Síða 1 af 1
Brotið jack tengi fast í inputinu
Sent: Lau 08. Jan 2011 20:22
af Stubbur13
Eins og nafn þráðarins bendir á þá lenti ég í því að jacktengið brotnaði í inputinu eftir að hún datt óvart í gólfið.
Ég næ ekki bitanum úr inputinu, svo ég var að spá hvort að það væri alveg fáranlega dýrt að látta laga þetta?
Re: Brotið jack tengi fast í inputinu
Sent: Mán 17. Jan 2011 18:21
af stebbz13
ég er nú ekki viss hvað viðgerð á þessu kostar en þú getur keypt usp hjóðkot
http://www.tolvulistinn.is/vara/17778
Re: Brotið jack tengi fast í inputinu
Sent: Þri 18. Jan 2011 01:25
af DabbiGj
Fáðu þér ofurlím og límdu eitthvað við tengið og reyndu að draga út.
Re: Brotið jack tengi fast í inputinu
Sent: Þri 18. Jan 2011 07:59
af ZoRzEr
Tókst að redda þessu á gamalli MacBook vél þar sem heyrnatóla tengið brotnaði, með því að nota títuprjón og troða honum temmilega fast í brotna tengið. Það brotnaði um rúman helming og það kom í ljós að það var frekar aumt plast í miðjunni.