Síða 1 af 1
Hefur móðurborð mikil áhrif á leiki?
Sent: Fim 06. Jan 2011 16:31
af frikki1974
Sælir
Ein spurning er hefur það einhver áhrif á leiki upp á hraða og gæði að vera með gott móðurborð? það er að segja móðurborð í dýrari kantinum?
Kv
Frikki
Re: Hefur móðurborð mikil áhrif á leiki?
Sent: Fim 06. Jan 2011 17:06
af SteiniP
Yfirleitt er þetta performance munur sem að er bara mælanlegur með benchmörkum, ekkert sem maður finnur fyrir í raunverulegri vinnslu.
Verðmunurinn felst oftast bara í auka fídusum, t.d. yfirklukkunarmöguleikum, betri onboard stýringum (t.d. raid-, hljóð- eða skjá-stýringar), og stöðugleika.
Dýr móðurborð endast líka oft mun betur, það er samt ekki alltaf samasem merki á milli verðs og gæða.
Re: Hefur móðurborð mikil áhrif á leiki?
Sent: Fim 06. Jan 2011 17:10
af frikki1974
Ég þakka kærlega fyrir upplýsingarnar:)
Re: Hefur móðurborð mikil áhrif á leiki?
Sent: Fös 07. Jan 2011 11:51
af k0fuz
Heyrði líka einhversstaðar að undirstaðan að góðri tölvu væri gott móðurborð.