Síða 1 af 1

GameCom 367 vs Fatal1ty

Sent: Þri 18. Jan 2011 19:06
af fannar82
Sælir strákar ( og kanski stelpa :megasmile )


er helst að velta því fyrir mér hvort að þið eigið GameCom 367 eða Fatal1ty Heyrnatól og hafið eitthvað um þau að segja

og hvort heyrnartólið sé raunverulega betra?




GameCom Vs. Fatal1ty

Re: GameCom 367 vs Fatal1ty

Sent: Þri 18. Jan 2011 19:17
af Sucre
Ég á Gamecom Plantronics og er bara sáttur með þau góður mic og gott sound úr þessu svo fær stig frá mér.

Re: GameCom 367 vs Fatal1ty

Sent: Þri 18. Jan 2011 19:35
af Plushy
Gamescom eru góð fyrir peninginn.

Re: GameCom 367 vs Fatal1ty

Sent: Þri 18. Jan 2011 19:37
af Nothing
Ég hef átt Fatal1ty heyrnatólin, mér finnst þau koma mjög vel út meðað við þennan 7þ kall sem ég borgaði fyrir þau.

Hönnuð fyrir lítil eyru svo ef þú er með eyru í stærri kanntinum myndi ég ekki mæla með þeim.

Re: GameCom 367 vs Fatal1ty

Sent: Þri 18. Jan 2011 19:49
af SolidFeather
Eflaust bæði jafnmikið drasl.

Re: GameCom 367 vs Fatal1ty

Sent: Þri 18. Jan 2011 19:59
af fannar82
SolidFeather skrifaði:Eflaust bæði jafnmikið drasl.



skemtilegur..

en ég er ekki að leita mér að öðrum Sennheiser 555 , þetta eru nr2 sem eru skemmd fyrir mér og ég ætla bara að spreða í aðeins ódýrari headphones þetta árið og fá mér svo önnur Sennheiser þegar börnin eru orðin aðeins eldri og minna villtari :)

Re: GameCom 367 vs Fatal1ty

Sent: Sun 06. Feb 2011 10:51
af B550
ekki fá þér 367, þau munu skemmast eftir nokkra mánuði, mín t.d brotnuðu í tvennt þegar ég var að setja þau á mig. googlaði síðan það að þau brotnuðu og fullt af öðru fólki sem það brotnaði líka hjá á sama stað. (rétt fyrir ofan micin)