Síða 1 af 1

Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:07
af Glazier
Sælir..

Mig vantar að geta tekið copy bara af öllu sem er á stýrikerfis disknum eins og hann leggur sig, þannig ég geti síðan fært þetta yfir á annan disk og notað í staðinn..
Semsagt taka copy þannig að þegar ég set þetta á annan harðan disk þá er tölvan basicly bara eins og hún er núna.. með öllum leikjum og forritum uppsett sem er á henni núna.
Hvernig geri ég þetta?

Voða erfitt að útskýra, einhver hlýtur að skilja mig #-o
Er ekki e'ð forrit sem ég nota í þetta ?
Getið þið nefnt frítt og þægilegt forrit fyrir þetta ?

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:09
af gardar
Brenndu þetta forrit á disk http://clonezilla.org/

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:15
af Plushy
Getur líka save-að system restore point á flakkara sem þú tengir svo við og velur og hún breytist í það horf sem þú save-aðir það í

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:27
af bulldog
norton ghost \:D/

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:27
af GuðjónR
Arconis True Image er forrtið sem þú leitar af:
http://www.acronis.com/

Þegar ég uppfærði HDD í fartölvu á sínum tíma þá tengdi ég nýja HDD við tölvuna með tengibrú VIA USB.
Notaði þetta forrit til að "clona" original diskinn, svissaði svo diskum...wollahh!!

Þú getur splittað hdd og gert allskonar kúnstir með þessu.
Tær snilld.

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:28
af snaeji
Best fyrir þig að fá eh Disk clone forrit..

Mæli með að tjekka á þessu:
http://www.todo-backup.com/
Easus Todo Backup

Annars geturu flett yfir þessi hér og fundið eh:
http://www.brighthub.com/computing/hard ... 61697.aspx

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:07
af gtice
Smá ábending :)

Ef þið eruð með Windows 7, Windows Vista, Windows Server 2008 eða R2, er innbyggð afritun sem má vista á USB disk, Netdrifi eða öðru.

Þessu image má svo restora á aðra vél. (ræsa með DVD og vísa á afritið)

Þessi leið virkar einnig ef menn eru að skipta um HDD (setja stærri disk) eða skipta alveg um vél.

Eldri vélar eru erfiðara mál, þar sem bæði er ekki svona fídus mögulegur né heldur er auðvelt að koma stýrikerfinu til lífs á annarri vél.
Í þeim tilfellum má nota t.d. Vmware Standalone converter til að breyta í sýndarvél ef það dugar sem afrit af eldri vél (má ræsa á öðrum vélum með vmware player t.d.)
Bæði tól eru frí og má sækja frá vmware.com

Gummi

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:09
af Plushy
gtice skrifaði:Smá ábending :)

Ef þið eruð með Windows 7, Windows Vista, Windows Server 2008 eða R2, er innbyggð afritun sem má vista á USB disk, Netdrifi eða öðru.

Þessu image má svo restora á aðra vél. (ræsa með DVD og vísa á afritið)

Þessi leið virkar einnig ef menn eru að skipta um HDD (setja stærri disk) eða skipta alveg um vél.

Eldri vélar eru erfiðara mál, þar sem bæði er ekki svona fídus mögulegur né heldur er auðvelt að koma stýrikerfinu til lífs á annarri vél.
Í þeim tilfellum má nota t.d. Vmware Standalone converter til að breyta í sýndarvél ef það dugar sem afrit af eldri vél (má ræsa á öðrum vélum með vmware player t.d.)
Bæði tól eru frí og má sækja frá vmware.com

Gummi


Eiginlega það sem ég var tala um nema miklu betur orðað

Re: Taka copy af stýrikerfinu eins og það leggur sig ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 01:57
af kubbur
gtice skrifaði:Smá ábending :)

Ef þið eruð með Windows 7, Windows Vista, Windows Server 2008 eða R2, er innbyggð afritun sem má vista á USB disk, Netdrifi eða öðru.

Þessu image má svo restora á aðra vél. (ræsa með DVD og vísa á afritið)

Þessi leið virkar einnig ef menn eru að skipta um HDD (setja stærri disk) eða skipta alveg um vél.

Eldri vélar eru erfiðara mál, þar sem bæði er ekki svona fídus mögulegur né heldur er auðvelt að koma stýrikerfinu til lífs á annarri vél.
Í þeim tilfellum má nota t.d. Vmware Standalone converter til að breyta í sýndarvél ef það dugar sem afrit af eldri vél (má ræsa á öðrum vélum með vmware player t.d.)
Bæði tól eru frí og má sækja frá vmware.com

Gummi


virkaði fínt á me og xp, bara muna að fara í device manager og uninstallera öllum driverum fyrst