Síða 1 af 1

Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 18:44
af Viktor
Sælir.
Langar rosalega í PS3 og er að reyna að sannfæra gamla settið um að versla slíka. Það vantar einhverja skemmtilega media center lausn í stofuna og mig langar að geta spilað Black Ops með félögum.

Mig langar að geta streymt efni úr tölvunum heima, horft á vídjó á Megavideo, YouTube ofl., vafrað á netinu og spilað COD :)

Hverjir eru möguleikarnir í PS3 upp á afþreyingu? Vantar e-ð sem heillar, verð að selja þeim þessa hugmynd.

PS. óska eftir notaðri PS3 í 100% standi með 1-2 stýringum á 30-40k.

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 19:23
af dawg
Googlaðu Playstation 3 media server. virkar fínt og getur sett í startup ef að þú ert að spá í mediaserver fyrir ps3.

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 19:25
af Hvati
í fyrsta lagi, þá er þetta blu-ray spilari, styður 3D blu-ray (reyndar bara með Sony sjónvörpum), hlusta á tónlist, Linux stuðningur og homebrew þegar það koma almennileg firmware...
man ekki eftir fleiru eins og stendur

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 19:41
af benson
Hvati skrifaði:í fyrsta lagi, þá er þetta blu-ray spilari, styður 3D blu-ray (reyndar bara með Sony sjónvörpum)


Ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki rétt. Ertu með einhverja heimild um þetta?

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 19:48
af Hvati
benson skrifaði:
Hvati skrifaði:í fyrsta lagi, þá er þetta blu-ray spilari, styður 3D blu-ray (reyndar bara með Sony sjónvörpum)


Ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki rétt. Ertu með einhverja heimild um þetta?

þetta er rétt hjá þér, las þetta fyrir löngu og hlýtur að hafa bara verið rumor þá.

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 19:48
af Orri
PS3 styður Media server-a eins og kom fram hér fyrir ofan.
PS3 er líka með vafra sem styður flash, lyklaborð og mús.
PS3 er Blu-Ray spilari.
PS3 er með fría netspilun.
PS3 er, ofan á allt þetta, öflugasta leikjatölvan á markaðnum í dag :)

EDIT: gæti verið að ég sé að gleyma einhverju :)

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 19:51
af valdij
Ég var einmitt að fá mér PS3.

Fyrsta sem ég gerði var að setja upp PS3 media server, fáránlega auðvelt í uppsetningu og svínvirkar. Setti upp forritið, deildi disknum með öllu efninu mínu, kveikti&slökkti á PS3 og voila. Er búinn að prófa streama 720p myndum yfir wireless og það svinvirkaði. Eini gallinn við þetta, sem mér finnst reyndar vera töluverður er það er ekki hægt að spila subs (.srt) skrár með myndunum sem oft getur verið óþægilegt, horfi á allt mitt efni með subs. Þá hjálpa reyndar ísl. torrent siðurnar mikið því komið virkilega mikið efni þar með isl. texta í myndunum sjálfum (þeas. engar .srt skrár).

Allt viðmót er rosalega þægilegt í tölvunni, gætir hugsanlega selt tölvuna á því ef það er tölva með mikið af fjölskyldumyndum á og þið viljið sína þær í sjónvarpinu er það ekkert mál þessu PS3 media server. Tölvan er mjög stílhrein, sérstaklega slim útgáfan sem er ekki jafn "klunnaleg" og þessi gamla.

Ég er aðeins búinn að reyna þennan "Internet browser" á tölvunni, en alltaf þegar ég opna hann (öll 2x skiptin) þá er ég bara fastur á eitthverri standard/staðlaðri Playstation síðu þar sem ég get ekkert gert nema skoðað fréttir og annað slíkt. Get ekki komist (eða hef ekki fundið) neina leið til að komast úr þessu til að surfa bara þær síður sem ég vil, kannski einhver annar gæti frætt mig betur um þetta?

Tölvan er líka eins og áður hefur komið fram Blu-Ray spilari sem er náttl. algjör snilld og frábær aukaviðbót við tölvuna enda Blu-Ray spilarar frekar dýrir oft á tíðum.

Ef ég ætti að selja foreldrum minum að kaupa svona vél myndi það algjörlega vera með "viljiði ekki geta legið upp í sófa, og komist þar í hvaða efni sem þið viljið að ég downloadi fyrir ykkur.. eina sem þið þurfið að gera er að fara í video og velja ps3 media server og þar verð ég buinn að búa til folder sem heitir M&P með myndum/þáttum sem þið viljið að ég sæki" Eitthvað along those lines allavega.

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 20:39
af pattzi

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 20:47
af MatroX

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 20:52
af pattzi




já okey var ekkert að pæla í því

http://buy.is/product.php?id_product=9203449

en getur fengið þér svona fjarstýringu líka

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 22:11
af GrimurD
valdij skrifaði:
.. Eini gallinn við þetta, sem mér finnst reyndar vera töluverður er það er ekki hægt að spila subs (.srt) skrár með myndunum sem oft getur verið óþægilegt, horfi á allt mitt efni með subs. Þá hjálpa reyndar ísl. torrent siðurnar mikið því komið virkilega mikið efni þar með isl. texta í myndunum sjálfum (þeas. engar .srt skrár).

Ég er aðeins búinn að reyna þennan "Internet browser" á tölvunni, en alltaf þegar ég opna hann (öll 2x skiptin) þá er ég bara fastur á eitthverri standard/staðlaðri Playstation síðu þar sem ég get ekkert gert nema skoðað fréttir og annað slíkt. Get ekki komist (eða hef ekki fundið) neina leið til að komast úr þessu til að surfa bara þær síður sem ég vil, kannski einhver annar gæti frætt mig betur um þetta?


PSM (PS3 Media server) styður subs. Þarft bara að hafa skránna í sömu möppu og myndin er í og skráin þarf að heita það nákvæmlega sama nema .sub/.srt. Til þess að fá upp address bar í PS3 þá ýtiru á start ef ég man rétt. Alveg þokkalegur browser í PS3, fyrir console vél.

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 22:49
af Orri
valdij skrifaði:Ég er aðeins búinn að reyna þennan "Internet browser" á tölvunni, en alltaf þegar ég opna hann (öll 2x skiptin) þá er ég bara fastur á eitthverri standard/staðlaðri Playstation síðu þar sem ég get ekkert gert nema skoðað fréttir og annað slíkt. Get ekki komist (eða hef ekki fundið) neina leið til að komast úr þessu til að surfa bara þær síður sem ég vil, kannski einhver annar gæti frætt mig betur um þetta?

Þú ýtir á START takkann til að fá upp Address input-ið eða hvað sem það kallast :)

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 22:55
af KrissiK
ég er sjálfur með PS3 (biluð eins og er :$ ) , en hún hefur verið góð sem Media Server og FRÁBÆR í tölvuleiki og youtube notkun.. notaði líka watchXonline.com vel líka í denn :)

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Mán 07. Feb 2011 23:05
af beatmaster
Ég slysaðist til að eignast PS3 í viðskiptum fyrir áramót og þvílíka djöfulsins tæki sem þetta er, þetta er svo miklu meira en bara console vél að það hálfa væri alveg feikinóg :happy

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Þri 08. Feb 2011 00:56
af painkilla
Það er líka hægt að nota Vuze sem media server, virkar mjög vel hjá mér :D

Re: Playstation 3 gúrúar sameinist!

Sent: Þri 08. Feb 2011 08:43
af ManiO
painkilla skrifaði:Það er líka hægt að nota Vuze sem media server, virkar mjög vel hjá mér :D


Vuze er bara orðið svo mikið bloatware.