Síða 1 af 1

Val á hljóðkorti

Sent: Fim 30. Des 2010 14:57
af Hvati
Þar sem ég er nýbúinn að kaupa mér Sennheiser HD595, þá er ég að pæla að splæsa í eitthvað fint hljóðkort, því eftir því sem ég hef heyrt þá heyrir maður meiri mun á hljóðgæðum. En þá er það einmitt pæling hvaða hljóðkort. Ég vil helst ekki fara mikið yfir 15 þúsund ef það er hægt, væri líka alveg til í notuð. Ég hef alltaf bara notað innbyggða hljóðkortið fyrir hátalarakerfið mitt og ömurlega front panel headphone jackinn á P182 kassanum mínum (heyrist þvílikt surg í því).
Ég er búinn að vera að pæla í þessum og þessum
en hver er annars munurinn á Xonar D1 og DX kortunum? (fyrir utan PCI og pci-express)

EDIT: Hafið þið einhverja reynslu á USB hljóðkortum eins og þessu?

Re: Val á hljóðkorti

Sent: Fös 31. Des 2010 16:36
af Hvati
Mynd

Re: Val á hljóðkorti

Sent: Fös 31. Des 2010 17:12
af Optimus
Eftir því sem ég best veit, þá er Asus Xonar D1 og DX nákvæmlega sama kortið fyrir utan tengimöguleikana. Ég er að versla í tölvu þessa stundina og mun fá mér DX kortið. Það er eitt það besta í sínum verðklassa, ég skoðaði slatta af umræðum um þennan verðklassa hljóðkorta og alltaf var mælt með Asus Xonar línunni og helst voru menn að mæla með DX. Ef þú ferð heilum verðklassa ofar, upp í t.d. þetta, þá færðu vissulega betri hljóðgæði, en munurinn á þessu og DX er minni en á t.d. DX og DS (næsta módel fyrir neðan DX/D1). Semsagt, DX/D1 kortið er líklega besta "bang for the buck" hljóðkortið í dag.

Re: Val á hljóðkorti

Sent: Lau 01. Jan 2011 16:46
af Hvati
takk fyrir ábendinguna, eftir að hafa skoðað fullt af reviews um D1 þá hef ég ákveðið að kaupa það (ég er bara með PCI tengi laus á móðurborði)