Tvix S1 vandamál að tengjast neti.


Höfundur
Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tvix S1 vandamál að tengjast neti.

Pósturaf Gilmore » Mán 10. Jan 2011 19:20



Ég er nýbúinn að festa kaup á þessum flakkara. Hann er frábær í alla staði, nema mér hefur ekki tekist að tengjast netinu.

Ég er með ljósnet og Thomson voip router. Allt er tengt eins og það á að vera og Windows firewall er OFF. Leiðbeiningarnar sem fylgja Flakkaranum eru frekar loðnar og illskiljanlegar þegar kemur að nettengingunni. Ég er búinn að installa Netshare og er að reyna að tengjast með NFS og ekkert gengur. Spurning hvort það þurfi að opna einhver port á routernum eða eitthvað þannig?

En ég er örugglega að stilla þetta eitthvað vitlaust á flakkaranum því ég næ engu sambandi við netið.

Flott ef einhver sem á Tvix flakkara getur varpað ljósi á þetta, en þetta er eflaust eitthvað einfalt mál sem mér hefur yfirsést. :)


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Tvix S1 vandamál að tengjast neti.

Pósturaf snaeji » Mán 10. Jan 2011 19:36