Síða 1 af 1

Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 09:59
af FriðrikH
Jæja, nú er ég að pæla að láta verða að því að blæða í SSD. Ég er ekkert sérstaklega vel að mér varðandi SSD diska en ég er helst að gæla við þennan Mushkin disk: http://buy.is/product.php?id_product=9202751

Ég hef rekist á umræðu um að intel diskarnir séu eitthvað svakalega osom, er það eitthvað sem ég ætti frekar að vera að horfa á? Hafa þeir verið að koma mikið betur út en aðrir?

Eða eru þessir Carsair diskar e.t.v. flottari pappír? http://buy.is/product.php?id_product=9201054

Re: Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 10:23
af jericho
var einmitt að kaupa svona á 19þús á ebay (er á leiðinni til us and a)... ætla að gera benchmark próf þegar ég skelli honum í (fyrir og eftir)

Re: Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 10:41
af audiophile
Corsair Force hafa komið suddalega vel út úr prófum hjá hinni virtu síðu Anandtech.com.

Re: Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 11:10
af Pandemic
Ég er með Mushkin 60GB og hann er að koma vel út, get ekki ímyndað mér á 120GB diskurinn sé eitthvað verri. Hef skoðað review sem segja að stærri diskarnir séu að performa aðeins betur.

Re: Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 11:31
af ZoRzEr
Muskin 120gb hefur reynst mér helvíti vel.

Re: Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 12:06
af Son of a silly person
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1516

Ég er með einn svona. Hefur reynst mér mjög vel, windows startup tekur enga stund. :megasmile

Re: Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 12:18
af Revenant
Stærri SSD diskar eru nánast undantekningalaust hraðari útaf því að þeir hafa fleirri flögur á prentplötunni. Þeim um fleirri flögur sem SSD diskur hefur því hraðar getur hann lesið/skrifað parallel.

Re: Vangaveltur með SSD

Sent: Þri 15. Feb 2011 15:02
af Tiger
Í þessum töluðum orðum eru SATA3 SSD dikar að renna útaf færiböndunum og inní verslanir í massavís. Corsair og Plextor komu á newegg öðru hvoru megin við síðustu helgi og bara daga eða viku spursmál hvenær fyrstu Sandforce SATA3 diskanir koma. Einnir fer Crusial að koma með C400 diskinn sinn. Þannig að ef þú ert með SATA3 móðurborð myndi ég ekki hika við að bíða smá og taka þannig disk.