málið, þó svo að verzlunin reyni að fela sig á bakvið það að einhver útlenskur framleiðandi neyti að taka svona hluti í ábyrgð.
Verzlunin getur þá bara fundið sér annan framleiðanda sem viðurkennir svona galla sem galla.
Starfsmaður Tölvutækni.is
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
Sæll, ég er sá sem afgreiddi þig þegar þú komst með skjáinn.
Ég fór með skjáinn þinn inn á verkstæði þar sem tæknimaður hreinsaði skjáflötinn og fór yfir hann.
Þegar fingri var rennt yfir dílinn þá fannst greinileg breyting á áferð nákvæmlega á sama stað.
Þegar nánar var skoðað þá var þetta ekki dauður pixell heldur reyndist vera skemmd í skjáfletinum sem hafði orsakast af hnjaski.
Þú mátt endilega mæta aftur með skjáinn og koma inn á verkstæði með okkur þar sem við rennum yfir þetta með þér.
Nosegoblin skrifaði: þegar hann kemur til baka þá segir hann að verkstæðið hafi fundið eitthvað friction þar sem bletturinn er
Ég fór með skjáinn þinn inn á verkstæði þar sem tæknimaður hreinsaði skjáflötinn og fór yfir hann.
Þegar fingri var rennt yfir dílinn þá fannst greinileg breyting á áferð nákvæmlega á sama stað.
Þegar nánar var skoðað þá var þetta ekki dauður pixell heldur reyndist vera skemmd í skjáfletinum sem hafði orsakast af hnjaski.
Þú mátt endilega mæta aftur með skjáinn og koma inn á verkstæði með okkur þar sem við rennum yfir þetta með þér.
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
Tölvutek mér finnst bara þjónustan hjá þeim vera til skammar...
Veit það að þarna er fyrirtæki sem ég versla aldrei aftur við á minni lífsleið
Veit það að þarna er fyrirtæki sem ég versla aldrei aftur við á minni lífsleið
-
Plushy
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Pixla vandamál í skjá (ábyrgðar spurning)
snaeji skrifaði:Tölvutek mér finnst bara þjónustan hjá þeim vera til skammar...
Veit það að þarna er fyrirtæki sem ég versla aldrei aftur við á minni lífsleið
Þú gerir þér grein fyrir því að fólk lýgur alveg ótrúlega þegar kemur að ábyrgð (er ekki að benda á neitt/neinn)