Síða 1 af 1
Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 15:08
af Moldvarpan
Er með eina tölvu sem er með smá leiðindi, langar að fá ykkar álit.
Tölvan datt á hliðina, örgjörva viftan brotnaði. Ég skipti um örgjörva viftu og kælikrem. Ég ræsi tölvuna en hún sýnir enga mynd á skjánum.
Ég prufa skjákortið í annari tölvu, það virkar.
Ég er búinn að aftengja alla hörðu diskana, auka viftur og pci kort.
Það er tengd flauta/pípið en hún gefur ekkert hljóð frá sér.
Það sem er núna í tölvunni er, ASUS móðurborð, Intel Quad Core örgjörvi, 4x1GB Crusial 667mhz DDR2 vinnsluminni og Nvidia Geforce 9600 GT, en ég fæ enga mynd á skjáinn.
Eru ekki 90% líkur á að þetta sé móðurborðið? að það sé bilað?
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 15:24
af Black
prufaðu að taka vinnsluminnin úr og setja þau í aftur, getur verið að þau hafi dottið aðeins úr e-ð

Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:27
af Plushy
og að hafa aðeins eitt RAM stykki (prófa öll) ef ske kynni að eitthvað skemmdist af þeim
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:30
af Klaufi
Þegar þú ert búinn að tékka á minninu,
Dreptu þá á vélinni og dreptu á aflgjafanum eða taktu hann úr sambandi, taktu svo batterý-ið úr móðurborðinu í nokkrar sekúndur, smelltu því svo í og prufaðu aftur.
Gæti verið að þú hafir reynt að ræsa vélina án þess að vera viss um að skjákortið væri 100% í raufinni?
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:38
af JohnnyX
Memtest í annarri vél væri golden. Tæki burt allan vafa um minnin.
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:40
af Moldvarpan
Ég er búinn að prufa að taka öll minnin úr, og reyna ræsa tölvuna á einu pari af minnum. Hún gefur ekki neitt einasta hljóð frá sér né mynd.
Er búinn að cleara cmosinn, bæði með jumper og batterýinu.
Skjákortið situr vel í raufinni.
Hvort þykir ykkur líklegra að þetta sé móðurborðið eða örgjörvinn sem er bilaður?
Tölva sem er ræst með biluðum örgjörva, á hún ekki að gefa frá sér hljóð?
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:43
af JohnnyX
Moldvarpan skrifaði:Ég er búinn að prufa að taka öll minnin úr, og reyna ræsa tölvuna á einu pari af minnum. Hún gefur ekki neitt einasta hljóð frá sér né mynd.
Er búinn að cleara cmosinn, bæði með jumper og batterýinu.
Skjákortið situr vel í raufinni.
Hvort þykir ykkur líklegra að þetta sé móðurborðið eða örgjörvinn sem er bilaður?
Tölva sem er ræst með biluðum örgjörva, á hún ekki að gefa frá sér hljóð?
Hún ætti að gera það. Voru einhverjir beyglaðir pinnar á örgjörvanum sem þú tókst eftir?
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:46
af Moldvarpan
Ég gat ekki séð neitt að örgjörvanum, hann er ekki með pinna, heldur svona snertur.

Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 20:13
af snaeji
er ekki bara móðurborðið dautt ?
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 20:23
af Moldvarpan
Það þykir mér afar líklegt.
Örgjörvinn hreyfðist ekkert, sat vel í sínu socketi.
Ég veit þó ekki hvort að það hafi verið kveikt á tölvunni með enga kælingu á örgjörvanum, það gæti mögulega hafa gerst áður en ég fékk tölvuna til mín.
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 20:51
af Moldvarpan
Ég skoðaði örgjörvan aftur með betra ljósi og sá að það voru smá skrámur á snertunum, á þessum örgjörva.
Ræsti vélina aftur.... og tók eftir að núna er bara kveikt á tölvunni í 10sec í einu og svo slekkur hún á sér.
móðurborð eða örri?

Any

Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 21:18
af rapport
Moldvarpan skrifaði:Ég skoðaði örgjörvan aftur með betra ljósi og sá að það voru smá skrámur á snertunum, á þessum örgjörva.
Ræsti vélina aftur.... og tók eftir að núna er bara kveikt á tölvunni í 10sec í einu og svo slekkur hún á sér.
móðurborð eða örri?

Any

Hvað ef þú prófar að taka öll minnin úr?
Kemur aldrei nein mynd á skjáinn?
Bólgnir þéttar á móðurborðinu?
Skjákortið er það pottþétt OK? Er onboard skjákort sem hægt er að prófa að tengja skjáinn við...?
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 21:36
af Moldvarpan
Er búinn að taka minnin úr og í nokkru sinnum.
Skjákortið er situr vel í sinni rauf.
Engir bólgnir þéttar.
Þessi tölvaði virkaði fínt, en datt svo á hliðina og bilaði. Hún fór í viðgerð hjá einhverjum sem skilaði henni verri til baka og það vantaði parta í hana.
Ég hef aldrei náð neinni mynd upp á skjá né heyrt hana bíbba.
Er búinn að taka eftir smá rispu (mögulegt skemmd) í örgjörvanum, hún er yfir nokkra svona "snertu hringi", veit ekki hvort það sé nóg til að skemma örgjörvan.
Núna helst ekki kveikt á tölvunni lengur en 10 sec, þá slekkur hún á sér.
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Mið 05. Jan 2011 22:46
af ingisnær
epic fail..
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Fös 04. Feb 2011 10:36
af Moldvarpan
Var loksins að klára þessa tölvu, það sem var að henni var ónýtt móðurborð og ónýtur örgjörvi. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað skeði fyrir þessa tölvu og mjög ánægður að fá hana í gang.
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Fös 04. Feb 2011 11:17
af rapport
Moldvarpan skrifaði:Var loksins að klára þessa tölvu, það sem var að henni var ónýtt móðurborð og ónýtur örgjörvi. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað skeði fyrir þessa tölvu og mjög ánægður að fá hana í gang.
Congrats með það...
*gisk* En hún hefur þá líklega verið í gangi þegar hún datt á hliðina og ofhitnað = AMD örgjörvi?
Re: Tölvan kveikir á sér en sýnir enga mynd
Sent: Fös 04. Feb 2011 11:29
af Moldvarpan
Já, ég giska á það sama. Þó ég mun aldrei vita það.
En nei þetta var intel og asus merki.