Síða 1 af 1

Coil Whine

Sent: Fös 18. Feb 2011 16:56
af Arnarr
Veit ekki alveg í hvaða flokk þetta ætti að vera en giska á þennan O:)

Var bara að spá hvort að menn væru að lenda í þessu? Þetta er hjá mér og er að gera mig brjálaðan. Stundum kemur þetta ef maður færir músina til eða frá og alltaf þegar að ég fer í einhvern leik.
Er búin að vera googla hef ekki verið að finna neinar lausnir enn og var því að spá hvort að einhver hér kunni góð ráð?
Vélbúnaðurinn er í undirskrift og afgjafinn er coolmax 550w

Re: Coil Whine

Sent: Lau 19. Feb 2011 13:52
af tdog
Ertu búinn að prófa að minnka álagið á aflgjafann? Vel einangraður kassi er kannski lausnin, en allir hlutir hafa resonance frequency, eða eigintíðni. Þá tíðni sem þeir fara að víbra við. Stundum er hún svo lág að fólk heyrir hana ekki, en stundum eru það yfirtónar eigintíðnarinnar sem fara í taugarnar á fólki, td. fólk sem ekki getur sofnað með raftæki í gangi, þótt það sé ekki nema eitt fjöltengi í gangi.

Ég hef líka lesið um það að breyting á klukkutíðni tölvunnar kunni að breyta þessu. Þar sem þetta er ekkert annað en resonance, þá hitta púlsarnir á eigintíðni spólunnar í aflgjafanum og hann fer að væla. Og ef þessari tíðni sem púlsarnir hreyfast ættu þeir ekki að hitta á eigintíðni spólunnar. En bara kenning.