Skipta um hljóðkort...
Sent: Lau 18. Des 2010 18:04
Ég er dálítið að hugsa um að fá mér dedicated hljóðkort í staðinn fyrir onboard kortið sem ég er með núna. Ég hlusta heilmikið á tónlist í tölvunni og nota iTunes til þess. Spurningin er hvort að iTunes geri það að verkum að munurinn sé lítill sem enginn þar sem filearnir eru allir þjappaðir eða hvort það sé í góðu lagi? Ég nenni ekki að fara að setja allt safnið mitt inn aftur á tölvuna svo ég ætla að nota fileana sem eru þar þegar. Ef ég myndi þurfa þess er kannski lítill tilgangur í að fá nýtt og betra kort. Eru einhverjir hérna á vaktinni sem eru audiophiles og geta látið ljós sitt skína?
Kveðja
Kveðja
