Síða 1 af 1

tölvan deyr alltaf....

Sent: Mán 24. Jan 2011 12:28
af tomas52
Já tölvan mín byrjaði að deyja í nótt eða semsagt það var kveikt á henni þegar ég fór að sofa og svo var slökkt á henni þegar ég vaknaði.. en allt í lagi kveikti á henni og hún keyrði sig upp og ég var byrjaður að nota hana en svo dó hún aftur eina sem eg tek eftir er að skjákortið er eitthvað skrítið því það er eins og viftan á því geti ekki snúist.. eða hún slökknar kveiknar slökknar kveiknar alltaf aftur og aftur það er ekki fyrir henni svo þetta er soldið skrítið. en ég kveiki á henni og hún deyr aftur eftir svona 5 mín ég opnaði kassann og gaf henni nýtt batterý eða móðurborðinu því ég hélt kannski að það væri það því ég hef aldrei skipt um það í svona 4 ár en jæja kveiki á henni aftur og hún deyr og ég gafst upp hvað er til ráða..?

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Mán 24. Jan 2011 12:30
af Klemmi
Líklegast ofhitnun annað hvort þá á skjákortinu eða örgjörvanum... Um að gera að rykhreinsa vélina ef það hefur aldrei verið gert.

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Mán 24. Jan 2011 13:41
af tomas52
já mundi halda að þetta væri ofhitnun á skjákortinu en ég er búin að rykhreinsa þannig það er ekki vandamálið

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Mán 24. Jan 2011 15:33
af Daz
tomas52 skrifaði:já mundi halda að þetta væri ofhitnun á skjákortinu en ég er búin að rykhreinsa þannig það er ekki vandamálið

Fer viftan í gang á skjákortinu? Hefurðu fylgst með hitanum á því með einhverjum monitoring forriti? Fer vitan í gang á örgjörvakælingunni? Hefurðu fylgst með hitanum á honum?

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Mán 24. Jan 2011 22:50
af tomas52
já viftan fer í gang en stoppar svo strax aftur en ekki fylgst með hitanum en örgjarvinn er þægur;)

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Mán 24. Jan 2011 23:07
af snaeji
Prófaðu að starta tölvunni og ýta á pause_break takkan á lyklaborðinu þegar þú ert í startup screeninu þar sem þú getur farið í bios og það....

Ef viftan hættir að snúast í þessum aðstæðum þá er það ekki driverinn að stjórna hraðanum og líklegast bilað skjákortið eða viftan.

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Þri 25. Jan 2011 01:16
af Gets
Getur líka prófað að beintengja viftuna við 5 volt og sérð þá hvort að hún vinnur eðlilega, ef svo er þá er bilun í skjákortinu.
Þú gætir verið heppinn og kortið virki eðlilega eftir þetta.
Ef að viftan hinsvegar er biluð þá er þá er bara að skipta henni út.

Hérna eru allavega 2 góðir kostir á hóflegu verði sem henta þessu korti.

http://www.kisildalur.is/?p=1&id=9&sub= ... k%E6lingar

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Mið 02. Mar 2011 21:58
af tomas52
snaeji skrifaði:Prófaðu að starta tölvunni og ýta á pause_break takkan á lyklaborðinu þegar þú ert í startup screeninu þar sem þú getur farið í bios og það....

Ef viftan hættir að snúast í þessum aðstæðum þá er það ekki driverinn að stjórna hraðanum og líklegast bilað skjákortið eða viftan.


viftan hættir ekki að snúast þá...

þannig þetta er driverinn?

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Mið 02. Mar 2011 21:58
af bulldog
Blessuð sé minning tölvunnar .....

Re: tölvan deyr alltaf....

Sent: Fim 03. Mar 2011 12:32
af tomas52
fjandinn....