Síða 1 af 1

Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 12:25
af vidirz
Ætla að fá mér borðtölvu (ekki strax) og hef enga hugmynd hvað passar saman í dag.
T.d. hvernig móðurborð-skjákort-örgjörvar-aflgjafar og allt það passi saman?
Mig langar að geta sett saman flotta leikjatölvu fyrir 150-180 þúsund.
En ég get ekki bara valið hvaða íhluti sem er og sett það bara saman, er það nokkuð o.0
Hvaða íhlutir ættu að passa saman? t.d Intel og nvidia skjákort eða hvernig skjákort
ég er í vandræðum :S

Re: Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 12:34
af Daz
Ef þú ert alveg grunlaus í þessum málum er alltaf möguleiki að kaupa bara tilbúinn pakka frá tölvuverslun. Sparar þér í það minnsta hausverk og tíma.

Re: Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 12:41
af vidirz
Já hef verið að spá í það, mér leyst vel á eina sem var á 170.000, en hef alveg 2 til 3 mánuði til pæla í þessu (fæ pening þá) og mig langar að setja saman tölvu (stemmning í því :megasmile ).

Re: Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 12:47
af Eiiki
fínt að pósta þessu hérna, einhverjir gúrúar sem hafa örugglega gaman af því að setja saman eithvað skrímsli hérna :)

Re: Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 13:03
af ManiO
Passa að örgjörvinn passi við móðurborðið (þ.e. sama socket). Svo þarf að velja minni sem passar.


T.d. ef þú velur i7 950 örgjörva, þarftu socket LGA 1366 móðurborð. Svo þarftu að vita hvaða minni móðurborðið notar (DDR2 eða DDR3). Ef þú vilta hafa möguleikan á að bæta við öðru skjákorti þá er gott að vita hvort móðurborðið sé með Crossfire eða SLI mögulegt. (Crossfire fyrir ATI kort og SLI fyrir Nvidia).

En mikilvægasta er að velja aflgjafa sem mun standa sig. Ekki spara í því, það getur verið kostnaðarsamt seinna meir.


Viðbót:

Örgjörva sockets

Intel
*LGA 1366
*LGA 1156
*LGA 1155
*LGA 775

AMD
*AM3
(*AM2 sem er farið úr framleiðslu að mig minnir, en sumir AM3 örgjörvar styðja AM2 socket móðurborð)

Re: Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 14:04
af Eiiki
Ég tók saman smá lista hérna:
Mynd

Það mætti kannski eithvað betrumbæta, eins og skjákortið og svo þarftu ekki að taka örgjörva kælinguna (NH-D14) nema þú ætlir í overclock sem að gefur bara aukið performance á örgjörvann :)
Vantar líka drif á gripinn en getur fengið það á einhvern 10 þúsund kall, fann bara ekkert nógu gott hjá buy.is, svo seinna geturu fengið þér annað gtx460 kort og sett í sli og svo SSD og þá erum við að tala saman :)

EDIT: haha sé það núna að ég gleymdi hörðum disk líka. En getur fengið 1TB disk hjá Buy.is á tæpan 9 þúsund kall.

Re: Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 14:15
af vidirz
Já, fæ mér örugglega gg aflgjafa, thx fyrir infoið þetta er orðið aðeins skýrara fyrir mer nuna :)

NICE listi ! þetta er nett, pæli í þessu næstu daganna :megasmile
En kostar ekki ssd alveg einhvern 40 þúsund kall xD
Spurning að fá sér bara raid á 2 harðadiskum :)

Re: Að setja saman tölvu o.0 hvað passar ?

Sent: Fim 10. Feb 2011 14:24
af dori
vidirz skrifaði:Já, fæ mér örugglega gg aflgjafa, thx fyrir infoið þetta er orðið aðeins skýrara fyrir mer nuna :)

NICE listi ! þetta er nett, pæli í þessu næstu daganna :megasmile
En kostar ekki ssd alveg einhvern 40 þúsund kall xD
Spurning að fá sér bara raid á 2 harðadiskum :)

Neineinei, þú vilt frekar fá þér SSD fyrir stýrikerfi/mikið notuð forrit og svo viltu raid1 fyrir gögn. Núna ætla ég að henda fram smá órökstuddri fullyrðingu: Raid0 er flott ef þú ert að sækja stærri skrár og vilt fá þær hratt. Mjög mikið af mjög litlum skrám (eins og í að starta forriti) er ekki mikið betra með raid0 en með 1x venjulegum disk. Það sem raid0 gefur aðallega er meiri bandvídd en seek time batnar lítið (ekkert?).

Einhver sem veit meira má endilega leiðrétta mig ef ég er að fara með rangt mál.