Síða 1 af 1

Nýja tölvu

Sent: Fim 06. Jan 2011 22:12
af olii92
Sælir, fyrsti pósturinn minn hér á spjallinu, enda mjög lítill tölvunörd í mér...

En ég hef ákveðið í að fjárfesta í tölvu fyrir myndvinnsluna hjá mér og kanski einn leik eða svo.
Ég veit nú að það er hagstæðara að kaupa hluti og setja saman sjálfur en hef ekki kunnáttuna í að velja það sjálfur.
Þannig ég vil spyrja ykkur snillingana hvað er best að kaupa fyrir myndvinnslu og almenna notkun?
Einu kröfurnar sem ég hef kunnáttu í að setja er 4gb minni og 500+ harður diskur.

Verðsviðið sem ég er með í huga er 100-120 þúsund.

Óli :megasmile

Re: Nýja tölvu

Sent: Fös 07. Jan 2011 01:18
af snaeji
Leita að öllu setupinu eða bara turninum ?

Re: Nýja tölvu

Sent: Fös 07. Jan 2011 02:00
af Eiiki
talaðu við gaurana hjá http://www.kisildalur.is, þeir ættu að geta aðstoðað þig helling með þennan pening ;)

Re: Nýja tölvu

Sent: Fös 07. Jan 2011 09:47
af olii92
snaeji skrifaði:Leita að öllu setupinu eða bara turninum ?


bara turninum, ég á skjá sem ætti að duga mér(þangað til ég kaupi nýjann allavega) lyklaborð og mús....