Það var uppgötvaður galli í Sandy Bridge móðurborðum, ný móðurborð þar sem búið er að laga gallann koma líklega í kringum næstu mánaðarmót og reikna Intel með að það verði komið nægt framboð fyrir apríl. Síðan fara líka AMD Bulldozer örgjörvar að koma einhvern tímann í apríl-júní. Mæli eindregið með því að fjárfesta í öðru hvoru ef þú ert að fara út í einhverja alvarlega fjárfestingu..
P.S. svör við spurningum um Crossfire/SLI:
http://www.tomshardware.co.uk/forum/245454-15-crossfire-faqs . Í stuttu máli, Nvidia kort þurfa að vera sama kortið í grunninn en mega vera frá mismunandi framleiðanda, sem sagt t.d. öll GTX 470 kort eiga að ganga saman, gott er samt alltaf að best að athuga áður en þú fjárfestir í korti hvort það virki saman. Síðan er til Hybrid SLi þar sem hægt er að para mismunandi Nvidia kort en það virðist bara vera til að nota annað kortið í Physx sem er stutt í mjög fáum leikjum. Það er hægt að blanda aðeins meira saman í ATi Crossfire eins og sést á listanum á síðunni en ég mæli ekki með því að blanda saman mishröðum kortum því þá mun hraðara kortið niðurklukka sig til að passa við hægara kortið.