Síða 1 af 1
skjávarpa kaup
Sent: Fim 16. Des 2010 21:01
af ingibje
sælir,
ég ætlaði að kaupa mér skjávarpa frá thor.is (
http://www.epson.co.uk/Store/Projectors/Epson-EH-TW3200 ) svo þegar ég ætla fara kaupan þá er uppfært síðuna og hann búin að vera uppseldur seinustu mánuðina.
mig langar virkilega fá mér skjávarpa núna fyrir jólinn eða um jólin.
mér lýst heavý vel á þennan díl frá newegg
http://secure.newegg.com/Shopping/Shopp ... ChangeItem yrði komin heim á 190.307 með tolli, vsk og öllu. smk,
http://www.tollur.is/upload/files/calc_netverslun(22).htm .
sá sama projector hjá sjónvarpsmiðstöðinni
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=H7530D .
mig langaði dáldið að fá fleiri álit á þessum kaupum, er td allveg öruggt að panta þaðan? hvenær ætti maður von á þessu, og er þetta yfir höfuð mjög góður skjávarpi.
veit að mörgum líkar illa við acer, enn persónulega hef ég haft mjög góða reynslu af þeim (hef átt og bróðir minn á ferðatölvu frá þeim). enn hvernig myndi maður síðan tækla ábyrgðina þegar maður pantar svona dýrt að utan?
ætti maður kannski bara að sleppa þessu og panta
http://buy.is/product.php?id_product=1023 ?
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fim 16. Des 2010 21:09
af hagur
Ég myndi skoða review á netinu vel. Hérna er t.d eitt:
http://www.trustedreviews.com/tvs/revie ... ojector/p1Varðandi Newegg.com, þá senda þeir ekki til Íslands. Þú gætir mögulega notað ShopUSA eða MyUS eða álíka þjónustu, en þá bætist eitthvað ofan á verðið.
Ég hugsa samt að ég myndi frekar taka Optoma varpann hjá Buy.is. Optoma er mjög þekkt og virt merki í "heimabíó-skjávarpa-bransanum".
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fim 16. Des 2010 21:59
af ingibje
ja, leiðindi með newegg, eina sem ég sé að því að panta optoma skjávarpan, er að hann er með virkilega lélega specca miðan við þennan frá thor og acer skjávarpanum auk þess að orðin frekar langt síðan hann var kynntur( 2009 ). maður ætti kannski bara seinka þessum kaupum eins leiðinlegt og það hljómar. enn ef einhver er með ábendingum um góð skjávarpakaup má hann endilega henda þeim á borðið

Re: skjávarpa kaup
Sent: Fim 16. Des 2010 22:27
af AntiTrust
Hvað hefur þessi acer varpi framyfir optomann? Betra lumens i hd20, sami endingartími og sömu native upplausnir?
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 00:11
af Hauksi
Uppseldur síðustu mánuðina! Mestalagi 2. mánuðir síðan hann kom á markað.
Nýherji-elko eða Kjaran.
Ég keypti varpann minn af Nýherja..6 ár síðan.
Nýherji var með bestu þjónustuna og besta verðið.
Sérpöntun tók viku.
Elko er með talsvert úrval af vörpum..bara ekki Elko á Íslandi.
En þeir buðu upp á sérpöntun.
Kjaran var með talsvert úrval, sérpöntun.
Hvernig þjónustu fyrirtækin bjóða í dag, þekki ég ekki.
Í skjávarpa kaupum sem og mörgu öðru þá er best að flýta sér hægt...
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 01:42
af ingibje
gæjin sagði við mig að hann hafi verið uppseldur í allavega mánuð, og hann vissi ekki hvort að þessi eða einhver ný týpa kæmi inn í janúar, sem mér fannst sjálfum skrýtið.
enn það sem er að angra mig með optoma skjávarpan er contrastið sem er 4000:1 enn þeir í sama verðflokki eru með mun hærra ( acerinn er með DynamicBlack™ Skerpa: 40.000:1 ), svo stendur að acer skjávarpin sé með 2000 lumens, enn optoma 1700.
ég var samt nýlega að kynnar mér fyrir skjávörpum, svo ég veit í raun ekki mikið eftir því hverju ég er að leitast eftir nema svona speccalega séð.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 03:47
af snaeji
Ef þú sættir þig við 720 varpa þá mæli ég með Optoma Hd66 varpa sem er 3d compable (120hz)... kostar 679-699$ í usa... fékk hann til landsins í kringum 100 þúsund kallinn með vsk....
http://www.projectorcentral.com/ - getur notað þessa síðu til að lesa þig til um varpa....
http://www.projectorcentral.com/home-th ... ectors.htm - hérna sérðu top rated skjávarpana hjá þeim eftir flokkum og btw hd66 varpinn er með "2010 highly rated"
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 09:24
af ManiO
http://buy.is/product.php?id_product=9202756Þetta er sami varpi og er top rated á projectorcentral.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 09:46
af AntiTrust
ingibje skrifaði:enn það sem er að angra mig með optoma skjávarpan er contrastið sem er 4000:1 enn þeir í sama verðflokki eru með mun hærra ( acerinn er með DynamicBlack™ Skerpa: 40.000:1 ), svo stendur að acer skjávarpin sé með 2000 lumens, enn optoma 1700.
ég var samt nýlega að kynnar mér fyrir skjávörpum, svo ég veit í raun ekki mikið eftir því hverju ég er að leitast eftir nema svona speccalega séð.
Þetta er rétt hjá þér, var að skoða þetta í símanum og mislas greinilega. Hvað varðar þetta contrast er eina leiðin að skoða og bera saman review, helst að sjá video af vörpunum hlið við hlið

Þessar tölur eru svo breytilegar eftir framleiðendum.
Annars bara um að gera að skoða review-in á projectorcentral, ég las mér mikið til þar áður en ég verslaði minn fyrsta varpa.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 09:58
af Tesli
Ég á Optoma HD20, hann er alveg magnaður. Hef átt tvo aðra skjávarpa fyrir, þannig að ég tala með reynslu. Ekki láta þessar tölur bögga þig, skoðaðu frekar reviews og sjáðu hvað þeir mæla birtuna og contrastinn mikið með mælitækjum því þetta eru oft tölur sem framleiðendur leika sér með.
Samanber þegar LG segjast vera með 600hz sjónvörp sem eru þó ekki 3D ready þegar það þarf aðeins 200hz til að vera 3D ready.
Ég myndi samt fá mér þennan varpa
http://buy.is/product.php?id_product=9202756því það eru svakalega lélegir uppstillimöguleikar á Optoma HD20.
En ef þú ert með 3,5-5m frá skjávarpa til veggs þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því og þá er HD20 góður kostur.
Ef aðstaða er góð fáðu þér þá HD20 en annars JVC 8350.
Ekki kaupa þér aðra skjávarpa en þessa nema þú sért að fara í dýrari skjávarpa, ACER hafa aldrei verið þekktir fyrir góða homecinema skjávarpa.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 10:52
af mind
Undarlegar ráðleggingar.
Ef þú ert ekki vanur að versla skjávarpa gæti hentað betur að fara útilokunaraðferðina.
Ef þú veist hvort þú vilt DLP eða LCD tæknina ertu strax kominn skrefinu lengra, hafa sína kosti og galla þær tæknir.
Og svo nokkrir hlutir sem er gott að vita.
Því meiri lýsing sem er í aðstöðunni því fleiri lúmens þarfu, en því fleiri lúmens = því dýrari er peran yfirleitt
Epson er með grunn tæknina sem er notuð í flest öllum 3LCD vörpum og því yfirleitt nokkuð öruggt að kaupa það merki ef þú velur LCD.
Varpar hafa mismunandi throw distance svo ef þú vilt ná ákveðni lágmarksstærð á mynd þá þarftu að ganga úr skugga um a linsan á tækinu geti það miðað við lengdina sem þú hefur.
Ef þú ætlar að nota þetta sem heimabíó hafðu þá í huga að varpar sem fara yfir 30dB í hljóði gætu angrað þig með það hljóð alltaf í bakgrunninum.
Ef skjávarpinn sem þú kaupir hefur ekki traust umboð á landinu geturðu búist við því að þurfa sjálfur að útvega þér rekstrarvörur eins og perur og filtera.
Og mundu tjald skiptir máli líka.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 11:07
af Jimmy
Hvar er hægt að fá tjöld og perur í varpa hérna heima? t.d. þennan epson 8350 af buy.is
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 11:22
af AntiTrust
Jimmy skrifaði:Hvar er hægt að fá tjöld og perur í varpa hérna heima? t.d. þennan epson 8350 af buy.is
Kjaran (kjaran.is) og Perur.is eiga slatta af varpaperum á lager, og geta pantað eftir séróskum. Annars er hægt að fá tjöld í flestum stórum tölvuverslunum og umboðum.
Svo er líka hægt að sletta "varpamálningu" á vegginn ef menn eru ekki tilbúnir að spreða í HQ tjald strax, geta kostað sitt.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 13:55
af Tesli
Það er ótrúlega lítill munur á tjaldi og hvítum möttum vegg. Þú þarft að kaupa mjög dýrt tjald til að sjá mun. Ég keypti mér 30 þús tjald sem er núna upp á háalofti því veggurinn er skárri

(btw til sölu ef einhver vill

)
1700 Lumens í HD20 er of bjartur í litla dimma stofu, ég þurfti að lækka birtustigið niður í eco mode (1300 Lumens) til að fá ásættanlega birtu.
DLP vs 3LCD er ekki eins mikið mál og sumir vilja meina, litahjóla hraðinn í fyrstu DLP vörpunum var það hægur að margir sáu regnbogasyndrome-ið og fengu sumir ógleðistilfinningu, í nýju DLP vörpunum þá skiptir þetta mjög litlu máli því það er mikið meiri hraði í þeim.
Það er til dæmis 4x litahjól í mínum HD20 og enginn hefur kvartað hingað til.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 17:10
af mind
laemingi skrifaði:Það er ótrúlega lítill munur á tjaldi og hvítum möttum vegg. Þú þarft að kaupa mjög dýrt tjald til að sjá mun. Ég keypti mér 30 þús tjald sem er núna upp á háalofti því veggurinn er skárri

(btw til sölu ef einhver vill

)
1700 Lumens í HD20 er of bjartur í litla dimma stofu, ég þurfti að lækka birtustigið niður í eco mode (1300 Lumens) til að fá ásættanlega birtu.
DLP vs 3LCD er ekki eins mikið mál og sumir vilja meina, litahjóla hraðinn í fyrstu DLP vörpunum var það hægur að margir sáu regnbogasyndrome-ið og fengu sumir ógleðistilfinningu, í nýju DLP vörpunum þá skiptir þetta mjög litlu máli því það er mikið meiri hraði í þeim.
Það er til dæmis 4x litahjól í mínum HD20 og enginn hefur kvartað hingað til.
Og það skiptir engu máli hvernig dekk þú kaupir á bílinn þinn , þau eru bara gúmmi. Og með bensín, þú getur vatnsblandað það og þá drýgjist það og endist lengur, þannig nær fólk góðum kílómetrajfölda per líter.... ég á ekki orð.
Það skiptir máli hvort þú ert með tjald eða vegg! Ef þú ætlar að nota vegginn mundu þá að æskilegt er að mála hann með málningu með réttu gljástigi og þú gætir viljað íhuga mála rammann líka.
Það er munur á DLP og LCD.
http://www.projectorcentral.com/lcd_dlp_comparison.htm
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 17:32
af Tesli
mind skrifaði:laemingi skrifaði:Það er ótrúlega lítill munur á tjaldi og hvítum möttum vegg. Þú þarft að kaupa mjög dýrt tjald til að sjá mun. Ég keypti mér 30 þús tjald sem er núna upp á háalofti því veggurinn er skárri

(btw til sölu ef einhver vill

)
1700 Lumens í HD20 er of bjartur í litla dimma stofu, ég þurfti að lækka birtustigið niður í eco mode (1300 Lumens) til að fá ásættanlega birtu.
DLP vs 3LCD er ekki eins mikið mál og sumir vilja meina, litahjóla hraðinn í fyrstu DLP vörpunum var það hægur að margir sáu regnbogasyndrome-ið og fengu sumir ógleðistilfinningu, í nýju DLP vörpunum þá skiptir þetta mjög litlu máli því það er mikið meiri hraði í þeim.
Það er til dæmis 4x litahjól í mínum HD20 og enginn hefur kvartað hingað til.
Og það skiptir engu máli hvernig dekk þú kaupir á bílinn þinn , þau eru bara gúmmi. Og með bensín, þú getur vatnsblandað það og þá drýgjist það og endist lengur, þannig nær fólk góðum kílómetrajfölda per líter.... ég á ekki orð.
Það skiptir máli hvort þú ert með tjald eða vegg! Ef þú ætlar að nota vegginn mundu þá að æskilegt er að mála hann með málningu með réttu gljástigi og þú gætir viljað íhuga mála rammann líka.
Það er munur á DLP og LCD.
http://www.projectorcentral.com/lcd_dlp_comparison.htm
Léleg líking hjá þér þar sem dekkin eyðast með tíma og vatnsblandað bensín wtf?
Eina sem ég var að benda á er að það er það lítill munur á milli þess að varpa á vegg og tjald að menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir eyða 100.000kr í gott 100" tjald. Ódýr tjöld eru ekki sjáanlega betri en veggur málaður með réttri málningu.
Auðvitað er munur á DLP og LCD, döhh

... Það var mikill munur, en ekki í nýlegum skjávörpum. Þú ert bytheway með grein sem er 1,5 ára gömul, lestu þér aðeins betur til.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Fös 17. Des 2010 18:41
af IL2
Fer þetta ekki líka eftir því hvað veggurinn er sléttur? Þá á ég við pússinguna.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Lau 18. Des 2010 22:03
af snaeji
Er að leita mér að skjávarpamálningu... eh hugmynd hvar hún finnst hérlendis ?
Re: skjávarpa kaup
Sent: Lau 18. Des 2010 22:47
af hagur
snaeji skrifaði:Er að leita mér að skjávarpamálningu... eh hugmynd hvar hún finnst hérlendis ?
100% viss um að hún fáist hvergi, því miður. Correct me if I'm wrong.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Lau 18. Des 2010 22:51
af AntiTrust
hagur skrifaði:snaeji skrifaði:Er að leita mér að skjávarpamálningu... eh hugmynd hvar hún finnst hérlendis ?
100% viss um að hún fáist hvergi, því miður. Correct me if I'm wrong.
Tek undir þetta, ég fann ekkert fyrirtæki sem gat selt mér sérstaka varpamálningu. Endaði með því að pússa vegginn vel og mála með lágu gljástigi, nánast mött.
Re: skjávarpa kaup
Sent: Sun 19. Des 2010 21:28
af hagur
Re: skjávarpa kaup
Sent: Mán 20. Des 2010 01:39
af snaeji
Haha snilld getur ekki ýmindað þér hvað þessi linkur gladdi mig... Þakka kærlega
