Síða 1 af 1

Vantar ráðleggingar um "fjölnotaprentara"

Sent: Þri 01. Feb 2011 21:27
af Frussi
Sælir.

Mig vantar ráðleggingar varðandi kaup á fjölnotaprentara, þ.e. einhverju sem getur skannað, og prentað á pappír og ljósmyndir.

Verðþakið er c.a. 20.000, nema það sé svakalega óraunhæft, þá þigg ég allar hugmyndir :)

Re: Vantar ráðleggingar um "fjölnotaprentara"

Sent: Þri 01. Feb 2011 23:06
af Starman
Mitt ráð er: Aldrei , aldrei kaupa bleksprautuprentara.
Rekstrarkostnaðurinn er algjört rugl, blekið þornar og hausinn stíflast. Þú kaupir kannski prentara á 20 þús. svo eftir hálft ár þarf að endurnýja öll blekhylkin (5 stk.) þá kostar það kannski 10-15 þús.
Þú ert betur settur með að kaupa laser prentara og láta fagmenn um að prenta myndirnar þínar.

Re: Vantar ráðleggingar um "fjölnotaprentara"

Sent: Þri 01. Feb 2011 23:12
af rapport
Starman skrifaði:Mitt ráð er: Aldrei , aldrei kaupa bleksprautuprentara.
Rekstrarkostnaðurinn er algjört rugl, blekið þornar og hausinn stíflast. Þú kaupir kannski prentara á 20 þús. svo eftir hálft ár þarf að endurnýja öll blekhylkin (5 stk.) þá kostar það kannski 10-15 þús.
Þú ert betur settur með að kaupa laser prentara og láta fagmenn um að prenta myndirnar þínar.


x2876^15