Síða 1 af 1

MSI P7N PLATINUM (vesen með start up)

Sent: Fös 31. Des 2010 15:13
af Sh4dE
Ég er með móðurborð MSI P7N PLATINUM og er í smá vandræðum með það þegar að ég er með tengda cat5 snúru í routerinn minn í tengið aftan á tölvunni þá vill hún ekki kveikja á sér hún hikstar bara (er með blá ljós á kassanum og þau blikka bara) en um leið og ég aftengi og endurræsi tölvuna þá kviknar eðlilega á henni og svo get ég sett cat5 snúruna í og ekkert vesen.

Þetta byrjaði eftir að ég setti tvö 9800 GTX í SLI á tölvunni með 700W PSU, og ekki löngu seinna kannski 2 mánuðum seinna hættu outputin á öðru kortinu að virka ég tók kortið úr en tölvan hikstar ennþá svona.

Þannig að ég spyr er þetta móðurborðið sem hefur ekki fengið rétta spennu inná sig eða er þetta eitthvað annað? mögulega of lítill PSU? og er ég kannski búinn að stúta móðurborðinu?

Re: MSI P7N PLATINUM (vesen með start up)

Sent: Sun 02. Jan 2011 02:14
af Sh4dE
Einhver?

Re: MSI P7N PLATINUM (vesen með start up)

Sent: Fim 06. Jan 2011 21:21
af snaeji
Dettur ekki mikið í hug en ætla prufa að skjóta... ég myndi prófa að load defaults í biosinum og fara yfir hvort það séu nokkuð einhverjar network boot stillingar í biosinum (og taka þær af).

Re: MSI P7N PLATINUM (vesen með start up)

Sent: Lau 08. Jan 2011 19:30
af Sh4dE
Ég prufaði að disable lan controller og disable lan booting en það gerði ekkert sýnist að ég þurfi að fara að fjárfesta í nýju móbói