Síða 1 af 1
Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Sun 23. Jan 2011 10:00
af wixor
Ég vill fyrst fá að taka það fram mér finnst þessi vefur vera algjör snilld og er einnig þakklátur fyrir hjálpina sem maður hefur fengið hérna áður.
Þannig er ég hef verið að hugsa hvort ég ætti að uppfæra tölvuna mína t.d. fá mér betri örgjörva og meira minni.
Er með Intel Core 2 Quad Q6600 2.4GHz, LGA775, 8MB cache, OEM.
Gigabyte P35-DS3L, s775, 4xDDR2, 4xSATA, PCI-E, Core2Duo.
Zalman CNPS9700 NT kæliviftu.
eVGA NVIDIA GeForce 8800GT 512MB 1900/650 MHz SuperClocked. - Það dugar mér þetta skjákort.
Super Talent 2GB Kit.
Sjálfsögðu fylgir allt annað, skjár, harðir diskar, mús, lyklaborð o.f.l.
Finnst ykkur að ég eigi að vera uppfæra tölvuna eða bíða aðeins lengur með það? Ef uppfæra. Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera við hana?
Ég var að hugsa um að stækka minnið upp í 4GB. Enn er ekki mikið inn i þessu með örgjörvann, þannig mig vantar endilega að fá álit ykkar.
Kærar þakkir og fólkið sem hjálpar öðrum hérna, á hrós skilið.
Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Þri 25. Jan 2011 02:31
af Nördaklessa
mæli með að þú uppfærir RAM og GPU.
Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Þri 25. Jan 2011 02:36
af GullMoli
Ein spurning; ertu eitthvað í tölvuleikjum eða þungri vinnslu? Eða er þetta bara vél sem notuð er í daglega hluti?
Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Þri 25. Jan 2011 09:07
af ManiO
Sumir munu segja þér að uppfæra aðrir munu segja þér að bíða. Spurningin er, finnst þér þú ÞURFA nýja vél? Margir faktorar sem koma inn í og þeir vega mismikið hjá mismunandi fólki.
Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Þri 25. Jan 2011 10:05
af Nothing
Ég myndi ekki telja það sniðugt að kaupa annan örgjörva í s775, Stækka vinnsluminnið uppi 4gb er hinsvegar góðhugmynd.
Ef þú spilar mikið leiki og þér finnst skjákortið ekki vera nógu gott þá er sniðugt að fá sér betra skjákort. Ef þér finnst skjákortið vinna nógu vel.
Þá er spurning um að fara í Sandy Bridge örgjörva, P67 Móðurborð og 4-8GB DDR3 Minni.
Ég fór eimitt út svipuðum vélbúnað í:
i5 760
2X4GB DDR3
GTX460
Sé ekki eftir því.
Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Þri 25. Jan 2011 10:26
af mundivalur
Bæta við vinnsluminni 2gb
,OC setja örgjafan í 3.2ghz
og nýtt skjákort sem þú getur notað næstu árin
Verður þar að auki að vera með sæmilega kælingu og lámark 500w aflgjafa (kanski)
Annars er það ný tölva 200þ. lámark

Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Fim 27. Jan 2011 05:20
af wixor
Nördaklessa: Þakka þér fyrir innleggið
Gullmoli: Ég tek stundum í tölvuleiki, ekkert að ráði samt, datt bara í hug að fara uppfæra hana...
ManiO: Ég hef alltaf uppfært tölvuna hjá mér reglulega, meira forvitni hvernig tölvan yrði eftir nýrri örgjörva og stækka minnið upp í 4gb keyri win 7
Nothing: Þú nefndir Sandy Bridge Örgjörva og skipta um móðurborð, hvers vegna að skipta um móðurborð? Ég bara spyr og hvað er Sandy Bridge Örgjörvinn?
mundivalur: Er með 500W aflgjafa Ultra V-Series með hljóðlátri 12 cm viftu. Þannig pælingin mín eftir þetta er að stækka kannski örgjörvann og minnið.
Þá er bara spurning hvernig örgjörvi og hvernig minni ég á að fá mér eins og er, nota ég SuperTalent 2GB, DDR2, 800Mhz, CL5, PC6400. (2x 1GB).
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir hjálpina. Er mikill munur á örgjörvanum sem ég er með og t.d. i5 760?
Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Fim 27. Jan 2011 09:11
af mundivalur
Þarft ekki að kaupa örgjörva heldur láta einhvern sem kann að Overclocka stilla hann í 3.2ghz eða meir eftir hvað þetta þolir hjá þér
Hér eru eins minni held ég
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23388Svo er það SSD diskur það gerir helling
http://www.vaktin.is/index.php?action=p ... lay&cid=10Þetta dugar þetta árið

Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Fim 27. Jan 2011 10:50
af Nothing
Sandy bridge er í raunini 2nd Gen i3, i5 og i7 lína.
Þarft að skipta um móðurborð (S1155) til að geta notað sandy bridge örgjörvan.
Nýir fídursar t.d. USB3.0, DDR3, SATA3, UEFI BIOS sem eru í flestum Sandy Bridge móðurborðum
Meðan tölvan þín notast við DDR2 Minni, USB 2.0, SATA2.
S775 er gamalt socket og þarf að leiðandi tekur ekki að uppfæra það, nema kannski vinnsluminnin.
i5 760 örgjörvi er ekki sandybridge, mæli með i5 2600, hann er á 34.490 kr samkvæmt verðvaktinni.
Re: Hvað finnst ykkur gott fólk
Sent: Fim 27. Jan 2011 23:04
af wixor
mundivalur: Takk fyrir þetta
Nothing: Þakka þér kærlega fyrir held að mitt næsta skref sé að athuga þetta betur og spyrjast þá um i5 2600, fá mér nýtt móðurborð og minni t.d.
Langar að bæta einu við hérna, hvort eru þið hrifnari af BenQ skjám eða Samsung. Þá er ég að hugsa um 24" kvikindi

Enn og aftur, takk kærlega fyrir hjálpina!