Síða 1 af 1
Macbook pro skjár bilaður???
Sent: Lau 25. Des 2010 22:23
af Einarr
Já þannig er mál með vexti að eg var i tölvunni minni áðann 2007 arg macbook pro og svo ætlaði faðirinn aðeins að fara i tölvuna en þá alltíeinu sýnir skjárinn enga mynd. Maður heyrir alveg harðadiskinn keyra og og getur hækkað/lækkað kveikt á ljósi á lyklaborði, acitvate-að numlock og capslock og allt en skjárinn er alveg svartur. Er skjárinn ónýtur eða er hann búinn að aftengjast og er þetta erfið viðgerð?
Mbk Einarr
Re: Macbook pro skjár bilaður???
Sent: Sun 26. Des 2010 00:20
af einarhr
prófaðu að tengja utanáliggjandi skjá við vélina, ef þú færð mynd á þann skjá þá er skjárinn í tölvunni þinni sennilega bilaður. Ef þú færð ekki mynd á utanáliggjandi skjá þá er það líklegra að skjákortið sé farið í vélinni.
Re: Macbook pro skjár bilaður???
Sent: Sun 26. Des 2010 00:23
af Gets
Ertu búinn að prófa að endurræsa vélina ?
Prófaðu að tengja aukaskjá við hana.
Þetta gæti verið bilaður skjákortsdriver, bilað skjákort eða aflgjafinn fyrir skjáinn, þetta er svona það helsta

Re: Macbook pro skjár bilaður???
Sent: Sun 26. Des 2010 01:16
af Einarr
Hef lesið nokkur forum samtöl um þetta og held að flestir hafa þurft að skipta um logic board. Ætla reyna tengja annan skjá við á morgun. Fer svo bara með hana i viðgerð a manudag
Re: Macbook pro skjár bilaður???
Sent: Sun 26. Des 2010 03:46
af BjarniTS
Hækkaðu birtuna.