Síða 1 af 1

Inter Tech aflgjafi smá reynslusaga

Sent: Mán 07. Feb 2011 02:54
af rapport
Í gegnum tíðina hef ég sjaldan pælt í aflgjöfunum sem ég hef verið að nota enda ekki mikið í leikjum og aldrei verið með einhver alvöru skjákort...

Tók eftir því í basli sem ég lenti í í sumar að þegar ég tengdi allt í kassanum við aflgjafa sem lá á borðinu hjá mér þá hætti þetta pirrandi suð sem var stundum í onboard hljóðkortinu.

Svo asnaðist ég loksins til að kaupa af ellert hérna fínan aflgjafa í seinustu viku, reyndar um 190W minni en sá sem ég var með, en virkilega flottur og með svona Watta mæli aftaná... virkilega flottur og vil ég þakka fyrir þann díl, gott að eiga viðskipti við ellert.

Allavega þá hætti suðið eftir að ég skipti um aflgjafa og hugsanlega, líklega hefur sá gamli eitthvað leitt út eða e-h anskotann og hugsanlega verið að stúta t.d. MX518 músinni minni sem entist of stutt, 300Gb raptornum sem líka entist of stutt á þessu ári sem ég hafði þennan aflgjafa...

Ef ég fer í að kaupa mér nýja vél þá mun ég a.m.k. leggja áherslu á góðan aflgjafa, verð að játa að hingað til hef ég bara hugað um aflgjafana sem hálfgerð fjöltengi, ef ég get sett íhlutina í samband þá eru þeir OK...

Re: Inter Tech aflgjafi smá reynslusaga

Sent: Mán 07. Feb 2011 03:46
af Plushy
Ef þeir eru með sömu specca og aðrir en kosta 75% minna eru þeir oftast rusl.

Ég er nú samt með einn Inter Tech aflgjafa sem virkar vel, enda var hann ekki ódýr heldur.

Re: Inter Tech aflgjafi smá reynslusaga

Sent: Mán 07. Feb 2011 10:24
af rapport
Plushy skrifaði:Ef þeir eru með sömu specca og aðrir en kosta 75% minna eru þeir oftast rusl.

Ég er nú samt með einn Inter Tech aflgjafa sem virkar vel, enda var hann ekki ódýr heldur.


Ég var með 750W sem kostaði fyrir ári minnir mig 8.990 kr.

Re: Inter Tech aflgjafi smá reynslusaga

Sent: Mán 07. Feb 2011 11:06
af Plushy
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23607

finn ekkert slæmt um hann. Held að það séu bara þessir 500w eða minna og undir 8-9 þús sem eru drasl.