Síða 1 af 1
Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 19:24
af bulldog
Ég er með Crucial RealSSD C300 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD disk og það heyrist reglulega svona lítið tikk sem ég held að komi frá honum. Er það eðlilegt eða gæti eitthvað verið að ?
Re: ssd diskur
Sent: Mán 21. Feb 2011 19:31
af mercury
gerist þetta bara nýlega eftir að þú kveikir á tölvunni eða bara alltaf reglulega ?
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 20:30
af Dazy crazy
Það getur eiginlega ekki verið tikk í ssd disk þar sem það hreyfist ekkert í honum

Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 20:45
af bulldog
hvað í andsk getur þetta verið.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 20:46
af AntiTrust
Ertu búinn að opna tölvuna og leggja eyrað við, jafnvel aftengja einn og einn íhlut, nota útilokunaraðferðina?
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 20:57
af bulldog
nei ekki enn.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 21:07
af flottur
Vonandi fyrirgefið þið fáfræði mína á ssd en getur þetta tikk verið þegar að diskurinn er að flytja gögn til og frá disknum, bara svona eins og heyrist þegar að maður er búin að kveikja á tölvu sem er með venjulegan disk og hún er að ræsa sig og opna þau forrit sem eiga að opnast?
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 21:15
af toybonzi
flottur skrifaði:Vonandi fyrirgefið þið fáfræði mína á ssd en getur þetta tikk verið þegar að diskurinn er að flytja gögn til og frá disknum, bara svona eins og heyrist þegar að maður er búin að kveikja á tölvu sem er með venjulegan disk og hún er að ræsa sig og opna þau forrit sem eiga að opnast?
Ólíklegt...í raun sambærilegt að tikk mundi heyrast í innra minninu í vélinni í hvert sinn sem að eitthvað fer í gegnum það.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 21:15
af AntiTrust
flottur skrifaði:Vonandi fyrirgefið þið fáfræði mína á ssd en getur þetta tikk verið þegar að diskurinn er að flytja gögn til og frá disknum, bara svona eins og heyrist þegar að maður er búin að kveikja á tölvu sem er með venjulegan disk og hún er að ræsa sig og opna þau forrit sem eiga að opnast?
Nei - ekkert frekar en það heyrist í USB lykli þegar þú ert að færa gögn yfir á hann.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 21:23
af emmi
Ætli það sé ekki líklegra að þetta komi frá öðrum HDD í vélinni hjá þér.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 21:31
af vesley
Ef þú getur aftengdu þá alla HDD og athugaðu hvort það heyrist enn. Tel það nú líklegra að þetta hljóð komi frá hörðum disk.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 21:48
af Daz
Eða vifta að rekast í eitthvað?
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 21:54
af Hargo
Eða bara eitthvað í hausnum á þér? Heyrirðu stundum raddir þegar þú ert einn?
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 22:05
af bulldog
ekki þegar ég er einn en lenti í því þegar ég var inn á geðdeild einu sinni

Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 22:07
af coldcut
bulldog skrifaði:ekki þegar ég er einn en lenti í því þegar ég var inn á geðdeild einu sinni

færðu bara ofskynjanir þegar þú ert inni á geðdeild? Now that's weird

Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 22:08
af bulldog
nei ekki bara þá .... það eru nú ástæður fyrir því að maður fer þangað ..... viltu vita meira um mig

Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 22:13
af toybonzi
Eins og áður kom fram þá koma stundum tikk hljóð í venjulega harða diska sem að eru ekkert endilega reglubundin (enda háð því hvenær verið er að nýta diskinn). Ef þetta er aftur á móti eitthvað reglulegt þá er alveg mögulegt að það sé eitthvað að rekast utan í viftu, sérstaklega ef þú ert með eitthvað 120mm eða stærra sem snýst mjög hægt.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 22:22
af Dazy crazy
´prófaðu að setja skrúfjárn á t.d. harðadiska skúffurnar og hlustaðu á endan á því, ættir að heyra hvaðan það kemur ef þú færir á milli.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Mán 21. Feb 2011 22:34
af bulldog
will do takk

Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Þri 22. Feb 2011 00:05
af rapport
Þetta er s.s. "SSD ant", lítil örvera sem lifir á hráefnum í SSD og slær saman afturlöppunum á mökunartíma og/eða þegar hitinn er réttur...
Hvað er kassinn þinn heitur í almennri keyrslu?
Af ætt "magno et malo lectus" pöddunar sem flestir kannast við.
Re: Tikk hljóð í SSD disk
Sent: Þri 22. Feb 2011 00:13
af Klaufi
bulldog skrifaði:nei ekki bara þá .... það eru nú ástæður fyrir því að maður fer þangað ..... viltu vita meira um mig

Nú er ég forvitinn..