Síða 1 af 1

Ráðleggingar varðandi "in-ear" heyrnartól

Sent: Sun 26. Des 2010 19:03
af @Arinn@
Sælir vaktarar,
mig vantar smá ráðleggingar varðandi hvernig "in-ear" heyrnartól ég ætti að fá mér. Ég hef verið að skoða þetta eitthvað og það sem mér hefur litist best á er Klipsch Image S4 en það getur verið að þið vitið að ég geti fengið eitthvað betra fyrir peningin og væri vel þegið að heyra frá ykkur með þetta. Ég hef c.a 10.000 kall á milli handana með þetta má alveg vera eitthvað aðeins meira samt. Já og þetta þarf ekkert endilega að vera til á landinu ég kaupi þetta af ebay...

Kv. Arinn

Re: Ráðleggingar varðandi "in-ear" heyrnartól

Sent: Sun 26. Des 2010 19:33
af tdog
Bang & Olufsen A8 er það besta sem ég hef prófað, og spái mikið í hvernig hljómar. Nota þau í að mixa í bland við monitorana mína.

Re: Ráðleggingar varðandi "in-ear" heyrnartól

Sent: Sun 26. Des 2010 19:35
af SolidFeather
Er að nota tól svipuð þessum

http://pfaff.is/Vorur/4456-cx-300-ii.aspx

Þau hafa reynst mér vel.

Re: Ráðleggingar varðandi "in-ear" heyrnartól

Sent: Sun 26. Des 2010 19:48
af SteiniP
Er sjálfur með klipsch s4 og bara mjög sáttur. Alveg peninganna virði.

Re: Ráðleggingar varðandi "in-ear" heyrnartól

Sent: Sun 26. Des 2010 19:51
af @Arinn@
okei okei... tdog hvernig bassi er í þessum A8.. Bang & Olufsen er nátla þekktir fyrir geggjuð gæði..

Steini: Troðast þau svona bókstaflega inn í heila? Ég átti Shure heyrnartól svona in-ear fáránlega gott sound í þeim en frekar óþæginlegt að vera með þau. Er að leita eftir einhverjum svona litlum og nettum sem ná að spila djúpan og góðan bassa þá erum við að tala um rock solid.

Re: Ráðleggingar varðandi "in-ear" heyrnartól

Sent: Mán 27. Des 2010 11:32
af Halli25
ég prófaði þessi um daginn:
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=SHO4507

solid hljómur í þeim og þau stingast ekki djúpt inní eyra með tilheyrandi sýkingarhættu :)

hérna er svo info um alla Philips O'Neil línuna:
http://pulse.philips.com/blog/2010/09/0 ... eadphones/