Síða 1 af 1

Ný leikjatölva fyrir félaga - ykkar skoðun?

Sent: Sun 02. Jan 2011 18:02
af Viktor
Sælir.
Félagi minn er að fara að kaupa nýja leikjavél og fannst kjörið að spyrja hér hvernig setupið ætti að vera. Vil kaupa þetta allt á sama stað upp á ábyrgð og nenni ekki að nota síður eins og Buy.is þar sem vörurnar eru ekki til á Íslandi nema það muni verulega í verði.

Setti saman eitthvað sem ég fann í Tölvutækni, hvernig væri þessi pakki? (smellið á myndina til að sjá hana alla)
Capture.PNG
Capture.PNG (209.25 KiB) Skoðað 1094 sinnum

Re: Ný leikjatölva fyrir félaga - ykkar skoðun?

Sent: Sun 02. Jan 2011 18:08
af BjarkiB
Þú villt ekki fara í AMD?
Bæta nokkrum þúsundköllum við þetta og fá sér sex kjarna 1090t AM3 örgjörva.

Re: Ný leikjatölva fyrir félaga - ykkar skoðun?

Sent: Sun 02. Jan 2011 18:15
af Viktor
Tiesto skrifaði:Þú villt ekki fara í AMD?
Bæta nokkrum þúsundköllum við þetta og fá sér sex kjarna 1090t AM3 örgjörva.

Já, ágætis hugmynd. En mér lýst ekkert á þessi AM3 borð hjá tölvutækni, spurning hvar maður myndi þá versla.

Svipuð vél hjá Buy.is:
Capture3.PNG
Capture3.PNG (55.33 KiB) Skoðað 1048 sinnum

Re: Ný leikjatölva fyrir félaga - ykkar skoðun?

Sent: Sun 02. Jan 2011 18:30
af BjarkiB
Ef þú skiptir um skoðun og kaupir þetta hjá buy.is þá myndi ég hiklaust kaupa þetta borð: http://buy.is/product.php?id_product=1370
Hef sjálfur góða reynslu af buy.is, smá biðtími en maður þolir það miða við úrvalið og gott verð sem maður fær þar.

Re: Ný leikjatölva fyrir félaga - ykkar skoðun?

Sent: Sun 02. Jan 2011 18:56
af Viktor
Tiesto skrifaði:Ef þú skiptir um skoðun og kaupir þetta hjá buy.is þá myndi ég hiklaust kaupa þetta borð: http://buy.is/product.php?id_product=1370
Hef sjálfur góða reynslu af buy.is, smá biðtími en maður þolir það miða við úrvalið og gott verð sem maður fær þar.

Já, en svo er auðvitað það að ef ég fer í AM3 og t.d. þetta borð þá er þetta 10-15k meira, sem mögulega væri betra að nota í betra skjákort? Eru skjákortin ekki ennþá helsti flöskuhálsinn í leikjaspilun?

Re: Ný leikjatölva fyrir félaga - ykkar skoðun?

Sent: Sun 02. Jan 2011 19:17
af Hvati
Í þeim benchmarks sem ég hef séð, þá performa þessir AMD sex kjarna örgjörvar ekki jafn vel hvað varðar leikjavinnslu miðað við intel örgjörvana, en það munar oftast bara nokkrum römmum.
Btw, ef áætlunin er að bæta öðru 460gtx við í framtíðinni þá er best að passa að móðurborðið styðji SLI, en þá tæki ég frekar tvö 6850, því þau performa aðeins betur en tvö 460GTX í SLI.

Re: Ný leikjatölva fyrir félaga - ykkar skoðun?

Sent: Sun 02. Jan 2011 19:39
af jagermeister
Sallarólegur skrifaði:
Tiesto skrifaði:Ef þú skiptir um skoðun og kaupir þetta hjá buy.is þá myndi ég hiklaust kaupa þetta borð: http://buy.is/product.php?id_product=1370
Hef sjálfur góða reynslu af buy.is, smá biðtími en maður þolir það miða við úrvalið og gott verð sem maður fær þar.

Já, en svo er auðvitað það að ef ég fer í AM3 og t.d. þetta borð þá er þetta 10-15k meira, sem mögulega væri betra að nota í betra skjákort? Eru skjákortin ekki ennþá helsti flöskuhálsinn í leikjaspilun?


Það sem ég hef séð er mjög mismunandi eftir tölvuleikjum hver flöskuhálsinn er en ég get bara talað af reynslu í t.d. Bad Company 2 en það er gríðarlegur munur á dual og quad core spilun en skjákortin virðast ekki skipta miklu máli.

Tók eftir þessu á lani hjá félaga mínum en þá var hann með quad core örgjörva og lakara skjákort en ég á meðan ég var með örgjörvann í undirskrift og leikurinn runnaði augljóslega mun betur.