Síða 1 af 1

Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 10:19
af Optimus
Ég ætla að uppfæra gömlu G5 músina mína, enda er hún orðin svolítið lúin, en ég er í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða mús ég vil helst. Ég vil leikjamús, en það er bara aðeins of mikið úrval af þeim :|

Kröfurnar eru bara þær að hún sé allavega smá ergonomic (ég hef t.d. engan áhuga á SteelSeries Xai né öðrum ambidextrous músum) og að dpi sé 3500 eða hærra. Ég vil líka helst að hægt sé að breyta sensitivity "on-the-fly", eins og er hægt á G5 (sensitivity profiles).
Ég hef mestan áhuga á Razer músunum, þær eru flottar og ég hef heyrt margt gott um þær. Aðal vandinn er reyndar val á milli Razer músa, þ.e. á milli Imperator og Mamba. Verðmunurinn er náttúrulega töluverður og mér finnst frekar tæpt að vera að borga 23k fyrir mús, en að því er virðist er þetta nokkurnveginn sama músin að því undanskildu að Mamba er þráðlaus og eins og DeathAdder í laginu.

Þannig að þeir sem hafa reynslu af Imperator og Mamba, endilega tjáið ykkur. Er þráðlausa virknin á Mamba 9k virði, svona eftir á að hyggja?
Aðrir sem hafa miklar skoðanir á músavali mega endilega koma með tillögur líka!

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 11:51
af SIKk
hversu lúin er músin þín? :P skal kaupana ef hún er ekki það lúin? :D

Og svo til að vera með í þræðinum: MAMBAAAA

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 12:13
af einarhr
Ég á CoolerMaster Sentinel Advance Snildar mús, keypti hana eftir að G9 bilaði hjá mér.
Sé að músin er í sölu hjá:
Tölvulistanum
&
ATT

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 12:16
af Hvati
G500 er snilld :)

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 12:27
af HelgzeN
Hvati skrifaði:G500 er snilld :)

x2

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 12:30
af Frost
Ef þú ert að leita af mús fyrir ekki voða mikinn pening er það CM Sentinel annars mæli ég eindregið með Mamba!

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 12:37
af GuðjónR
Ég er búinn að skoða báðar mýsnar, þær eru báðar flottar.
Ef ég væri mikið að spila eitthvað annað en Minecraft þá myndi ég hiklaust kaupa Mamba.
Jú hún kostar meira, en þú ert að fá fullt fyrir peninginn.

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 12:39
af gissur1
G9 :happy

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 22:03
af Optimus
Þakka góð svör, ég hugsa að ég endi bara í Mamba. Mér finnst satt að segja bara eitthvað vafasamt við það að kaupa mús frá Cooler Master, og svo langar mig líka svolítið að fara bara alla leið með þetta og fá bestu músina.

En til þess að svara zjuver, þá er ekkert að G5 músinni, mig bara langar að uppfæra, plús það að mér er farið að finnast 2000 dpi ekki alveg nóg.

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 22:23
af beatmaster
Íslenskt Sentinel review hérna

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 22:44
af SIKk
Optimus skrifaði:Þakka góð svör, ég hugsa að ég endi bara í Mamba. Mér finnst satt að segja bara eitthvað vafasamt við það að kaupa mús frá Cooler Master, og svo langar mig líka svolítið að fara bara alla leið með þetta og fá bestu músina.

En til þess að svara zjuver, þá er ekkert að G5 músinni, mig bara langar að uppfæra, plús það að mér er farið að finnast 2000 dpi ekki alveg nóg.

geim í að selja? þá á hvað mikið? :P

Re: Hvaða mús?

Sent: Fös 21. Jan 2011 23:08
af vesley
GuðjónR skrifaði:Ég er búinn að skoða báðar mýsnar, þær eru báðar flottar.
Ef ég væri mikið að spila eitthvað annað en Minecraft þá myndi ég hiklaust kaupa Mamba.
Jú hún kostar meira, en þú ert að fá fullt fyrir peninginn.



Mamba er algjör snilld. Flestallar Razer mýs eru virkilega góðar.

Veit ekki hvort þú munt fýla R.A.T 7/9 mörgum finnast þær vera svo hræðilega ljótar.

Hinsvegar er hægt að stilla þær á allar mögulegar vegur og eru þær með plaststykki til að hafa litlaputta á !!! =D>

Re: Hvaða mús?

Sent: Lau 22. Jan 2011 00:55
af Plushy
vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er búinn að skoða báðar mýsnar, þær eru báðar flottar.
Ef ég væri mikið að spila eitthvað annað en Minecraft þá myndi ég hiklaust kaupa Mamba.
Jú hún kostar meira, en þú ert að fá fullt fyrir peninginn.



Mamba er algjör snilld. Flestallar Razer mýs eru virkilega góðar.

Veit ekki hvort þú munt fýla R.A.T 7/9 mörgum finnast þær vera svo hræðilega ljótar.

Hinsvegar er hægt að stilla þær á allar mögulegar vegur og eru þær með plaststykki til að hafa litlaputta á !!! =D>


Pinky plaststykkið gerir muninn á mús og eldflaug!

Annars er Deathadder klassík, langar samt í Mambaaa... hún er eitthvað svo eitthvað ógeðslega þú veist... Mamba!

Núna segi ég Mamba um hluti sem eru flottir. Sandy Bridge örgjörvarnir eru alveg Mamba.

Re: Hvaða mús?

Sent: Lau 22. Jan 2011 01:11
af nonesenze
það sem ég fíla við mína g5 er lóðin.... ég get stilt lóðin á þann hátt "hvernig ég lifti músinni og bara hvernig hún hreifir sig"
dpi skiptir mik ekki eins miklu máli og hvernig músin höndlar í hendinni á mér

veit um fáar sem gera þetta og mun fá mér aðra g5 þegar mín verður lúin....... (4 ára)

*edit* ... ég fíla ekki wireless mouse

Re: Hvaða mús?

Sent: Lau 22. Jan 2011 01:20
af ViktorS
heyrðu ég er einmitt líka að hugsa í imperator sem er bara eiginlega g500 í razer formi :D

Re: Hvaða mús?

Sent: Lau 22. Jan 2011 01:45
af Plushy
Hef prófað Mamba líka og hún var alveg tær snilld, auk þess að lúkka mjög flott út eins og flest annað hjá Razer. Finnst Razer vera svona Lacoste tölvugeirans

Re: Hvaða mús?

Sent: Sun 23. Jan 2011 03:27
af Nariur
Ég mæli hiklaust með mamba, sé ekki eftir að hafa fengið mér hana.

Re: Hvaða mús?

Sent: Sun 23. Jan 2011 04:12
af J1nX
viewtopic.php?f=20&t=34525

segir allt sem segja þarf.. klárlega langtum besta músin :D

Re: Hvaða mús?

Sent: Sun 23. Jan 2011 04:23
af Raidmax
Razer Deathadder og Mamba auðvitað snild !

Re: Hvaða mús?

Sent: Sun 23. Jan 2011 11:31
af Nariur
J1nX skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=20&t=34525

segir allt sem segja þarf.. klárlega langtum besta músin :D


Þetta er eins og að segja að Subaru Legacy sé betri en Bugatti Veyron af því að fleiri eiga svoleiðis... :happy

Re: Hvaða mús?

Sent: Sun 23. Jan 2011 14:34
af Optimus
Nariur skrifaði:
J1nX skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=20&t=34525

segir allt sem segja þarf.. klárlega langtum besta músin :D


Þetta er eins og að segja að Subaru Legacy sé betri en Bugatti Veyron af því að fleiri eiga svoleiðis... :happy


QFT

Svo langar mig líka ekkert í MX518, hún er alveg downgrade frá G5 ef eitthvað er. Nei ég fer bara alla leið með þetta og fæ mér Mamba.

Maður á samt aldrei að spyrja svona á vaktinni, það eru allir svo blautir í þetta langdýrasta að maður fær bara endalaus meðmæli fyrir því ](*,)

Re: Hvaða mús?

Sent: Mán 24. Jan 2011 16:36
af Optimus
Fór í tölvutækni áðan og keypti Mamba :megasmile

Re: Hvaða mús?

Sent: Mán 24. Jan 2011 16:40
af Plushy
Optimus skrifaði:Fór í tölvutækni áðan og keypti Mamba :megasmile


pics

Re: Hvaða mús?

Sent: Mán 24. Jan 2011 16:44
af DabbiGj
Optimus skrifaði:
Nariur skrifaði:
J1nX skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=20&t=34525

segir allt sem segja þarf.. klárlega langtum besta músin :D


Þetta er eins og að segja að Subaru Legacy sé betri en Bugatti Veyron af því að fleiri eiga svoleiðis... :happy


QFT

Svo langar mig líka ekkert í MX518, hún er alveg downgrade frá G5 ef eitthvað er. Nei ég fer bara alla leið með þetta og fæ mér Mamba.

Maður á samt aldrei að spyrja svona á vaktinni, það eru allir svo blautir í þetta langdýrasta að maður fær bara endalaus meðmæli fyrir því ](*,)



Á bæði mx518 og g5, verð að segja að mér finnst mx518 betri og eina sem að laser hefur framyfir optical mús er ef að þú villt spila á "allskonar" yfirborðum.

Re: Hvaða mús?

Sent: Þri 25. Jan 2011 16:47
af Optimus
Plushy skrifaði:
Optimus skrifaði:Fór í tölvutækni áðan og keypti Mamba :megasmile


pics



Vesgú: viewtopic.php?f=40&t=35711