Síða 1 af 1

1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:15
af bulldog
Sælir félagar

Núna þarf ég að ákveða mig hvort að ég fari í 1920x1080 með LED baklýsingu og 2 ms svartíma http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=26&products_id=1828 og 2 ára ábyrgð á dauðum pixlum eða í 1920x1200 sem er widescreen skjá með engri LED baklýsingu og 5 ms svartíma http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=26&products_id=1192

Hvorn skjáinn mynduð þið taka og af hverju ?

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:18
af Plushy
Veit ekki.

Það er samt ekkert DVI Tengi á 1920x1080 Skjánum, en 2x HDMI í staðinn.

á sama máta er ekkert HDMI á 1920x1200 skjánum, en DVI í staðinn.

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:20
af bulldog
hvaða rugl er að vera ekki með hdmi tengi á stærri skjánum ](*,)

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:23
af astro
Persónulega myndi ég fara í með baklýsingunni, ég verð ekki jafn þreyttur þegar ég er t.d. í myndvinslu eða álíka vinnslu sem þarf mann einbeittan að efninu.
Þegar leikjaspilunin hefst þá slekkur maður á baklýsingunni :shooting
Svo hef ég HEYRT og ætla ekki að selja það dýrara en ég keypti það, að með widescreen skjái í leikjaspilun er ekki jafn góð vegna þess að þú þarft að rendera leikina í Widescreen og það er meira álag eða ekki jafn fullkomið í leikjum og þar af leiðandi minni performance. !
(Endilega leiðréttið þetta ef rangt er)

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:29
af KrissiK
astro skrifaði:Persónulega myndi ég fara í með baklýsingunni, ég verð ekki jafn þreyttur þegar ég er t.d. í myndvinslu eða álíka vinnslu sem þarf mann einbeittan að efninu.
Þegar leikjaspilunin hefst þá slekkur maður á baklýsingunni :shooting
Svo hef ég HEYRT og ætla ekki að selja það dýrara en ég keypti það, að með widescreen skjái í leikjaspilun er ekki jafn góð vegna þess að þú þarft að rendera leikina í Widescreen og það er meira álag eða ekki jafn fullkomið í leikjum og þar af leiðandi minni performance. !
(Endilega leiðréttið þetta ef rangt er)

ef svo er , þá setur maður bara Aspect Ratio í 4:3 :D , no widescreen then ;D

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:35
af astro
KrissiK skrifaði:ef svo er , þá setur maður bara Aspect Ratio í 4:3 :D , no widescreen then ;D


Hehe auðvitað =P~
En þá verður annaðhvort þykkar svartar rendur hægra og vinstra megin eða skjárinn teygir myndina!

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:36
af chaplin
Er sjálfur með 2 stk af 2443BW skjánum, mjög ánægður með þá báða. Svo er tengdó að nota P2450H og ég hugsa að ég myndi taka hann fram yfir BX2431 enda er led-"baklýsing" ekkert sem ég er endilega að leita eftir. Dynamic contrast er það síðasta sem ég skoða þegar ég kaupi skjái.

Svo er 2443BW og P2450H báðir með 3 ára ábyrgð sem er ekkert verra. ;)

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:51
af AntiTrust
Ég er með 3x 22" BenQ skjái, allir 1920x1080 og eins að öllu öðru leyti nema að einn þeirra er með LED baklýsingu. Munurinn er gífurlegur, og ég mun klárlega leitast við LED baklýstum skjám næst þegar ég uppfæri.

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 18:53
af bulldog
það var einn vinur minn sem var að tala um í sambandi við LED baklýsingu ef menn væru mikið í tölvunni við þannig skjá að þá gætu þeir orðið fyrr þreyttir í augunum er eitthvað til í því ?

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 19:05
af AntiTrust
bulldog skrifaði:það var einn vinur minn sem var að tala um í sambandi við LED baklýsingu ef menn væru mikið í tölvunni við þannig skjá að þá gætu þeir orðið fyrr þreyttir í augunum er eitthvað til í því ?


Ég verð að vera sammála þessu, já.

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 19:06
af bulldog
hvað erum við að tala um langann tíma á dag þá ?

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 19:16
af astro
AntiTrust skrifaði:
bulldog skrifaði:það var einn vinur minn sem var að tala um í sambandi við LED baklýsingu ef menn væru mikið í tölvunni við þannig skjá að þá gætu þeir orðið fyrr þreyttir í augunum er eitthvað til í því ?


Ég verð að vera sammála þessu, já.


Það virkar öfugt á mig, ég verð ekki eins þreyttur!
Annars held ég að það sé mjög persónubundið, sumir hanga í tölvunni með slökt ljós og aðrir kveikt.

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 19:23
af AntiTrust
bulldog skrifaði:hvað erum við að tala um langann tíma á dag þá ?


Það verður að vera helvíti mikið, ég eyði líklega 80% af þeim tíma dags sem ég er vakandi fyrir framan skjái svo ég er kannski ekki alveg bestur til að svara þessu.

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 19:26
af bulldog
maður er bara að fá valkvíða hvort maður eigi að fara í ...... 1920x1200 eða 1920x1080 , led baklýsing eða ekki led baklýsing arrggghhhhh ](*,)

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 21:37
af Harkee
ég myndi taka 16:10 skjáinn

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 21:43
af bulldog
hvor er það ?

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 21:57
af Hvati
1920*1200 er að mínu mati þæginlegra fyrir hversdags notkun og þú færð 230400 fleiri pixla heldur en 16:9 skjárinn.

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 21:58
af bulldog
þegar ég er að horfa á 1080p háskerpubíómyndir hvernig kemur þá það sem er utan rammans ? er það svart þá ?

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 22:19
af Hvati
bulldog skrifaði:þegar ég er að horfa á 1080p háskerpubíómyndir hvernig kemur þá það sem er utan rammans ? er það svart þá ?
Já það yrði svart, en flestallar nýjar kvikmyndir nú til dags eru ekki í 16:9 hlutföllum heldur frekar 1,85:1 eða 2,39:1 sem er super wide-screen og frekar pirrandi hlutföll að mínu mati.

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 22:33
af bulldog
ef ég yrði með 1920x1080 þá myndi það passa akkúrat upp í skjáplássið er það ekki :-k

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Fös 28. Jan 2011 22:54
af Hvati
bulldog skrifaði:ef ég yrði með 1920x1080 þá myndi það passa akkúrat upp í skjáplássið er það ekki :-k
Ef þú horfir mikið á kvikmyndir og þætti í 16:9, jú. En ef þú ert að gera allt annað en það, þá er 1920*1200 betra

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Lau 29. Jan 2011 00:32
af ViktorS
bulldog skrifaði:það var einn vinur minn sem var að tala um í sambandi við LED baklýsingu ef menn væru mikið í tölvunni við þannig skjá að þá gætu þeir orðið fyrr þreyttir í augunum er eitthvað til í því ?

Það hjálpar honum bara að fara snemma að sofa :D

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Lau 29. Jan 2011 09:28
af gardar
bulldog skrifaði:ef ég yrði með 1920x1080 þá myndi það passa akkúrat upp í skjáplássið er það ekki :-k



Ef þú ert með 1920x1200 þá færðu pláss fyrir controls á videospilaranum og subtitles, án þess að það fari yfir myndina ;)

Re: 1920x1080 vs 1920x1200

Sent: Lau 29. Jan 2011 10:55
af SteiniP
gardar skrifaði:
bulldog skrifaði:ef ég yrði með 1920x1080 þá myndi það passa akkúrat upp í skjáplássið er það ekki :-k



Ef þú ert með 1920x1200 þá færðu pláss fyrir controls á videospilaranum og subtitles, án þess að það fari yfir myndina ;)

x2

Svo er 1080 bara of stutt fyrir allt annað en bíómyndagláp að mínu mati.