Síða 1 af 1
Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 30. Jan 2011 22:46
af Tesy
Sælir, ég er að leita mér af mús fyrir nýja 13" macbook pro. Helst þá með driver fyrir mac
Endilega bendiði mér á góða mús, það sem ég geri er eiginlega bara browsa og spila kannski léttir leikir(Warcraft III eða HoN) samt mjög sjaldan.
Vil ekki magic mouse

Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 30. Jan 2011 22:49
af Optimus
Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 30. Jan 2011 22:56
af Tesy
Já, mig langar rosa mikið í MX518 en ég las einhvern staðar að það væri ekki til driver fyrir mac OS :S er það satt?
Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 30. Jan 2011 23:00
af Optimus
Músin hefur í raun ekki driver, sem slíkan. Það er vissulega forrit með til þess að stilla sensitivity stages í músinni, en hún er með tvö eða þrjú slík innbyggð held ég, svo ég efa það stórlega að þetta trufli þig eitthvað. Einn félagi minn sem á mac er að nota MX 518 án vandkvæða.
Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 30. Jan 2011 23:04
af jagermeister
Optimus skrifaði:Músin hefur í raun ekki driver, sem slíkan. Það er vissulega forrit með til þess að stilla sensitivity stages í músinni, en hún er með tvö eða þrjú slík innbyggð held ég, svo ég efa það stórlega að þetta trufli þig eitthvað. Einn félagi minn sem á mac er að nota MX 518 án vandkvæða.
Logitech G9 músin mín er ógeðsleg á macanum mínum þótt ég sé með steermouse
Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 30. Jan 2011 23:10
af Tesy
Ég prófaði að smella 1 ASUS mús í og það var hræðilegt, einnig hef ég prófað MX revolution og það virkaði heldur ekki vel. Virkaði hins vegar MJÖG vel með windows tölvuna mína.
Hvað með Razer Orochi? hefur einhver einhverja reynslu af henni?
Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 30. Jan 2011 23:29
af rapport
Lausnin virðist vera fólgin í að halda músinni og skipta um tölvu...
Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 06. Feb 2011 21:38
af braudrist
Ég hélt að Mac notendur væru bundnir við aðeins eina mús með einum takka sem kostar 25.000 kr.

Re: Hvaða mús mynduði velja fyrir mac?
Sent: Sun 06. Feb 2011 21:44
af SIKk
rapport skrifaði:Lausnin virðist vera fólgin í að halda músinni og skipta um tölvu...